Sólin Sólin Rís 06:54 • sest 19:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:01 • Sest 03:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:00 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:09 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:54 • sest 19:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:01 • Sest 03:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:00 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:09 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?

Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér?

Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til að átta sig á þessu var sennilega Sveinn Pálsson læknir (1762–1840) sem lýsir því í dagbók 5. júlí 1793 að hellir í Dímon við Markarfljót sé sýnilega vatnsrofinn og Dímon hafi einhvern tíma verið eyja.[1] Bæði Pétursey og Hafursey telur hann vera sama kyns. Síðan hafa ýmsir fjallað í aðgengilegum ritum um efni þessarar spurningar sem hér er leitast við að svara, meðal annarra Ólafur Ingólfsson (2008)[2] og Hreggviður Norðdahl o.fl. (2012)[3] en til þeirra er eftirfarandi pistill að mestu sóttur.

Pétursey, Eyjafallajökull í baksýn.

Fyrir um 25.000 árum, við hámark síðasta jökulskeiðs, var svo mikið vatn bundið í jöklum að yfirborð heimshafanna stóð nálægt 125 metrum neðan við núverandi sjávarmál.[4] Ísland var jökli hulið langt úr á landgrunnið, aðeins hæstu strandfjöll norðan- og austanlands stóðu sem jökulsker upp úr ísnum. Skriðjöklar gengu fram helstu dali og firði, báru eða ráku á undan sér allt lausagrjót uns þeir flutu upp við landgrunnsbrún, brotnuðu og brotin rak burt sem borgarís. Jökulgarði á hafsbotni frá þessu skeiði var fyrst lýst 1975: um 100 km löngum og allt að 50 m háum jökulgarði á 200–350 m dýpi á landgrunninu undan Breiðafirði.[5] Talið er að jökulskjöldurinn hafi þykkastur verið 1500–2000 metrar við miðbik landsins og landsig undir ísfarginu þá 410–546 m,[6] þykkt jökulsins sem og landsigið minnkuðu að sjálfsögðu til stranda.

Frá því bráðnun meginlandsjöklanna brast á fyrir um 21.500 árum og þar til fyrir um 6.800 árum hækkaði yfirborð heimshafanna nánast til fyrri stöðu. Á sama tíma bráðnaði ísaldarjökullinn á Íslandi og var að mestu horfinn til núverandi horfs fyrir 8.800 árum. Þiðnun og hækkun sjávar varð svo hröð að ris jökulsvæðanna dróst um tíma langt aftur úr og sjórinn flæddi langt inn yfir landið. Þannig gekk sjórinn í lok ísaldar yfir allt Suðurlands- og Borgarfjarðarundirlendi, svo og langt inn alla megindali. Á Suðurlandi náði hann inn yfir svæði sem nú eru í allt að 130 m hæð.

Svæði sem voru undir sjó í ísaldarlokin og snemma á nútíma, fyrir 10–11.000 árum. Tákn: 1) Jaðar Búðajökuls. 2) Ísaskil. 3) Land undir sjó. 4) Helstu jökulmiðjur í fjalllendum utan meginjökulsins.

Með rýrnandi jökulfargi reis landið hægt og hægt og sjórinn hörfaði til baka. Næstum 3000 ára langur afturkippur hófst fyrir um 13.600 árum með tveimur síðustu kuldaköstum ísaldar sem fræðimenn nefna Allerød og Yngra Dryas – þá mynduðust jökulgarðar kenndir við Álftanes og fossinn Búða í Þjórsá. Fyrir um 10.000 árum var sjávarstaða á Suðurlandi komin 30–40 m niður fyrir núverandi stöðu – frá þeim tíma eru malarkeilur neðansjávar framan við árgil sem opna til sjávar.

Afstæðar sjávarborðsbreytingar á Vestur- og Suðvesturlandi á síðjökultíma og í upphafi nútíma. Hugmyndir um raunverulega hækkun á yfirborði Atlantshafs á sama tíma, byggðar á löndum utan jöklunar, eru sýndar með bláum litum.

Á tímabilinu 9000–3000 lá ströndin utar en nú. Á fyrri hluta tímabilsins var sjávarborð enn að hækka enda lauk leysingu hinna miklu jökulskjalda í N-Ameríku fyrst fyrir 5000 árum. Ísland mun þá hafa verið fullrisið. Á Íslandi hefur afstaða láðs og lagar verið sem næst óbreytt síðustu 5–6000 árin.[7]

Frá ísaldarlokum hafa jökulhlaup og framburður jökuláa byggt upp sandana miklu á Suðurlandi—Mýrdalssandur, Sóleyjarsandur og Landeyjasandur eru að mestu byggðir upp af framburði jökulhlaupa frá Kötlu. Til dæmis myndaðist Kötlutangi í Kötlugosinu 1918 við það að framburður færði ströndina sunnan Hjörleifshöfða tímabundið út um 4 km.

