Hvernig varð Pétursey til?Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts. Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Eyjar þessar hafa ýmist myndast í sjó eða undir jökli, en Stóri-Dímon hefur rofist mjög af Markarfljóti sem og jökulhlaupum. Norðan í eynni er sérlega fagurt stuðlaberg. Nafnið Dímon er „innflutt“ latína, sennilega frá Írlandi eða Suðureyjum, og merkir „tvífell“, Stóri- og Litli-Dímon (di = tveir, mons = fjall). Lesa má um myndun móbergfjalla í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur? Mynd:
- Thorsmork 2009 | Iceland Luxury Tours. (Sótt 14. 1. 2013).
Spurning Sigríðar hljóðaði svona: Hvernig fjall er Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum?