Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hindurvitni?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þekkingu okkar daga, sem yfirleitt er kennd við vísindi. En þá má auðvitað spyrja á móti: Hvað eru vísindi? Sú spurning vaknar reyndar víðar því að bæði njóta vísindi virðingar í samfélaginu og eins getur vísindaiðkun haft í för með sér margvíslegan efnislegan ávinning. Margir hafa því sóst eftir stimpli vísindanna en sumir orðið þar frá að hverfa. Nægir þar að nefna dæmi eins og stjörnuspeki, spíritisma og gullgerðarlist.

Það var ekki síst heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) sem lét sér annt um afmörkun vísinda á síðustu öld. Hann skrifaði margar og nokkuð umdeildar bækur um efnið og tók dæmi af margs konar starfsemi manna. Hann hélt því fram að megineinkenni vísinda sé ekki sannanleikinn – ekki það að í vísindum sé hægt að sanna eða sýna fram á tiltekin atriði – heldur hitt að vísindalegar niðurstöður séu hrekjanlegar. Þó að við þurfum þá að undanskilja stærðfræðina kemur þessi fullyrðing Poppers óneitanlega spánskt fyrir sjónir við fyrstu sýn. En þegar betur er að gáð er þetta hreint ekki svo vitlaust og styðst meðal annars við þá reynslu sem saga vísindanna hefur fært okkur.

Þannig var það í eina tíð góð og gild vísindi að jörðin væri í miðju alheimsins. Engar athuganir sem menn höfðu þá gert stönguðust á við jarðmiðjukenninguna. En svo gerðu menn sér ljóst að hún væri hrekjanleg – ef tilteknar athuganir mundu sýna ákveðnar niðurstöður, þá væri kenningin þar með hrakin. Menn fóru síðan á stúfana og gerðu þessar athuganir, til dæmis með stjörnukíki, og þá kom í ljós að kenningin hafði ekki bara verið hrekjanleg – hún reyndist líka röng og í stað hennar kom önnur kenning, sólmiðjukenningin.

Þannig er þetta líka með ýmsar kenningar sem eru þó nýrri af nálinni. Þyngdarlögmál Newtons hefur reynst rangt þegar þyngdarkraftar verða mjög sterkir, til dæmis við svarthol. Lögmál Newtons um kraft og hröðun hefur reynst rangt þegar hlutir nálgast ljóshraða eða þegar efniseindirnar eru mjög smáar. Ýmsar fyrri kenningar um myndun og þróun jarðar eða lífs hafa reynst rangar – og þannig mætti lengi telja. Í öllum þessum tilvikum hafa gömlu kenningarnar vikið fyrir nýjum sem hafa ekki síst reynst betur þar sem þær gömlu voru veikar fyrir.

Ef einhver segir hins vegar við okkur að draugar séu sko víst til, eða að vissulega sé líf eftir dauðann, þá getur orðið þrautin þyngri að hrekja það eða afsanna með óyggjandi hætti. Sá sem fullyrðir þetta er vís til að styðja mál sitt með ótal dæmum um fólk sem hafi séð drauga eða náð sambandi við látna ættingja sína á miðilsfundum. Hinn sem andmælir þarf þá að „hrekja“ hvert einstakt dæmi, það er að segja að gera það ótrúverðugt. Og jafnvel þótt honum takist það í öllum dæmunum er eins víst að hinn segi bara að lokum að öll dæmin sem lágu fyrir hafi að vísu verið hrakin, en hins vegar eigi fleiri dæmi vafalaust eftir að finnast!

En hvers vegna ættum við að tortryggja það að draugar séu til frekar en hitt að til séu lífverur í geimnum utan jarðar? Þessi spurning er afar mikilvæg og í raun lykillinn að því sem hér er til umræðu. Munurinn á tilvist drauga og geimvera felst ekki í því að annað atriðið sé fyrirfram einhver fásinna og hitt sjálfsagt, heldur í hinu að tilvist geimvera stangast í engu á við þær grundvallarhugmyndir sem við gerum okkur um umhverfi okkar, en tilvist drauga mundi á hinn bóginn vera á skjön við fjöldamargt annað sem við vitum, til dæmis um efni og líf. Þar að auki er tilvist drauga svo loðin hugmynd að erfitt er að skilgreina tilraunir eða athuganir sem mundu skera endanlega úr málinu á annan hvorn veginn.