Sandarnir á Suðurlandi hafa að mestu orðið til frá lokum ísaldar og hafa því ekki verið undir sjó. Hins vegar hvíla þeir á grunni sem um tíma var hafsbotn, móbergseyjarnar sem standa upp úr sandinum mynduðust upphaflega við eldgos í vatni – í sjó eða undir jökli – og eru sumar sæbarðar. Einar bóndi og náttúrufræðingur á Skammadalshóli í Mýrdal taldi að Dyrhólaey hafi myndast við eldgos á talsverðu sjávardýpi, með hraunbleðil á kolli líkt og Surtsey.[8]

Tilvísanir:
  1. ^ Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791–1797. Bls. 203. Reykjavík 1945.
  2. ^ Ólafur Ingólfsson (2008, 16. janúar). Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi? Vísindavefurinn.
  3. ^ Hreggviður Norðdahl, Ólafur Ingólfsson, Halldór G. Pétursson. (2012). Ísaldarlok á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 82: 73–86.
  4. ^ Fairbanks, R.G. (1989). A 17,000-year glacio-eustatic sea level record; influence of glacial melting rates on the Younger Dryas event and deep-ocean. Nature 342: 637–642.
  5. ^ Þórdís Ólafsdóttir. (1975). Jökulgarður á sjávarbotni undan Breiðafirði. Náttúrufræðingurinn 45: 31–36.
  6. ^ Trausti Einarsson. (1972). Eðlisþættir Jarðarinnar og Jarðsaga Íslands. Almenna bókafélagið, Reykjavík, bls. 127–128.
  7. ^ Trausti Einarsson. (1972).
  8. ^ Einar H. Einarsson (1968). Myndun Dyrhólaeyjar, Náttúrufræðingurinn 37: 206–218.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.8.2024

Spyrjandi

Helgi Grímur

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2024, sótt 16. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86747.

Sigurður Steinþórsson. (2024, 27. ágúst). Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86747

Sigurður Steinþórsson. „Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2024. Vefsíða. 16. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86747>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér?

Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til að átta sig á þessu var sennilega Sveinn Pálsson læknir (1762–1840) sem lýsir því í dagbók 5. júlí 1793 að hellir í Dímon við Markarfljót sé sýnilega vatnsrofinn og Dímon hafi einhvern tíma verið eyja.[1] Bæði Pétursey og Hafursey telur hann vera sama kyns. Síðan hafa ýmsir fjallað í aðgengilegum ritum um efni þessarar spurningar sem hér er leitast við að svara, meðal annarra Ólafur Ingólfsson (2008)[2] og Hreggviður Norðdahl o.fl. (2012)[3] en til þeirra er eftirfarandi pistill að mestu sóttur.

Pétursey, Eyjafallajökull í baksýn.

Fyrir um 25.000 árum, við hámark síðasta jökulskeiðs, var svo mikið vatn bundið í jöklum að yfirborð heimshafanna stóð nálægt 125 metrum neðan við núverandi sjávarmál.[4] Ísland var jökli hulið langt úr á landgrunnið, aðeins hæstu strandfjöll norðan- og austanlands stóðu sem jökulsker upp úr ísnum. Skriðjöklar gengu fram helstu dali og firði, báru eða ráku á undan sér allt lausagrjót uns þeir flutu upp við landgrunnsbrún, brotnuðu og brotin rak burt sem borgarís. Jökulgarði á hafsbotni frá þessu skeiði var fyrst lýst 1975: um 100 km löngum og allt að 50 m háum jökulgarði á 200–350 m dýpi á landgrunninu undan Breiðafirði.[5] Talið er að jökulskjöldurinn hafi þykkastur verið 1500–2000 metrar við miðbik landsins og landsig undir ísfarginu þá 410–546 m,[6] þykkt jökulsins sem og landsigið minnkuðu að sjálfsögðu til stranda.

