Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum?Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi:
Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust hér 1976 við tveggja ára aldur en síðasti stóri faraldur mislinga gekk hér á árunum 1976 – 1978. Því má líta svo á að þorri Íslendinga sem fæddur er fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu [...]Og á vefsíðu Heilsugæslunnar segir þetta:
- Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu.
- Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabóluseting.
- Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningargrunn inn á mínum síðum Heilsuvera.is eða á island.is
- Þeir sem ekki eru vissir með þetta eða hafa áhyggjur geta leitað til heilsugæslunnar og fengið bólusetningu.
- Bólusetningar vegna mislinga. (Sótt 12.03.2019).
- Til hvaða ráðstafana er verið að grípa á Íslandi gegn mislingum?. (Sótt 12.03.2019).
- Spurningar og svör varðandi mislinga. (Sótt 12.03.2019).
- Pixnio. (Sótt 12.3.2019).