En hindurvitni í fjölbreyttu samfélagi nútímans hafa fleiri einkenni en þau að stangast á við grundvallaratriði vísinda og þar með það sem best er vitað. Eitt einkenni þeirra er það að þeim fylgir oft fjárplógsstarfsemi þar sem auðtrúa fólk er blekkt til að láta fé af hendi rakna fyrir eitthvað sem er í rauninni lítils virði og fánýtt, til dæmis sérstakan búnað í rafkerfi húsa eða orkuegg. Annað einkenni er það að málsvarar hindurvitnanna flytja mál sitt oft og tíðum á þann veg að regla Poppers um hrekjanleikann fer fyrir lítið. Hégiljurnar sem haldið er fram séu sjálfkrafa réttar og óhrekjanlegar og menn gefa ekki kost á eðlilegri rökræðu. Þetta gengur jafnvel svo langt að menn gangast upp í því að trúa helst öllu sem stangast á við vísindi. En þar sem vísindin vinna staðfastlega eftir þeirri frægu reglu að hafa alltaf það sem sannara reynist, þá leiðir þessi afstaða til mótsagna þegar þekkingunni vindur fram og hugmyndir vísindanna breytast með nýjum upplýsingum.

Hitt er svo annað mál að við getum öll lent í slíkum áföllum í lífinu, til dæmis vegna illvígra veikinda á borð við krabbamein eða geðsjúkdóma, að öll sund virðast lokuð. Viðurkennd vísindi og þekking koma þá fyrir lítið og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Þegar slík örvænting grípur fólk er auðvitað ekkert við því að segja að menn reyni allt sem þeim getur til hugar komið, líka það sem vísindi nútímans hafa ekki viðurkennt eða kunna ekki skil á. Eðlilegar skýringar eru á því að stundum er hægt að ná tímabundnum árangri í slíkum tilvikum, og oft er kannski engu að tapa.

Mynd: The American Museum of Photography

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.10.2004

Spyrjandi

Erna Svanhvít Sveinsdóttir, f. 1986

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru hindurvitni?“ Vísindavefurinn, 6. október 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4546.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 6. október). Hvað eru hindurvitni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4546

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru hindurvitni?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4546>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hindurvitni?
Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þekkingu okkar daga, sem yfirleitt er kennd við vísindi. En þá má auðvitað spyrja á móti: Hvað eru vísindi? Sú spurning vaknar reyndar víðar því að bæði njóta vísindi virðingar í samfélaginu og eins getur vísindaiðkun haft í för með sér margvíslegan efnislegan ávinning. Margir hafa því sóst eftir stimpli vísindanna en sumir orðið þar frá að hverfa. Nægir þar að nefna dæmi eins og stjörnuspeki, spíritisma og gullgerðarlist.

Það var ekki síst heimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) sem lét sér annt um afmörkun vísinda á síðustu öld. Hann skrifaði margar og nokkuð umdeildar bækur um efnið og tók dæmi af margs konar starfsemi manna. Hann hélt því fram að megineinkenni vísinda sé ekki sannanleikinn – ekki það að í vísindum sé hægt að sanna eða sýna fram á tiltekin atriði – heldur hitt að vísindalegar niðurstöður séu hrekjanlegar. Þó að við þurfum þá að undanskilja stærðfræðina kemur þessi fullyrðing Poppers óneitanlega spánskt fyrir sjónir við fyrstu sýn. En þegar betur er að gáð er þetta hreint ekki svo vitlaust og styðst meðal annars við þá reynslu sem saga vísindanna hefur fært okkur.

Þannig var það í eina tíð góð og gild vísindi að jörðin væri í miðju alheimsins. Engar athuganir sem menn höfðu þá gert stönguðust á við jarðmiðjukenninguna. En svo gerðu menn sér ljóst að hún væri hrekjanleg – ef tilteknar athuganir mundu sýna ákveðnar niðurstöður, þá væri kenningin þar með hrakin. Menn fóru síðan á stúfana og gerðu þessar athuganir, til dæmis með stjörnukíki, og þá kom í ljós að kenningin hafði ekki bara verið hrekjanleg – hún reyndist líka röng og í stað hennar kom önnur kenning, sólmiðjukenningin.