Frá því bráðnun meginlandsjöklanna brast á fyrir um 21.500 árum og þar til fyrir um 6.800 árum hækkaði yfirborð heimshafanna nánast til fyrri stöðu. Á sama tíma bráðnaði ísaldarjökullinn á Íslandi og var að mestu horfinn til núverandi horfs fyrir 8.800 árum. Þiðnun og hækkun sjávar varð svo hröð að ris jökulsvæðanna dróst um tíma langt aftur úr og sjórinn flæddi langt inn yfir landið. Þannig gekk sjórinn í lok ísaldar yfir allt Suðurlands- og Borgarfjarðarundirlendi, svo og langt inn alla megindali. Á Suðurlandi náði hann inn yfir svæði sem nú eru í allt að 130 m hæð.

Svæði sem voru undir sjó í ísaldarlokin og snemma á nútíma, fyrir 10–11.000 árum. Tákn: 1) Jaðar Búðajökuls. 2) Ísaskil. 3) Land undir sjó. 4) Helstu jökulmiðjur í fjalllendum utan meginjökulsins.

Með rýrnandi jökulfargi reis landið hægt og hægt og sjórinn hörfaði til baka. Næstum 3000 ára langur afturkippur hófst fyrir um 13.600 árum með tveimur síðustu kuldaköstum ísaldar sem fræðimenn nefna Allerød og Yngra Dryas – þá mynduðust jökulgarðar kenndir við Álftanes og fossinn Búða í Þjórsá. Fyrir um 10.000 árum var sjávarstaða á Suðurlandi komin 30–40 m niður fyrir núverandi stöðu – frá þeim tíma eru malarkeilur neðansjávar framan við árgil sem opna til sjávar.

Afstæðar sjávarborðsbreytingar á Vestur- og Suðvesturlandi á síðjökultíma og í upphafi nútíma. Hugmyndir um raunverulega hækkun á yfirborði Atlantshafs á sama tíma, byggðar á löndum utan jöklunar, eru sýndar með bláum litum.

Á tímabilinu 9000–3000 lá ströndin utar en nú. Á fyrri hluta tímabilsins var sjávarborð enn að hækka enda lauk leysingu hinna miklu jökulskjalda í N-Ameríku fyrst fyrir 5000 árum. Ísland mun þá hafa verið fullrisið. Á Íslandi hefur afstaða láðs og lagar verið sem næst óbreytt síðustu 5–6000 árin.[7]

Frá ísaldarlokum hafa jökulhlaup og framburður jökuláa byggt upp sandana miklu á Suðurlandi—Mýrdalssandur, Sóleyjarsandur og Landeyjasandur eru að mestu byggðir upp af framburði jökulhlaupa frá Kötlu. Til dæmis myndaðist Kötlutangi í Kötlugosinu 1918 við það að framburður færði ströndina sunnan Hjörleifshöfða tímabundið út um 4 km.

Sandarnir á Suðurlandi hafa að mestu orðið til frá lokum ísaldar og hafa því ekki verið undir sjó. Hins vegar hvíla þeir á grunni sem um tíma var hafsbotn, móbergseyjarnar sem standa upp úr sandinum mynduðust upphaflega við eldgos í vatni – í sjó eða undir jökli – og eru sumar sæbarðar. Einar bóndi og náttúrufræðingur á Skammadalshóli í Mýrdal taldi að Dyrhólaey hafi myndast við eldgos á talsverðu sjávardýpi, með hraunbleðil á kolli líkt og Surtsey.[8]

Tilvísanir:
  1. ^ Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791–1797. Bls. 203. Reykjavík 1945.
  2. ^ Ólafur Ingólfsson (2008, 16. janúar). Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi? Vísindavefurinn.
  3. ^ Hreggviður Norðdahl, Ólafur Ingólfsson, Halldór G. Pétursson. (2012). Ísaldarlok á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 82: 73–86.
  4. ^ Fairbanks, R.G. (1989). A 17,000-year glacio-eustatic sea level record; influence of glacial melting rates on the Younger Dryas event and deep-ocean. Nature 342: 637–642.
  5. ^ Þórdís Ólafsdóttir. (1975). Jökulgarður á sjávarbotni undan Breiðafirði. Náttúrufræðingurinn 45: 31–36.
  6. ^ Trausti Einarsson. (1972). Eðlisþættir Jarðarinnar og Jarðsaga Íslands. Almenna bókafélagið, Reykjavík, bls. 127–128.
  7. ^ Trausti Einarsson. (1972).
  8. ^ Einar H. Einarsson (1968). Myndun Dyrhólaeyjar, Náttúrufræðingurinn 37: 206–218.

Myndir:...