Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 51 svör fundust
Hefur einhver komið með spurningu sem þið hafið ekki getað svarað?
Svarið er nei, þetta hefur ekki gerst svo að við vitum. Málið er að það er alltaf hægt að segja eitthvað "af viti" um spurninguna, hversu ólíklegt sem það kann að virðast við fyrstu sýn. Hins vegar hafa okkur borist svo gríðarlega margar spurningar að við höfum ekki komist yfir að svara þeim öllum, en það er annað...
Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?
Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra. Þessi undarlegu hvörf hafa ...
Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...
Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?
Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...
Hvað eru hindurvitni?
Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...
Fyrir hvaða rannsóknir er Ævar vísindamaður þekktastur?
Ævar vísindamaður er einn best þekkti og fjölhæfasti vísindamaður Íslands. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum sem aðrir vísindamenn hafa ekki treyst sér til að sinna. Ævar vísindamaður hefur stundað rannsóknir á ystu jöðrum ýmissa fræðasviða, þar á meðal stjarneðlisfræði, líffræði, efnafræði, fornleif...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?
Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu. Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konu...
Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?
Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...
Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?
Í sem stystu máli gæti svarið við þessari spurningu verið: "Við vitum það ekki". Um þessar mundir stefnir bandarísk/evrópska geimfarið Cassini-Huygens í átt til Satúrnusar og því velta vísindamenn fyrir sér hvað Huygens geimfarið finnur þegar það lendir á yfirborði Títans árið 2005. Títan hefur þykkan lofthjú...
Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?
Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Hvernig verkar Drake-jafnan?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...
Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...