Þannig er þetta líka með ýmsar kenningar sem eru þó nýrri af nálinni. Þyngdarlögmál Newtons hefur reynst rangt þegar þyngdarkraftar verða mjög sterkir, til dæmis við svarthol. Lögmál Newtons um kraft og hröðun hefur reynst rangt þegar hlutir nálgast ljóshraða eða þegar efniseindirnar eru mjög smáar. Ýmsar fyrri kenningar um myndun og þróun jarðar eða lífs hafa reynst rangar – og þannig mætti lengi telja. Í öllum þessum tilvikum hafa gömlu kenningarnar vikið fyrir nýjum sem hafa ekki síst reynst betur þar sem þær gömlu voru veikar fyrir.

Ef einhver segir hins vegar við okkur að draugar séu sko víst til, eða að vissulega sé líf eftir dauðann, þá getur orðið þrautin þyngri að hrekja það eða afsanna með óyggjandi hætti. Sá sem fullyrðir þetta er vís til að styðja mál sitt með ótal dæmum um fólk sem hafi séð drauga eða náð sambandi við látna ættingja sína á miðilsfundum. Hinn sem andmælir þarf þá að „hrekja“ hvert einstakt dæmi, það er að segja að gera það ótrúverðugt. Og jafnvel þótt honum takist það í öllum dæmunum er eins víst að hinn segi bara að lokum að öll dæmin sem lágu fyrir hafi að vísu verið hrakin, en hins vegar eigi fleiri dæmi vafalaust eftir að finnast!

En hvers vegna ættum við að tortryggja það að draugar séu til frekar en hitt að til séu lífverur í geimnum utan jarðar? Þessi spurning er afar mikilvæg og í raun lykillinn að því sem hér er til umræðu. Munurinn á tilvist drauga og geimvera felst ekki í því að annað atriðið sé fyrirfram einhver fásinna og hitt sjálfsagt, heldur í hinu að tilvist geimvera stangast í engu á við þær grundvallarhugmyndir sem við gerum okkur um umhverfi okkar, en tilvist drauga mundi á hinn bóginn vera á skjön við fjöldamargt annað sem við vitum, til dæmis um efni og líf. Þar að auki er tilvist drauga svo loðin hugmynd að erfitt er að skilgreina tilraunir eða athuganir sem mundu skera endanlega úr málinu á annan hvorn veginn.

En hindurvitni í fjölbreyttu samfélagi nútímans hafa fleiri einkenni en þau að stangast á við grundvallaratriði vísinda og þar með það sem best er vitað. Eitt einkenni þeirra er það að þeim fylgir oft fjárplógsstarfsemi þar sem auðtrúa fólk er blekkt til að láta fé af hendi rakna fyrir eitthvað sem er í rauninni lítils virði og fánýtt, til dæmis sérstakan búnað í rafkerfi húsa eða orkuegg. Annað einkenni er það að málsvarar hindurvitnanna flytja mál sitt oft og tíðum á þann veg að regla Poppers um hrekjanleikann fer fyrir lítið. Hégiljurnar sem haldið er fram séu sjálfkrafa réttar og óhrekjanlegar og menn gefa ekki kost á eðlilegri rökræðu. Þetta gengur jafnvel svo langt að menn gangast upp í því að trúa helst öllu sem stangast á við vísindi. En þar sem vísindin vinna staðfastlega eftir þeirri frægu reglu að hafa alltaf það sem sannara reynist, þá leiðir þessi afstaða til mótsagna þegar þekkingunni vindur fram og hugmyndir vísindanna breytast með nýjum upplýsingum.

Hitt er svo annað mál að við getum öll lent í slíkum áföllum í lífinu, til dæmis vegna illvígra veikinda á borð við krabbamein eða geðsjúkdóma, að öll sund virðast lokuð. Viðurkennd vísindi og þekking koma þá fyrir lítið og heilbrigðiskerfið sömuleiðis. Þegar slík örvænting grípur fólk er auðvitað ekkert við því að segja að menn reyni allt sem þeim getur til hugar komið, líka það sem vísindi nútímans hafa ekki viðurkennt eða kunna ekki skil á. Eðlilegar skýringar eru á því að stundum er hægt að ná tímabundnum árangri í slíkum tilvikum, og oft er kannski engu að tapa.

Mynd: The American Museum of Photography...