Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Sævar Helgi Bragason



Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.
Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt.

Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í að nota venjulegar fjarlægðareiningar eins og metra til að lýsa vegalengdum. Í staðinn mælum við fjarlægðir í geimnum með ljóshraðanum. Á einni sekúndu ferðast ljósgeisli um 300.000 km eða sjö sinnum umhverfis jörðina. Á átta mínútum ferðast ljósið frá sólinni til jarðar, sem er 150 milljón km ferðalag, og segjum við þá að sólin sé í átta ljósmínútna fjarlægð. Á einu ári fer ljósið tæplega 10 billjón km og er það þá nefnt ljósár.

Við lifum í sólkerfi. Í því er ein sól og níu reikistjörnur. Umhverfis reikistjörnurnar eru tungl. Víðsvegar um sólkerfið eru svo minni fyrirbæri eins og smástirni og halastjörnur. Sólin er einungis ein lítil stjarna utarlega í stjörnukerfi sem hefur að geyma marga milljarða stjarna og kallast Vetrarbraut. Ef við gætum horft á Vetrarbrautina utan frá væri hún án efa glæsileg, en í allri þessari stjörnumergð kæmum við ekki einu sinni auga á sólina okkar. Samt mundu meira en milljón jarðir rúmast inni í henni. Þvermál Vetrarbrautarinnar er 100 þúsund ljósár og er sólin í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju hennar.

Vetrarbrautin okkar er alls ekki sú stærsta í alheiminum og þaðan af síður sú eina. Hún er hluti af þyrpingu sem kallast grenndarhópurinn. Grenndarhópurinn er hópur vetrarbrauta, um 3 milljónir ljósára að þvermáli og í þessum hópi er að minnsta kosti 31 vetrarbraut. Aðeins ein þeirra er stærri en Vetrarbrautin okkar. Næsti stóri nágranni okkar í þessum hópi og jafnframt stærsta vetrarbraut þessa hóps er Andrómeduvetrarbrautin sem er kennd við stjörnumerkið Andrómedu en þessi vetrarbraut er í 2,3 milljón ljósára fjarlægð. Þvermál hennar er líklega um 150 þúsund ljósár.

Grenndarhópurinn er ekki stór vetrarbrautaþyrping. Dæmi um stóra vetrarbrautaþyrpingu er Meyjarþyrpingin, kennd við Meyjarmerkið, en í henni eru að minnsta kosti 2000 vetrarbrautir. Fjarlægðin til þeirrar þyrpingar er um 50 milljón ljósár og þvermál hennar um 9 milljón ljósár. Meyjarþyrpingin er hins vegar einungis hluti af enn stærri hópi, grenndar-ofurþyrpingunni.

Grenndar-ofurþyrpingin er hópur vetrarbrautaþyrpinga sem inniheldur meðal annars Grenndarhópinn og Meyjarþyrpinguna. Grenndarhópurinn er við jaðar grenndar-ofurþyrpingarinnar en Meyjarþyrpingin við miðju hennar. Þessi ofurþyrping er ef til vill 100 milljón ljósár að þvermáli og inniheldur líklega um 10 þúsund vetrarbrautir.

Grenndar-ofurþyrpingin er einungis ein ofurþyrping meðal margra svipaðra ofurþyrpinga í alheiminum. Meðalfjarlægðin milli vetrarbrauta innan lítilla þyrpinga eins og Grenndarhópsins er ef til vill 5 milljón ljósár og fjöldi vetrarbrauta í alheiminum er um hundrað þúsund milljónir. Í hverri vetrarbraut er líklega að finna um 100 milljarða stjarna. Fjarlægðin út að endimörkum hins sýnilega alheims er um 15 milljarðar ljósára. Með þessar tölur fyrir framan okkur sjáum við að alheimurinn er gríðarlega stór og við, jarðarbúar, ótrúlega lítil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ridpath, Ian, 1997. A Dictionary of Astronomy. Oxford Paperback Reference, Oxford University Press, New York.
  • Sagan, Carl, 1980. Cosmos. Random House, New York.
  • Þorsteinn Sæmundsson, 2001. Almanak fyrir Ísland 2001. 165. árgangur, Háskóli Íslands.



Mynd: Down-to-Earth Astronomy

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2261.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 16. september). Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2261

Sævar Helgi Bragason. „Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2261>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?


Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.
Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt.

Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í að nota venjulegar fjarlægðareiningar eins og metra til að lýsa vegalengdum. Í staðinn mælum við fjarlægðir í geimnum með ljóshraðanum. Á einni sekúndu ferðast ljósgeisli um 300.000 km eða sjö sinnum umhverfis jörðina. Á átta mínútum ferðast ljósið frá sólinni til jarðar, sem er 150 milljón km ferðalag, og segjum við þá að sólin sé í átta ljósmínútna fjarlægð. Á einu ári fer ljósið tæplega 10 billjón km og er það þá nefnt ljósár.

Við lifum í sólkerfi. Í því er ein sól og níu reikistjörnur. Umhverfis reikistjörnurnar eru tungl. Víðsvegar um sólkerfið eru svo minni fyrirbæri eins og smástirni og halastjörnur. Sólin er einungis ein lítil stjarna utarlega í stjörnukerfi sem hefur að geyma marga milljarða stjarna og kallast Vetrarbraut. Ef við gætum horft á Vetrarbrautina utan frá væri hún án efa glæsileg, en í allri þessari stjörnumergð kæmum við ekki einu sinni auga á sólina okkar. Samt mundu meira en milljón jarðir rúmast inni í henni. Þvermál Vetrarbrautarinnar er 100 þúsund ljósár og er sólin í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá miðju hennar.

Vetrarbrautin okkar er alls ekki sú stærsta í alheiminum og þaðan af síður sú eina. Hún er hluti af þyrpingu sem kallast grenndarhópurinn. Grenndarhópurinn er hópur vetrarbrauta, um 3 milljónir ljósára að þvermáli og í þessum hópi er að minnsta kosti 31 vetrarbraut. Aðeins ein þeirra er stærri en Vetrarbrautin okkar. Næsti stóri nágranni okkar í þessum hópi og jafnframt stærsta vetrarbraut þessa hóps er Andrómeduvetrarbrautin sem er kennd við stjörnumerkið Andrómedu en þessi vetrarbraut er í 2,3 milljón ljósára fjarlægð. Þvermál hennar er líklega um 150 þúsund ljósár.

Grenndarhópurinn er ekki stór vetrarbrautaþyrping. Dæmi um stóra vetrarbrautaþyrpingu er Meyjarþyrpingin, kennd við Meyjarmerkið, en í henni eru að minnsta kosti 2000 vetrarbrautir. Fjarlægðin til þeirrar þyrpingar er um 50 milljón ljósár og þvermál hennar um 9 milljón ljósár. Meyjarþyrpingin er hins vegar einungis hluti af enn stærri hópi, grenndar-ofurþyrpingunni.

Grenndar-ofurþyrpingin er hópur vetrarbrautaþyrpinga sem inniheldur meðal annars Grenndarhópinn og Meyjarþyrpinguna. Grenndarhópurinn er við jaðar grenndar-ofurþyrpingarinnar en Meyjarþyrpingin við miðju hennar. Þessi ofurþyrping er ef til vill 100 milljón ljósár að þvermáli og inniheldur líklega um 10 þúsund vetrarbrautir.

Grenndar-ofurþyrpingin er einungis ein ofurþyrping meðal margra svipaðra ofurþyrpinga í alheiminum. Meðalfjarlægðin milli vetrarbrauta innan lítilla þyrpinga eins og Grenndarhópsins er ef til vill 5 milljón ljósár og fjöldi vetrarbrauta í alheiminum er um hundrað þúsund milljónir. Í hverri vetrarbraut er líklega að finna um 100 milljarða stjarna. Fjarlægðin út að endimörkum hins sýnilega alheims er um 15 milljarðar ljósára. Með þessar tölur fyrir framan okkur sjáum við að alheimurinn er gríðarlega stór og við, jarðarbúar, ótrúlega lítil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Ridpath, Ian, 1997. A Dictionary of Astronomy. Oxford Paperback Reference, Oxford University Press, New York.
  • Sagan, Carl, 1980. Cosmos. Random House, New York.
  • Þorsteinn Sæmundsson, 2001. Almanak fyrir Ísland 2001. 165. árgangur, Háskóli Íslands.



Mynd: Down-to-Earth Astronomy...