Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

Sævar Helgi Bragason

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum.



SETI-verkefnið er tilraun til þess að finna vísbendingar um tæknivædd menningarsamfélög sem gæti verið að finna í alheiminum og þá sérstaklega í Vetrarbrautinni okkar. Hugsanlega eru til milljarðar staða utan sólkerfisins sem gætu hýst líf. Með þeirri tæknikunnáttu sem við höfum þróað, er sá möguleiki vissulega fyrir hendi að finna staði í geimnum þar sem líf hefur þróast og þroskast.



SETI-stofnunin er einkarekin og á sem slík að þjóna rannsóknar- og kennsluverkefnum sem snerta líf í alheiminum. Við stofnunina fara fram rannsóknir í stjörnufræði og lífefnafræði, sem og könnun á uppruna og þróun lífsins. SETI-stofnuninni er ekki stjórnað af Bandarísku geimferðarstofnuninni, NASA en innan NASA var þó í eina tíð unnið að svipuðum verkefnum. Lagabreytingar og sparnaður komu síðar í veg fyrir slíkar rannsóknir þótt kostnaðurinn við verkefnið væri innan við 0.1% af ráðstöfunarfé NASA.

Margar ástæður eru fyrir því að halda úti SETI-verkefni, bæði hagnýtar og vísindalegar. Tæknin sem verður til kemur mannkyninu oft til góða. Sem dæmi má nefna tæknina sem notuð er við úrvinnslu merkja í Phoenix-verkefninu (stærsta verkefninu innan SETI), en sú tækni hefur þegar reynst vel í rannsóknum á brjóstakrabbameini. Verkefninu er þó fyrst og fremst ætlað að leita svara við mjög áhugaverðum spurningum: Hvernig pössum við líffræðilega inn í alheiminn? Er vitsmunalíf sjaldgæft eða algengt í alheiminum? Geta menningarsamfélög enst í langan tíma, eyða þau sjálfum sér eða deyja út af einhverri annarri ástæðu?



Enn hafa menn ekki fundið neinar vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Varla þarf þó að fjölyrða um þýðingu þess ef vitsmunalíf myndi uppgötvast. Jafnvel þótt við skildum ekki merkjasendingar frá þeim, myndi það samt sem áður segja okkur að við erum ekki einstök í alheiminum. Áhrif slíkrar uppgötvunar á samfélagið gætu jafnvel orðið meiri en þegar Kóperníkus uppgötvaði að jörðin var ekki miðja alheimsins. Það er því full ástæða til þess að halda úti SETI-verkefni.

Heimildir og áhugaverðir tenglar



Myndir: Úr kvikmyndinni Contact

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

23.4.2002

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson, f. 1986

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2331.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 23. apríl). Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2331

Sævar Helgi Bragason. „Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum.



SETI-verkefnið er tilraun til þess að finna vísbendingar um tæknivædd menningarsamfélög sem gæti verið að finna í alheiminum og þá sérstaklega í Vetrarbrautinni okkar. Hugsanlega eru til milljarðar staða utan sólkerfisins sem gætu hýst líf. Með þeirri tæknikunnáttu sem við höfum þróað, er sá möguleiki vissulega fyrir hendi að finna staði í geimnum þar sem líf hefur þróast og þroskast.



SETI-stofnunin er einkarekin og á sem slík að þjóna rannsóknar- og kennsluverkefnum sem snerta líf í alheiminum. Við stofnunina fara fram rannsóknir í stjörnufræði og lífefnafræði, sem og könnun á uppruna og þróun lífsins. SETI-stofnuninni er ekki stjórnað af Bandarísku geimferðarstofnuninni, NASA en innan NASA var þó í eina tíð unnið að svipuðum verkefnum. Lagabreytingar og sparnaður komu síðar í veg fyrir slíkar rannsóknir þótt kostnaðurinn við verkefnið væri innan við 0.1% af ráðstöfunarfé NASA.

Margar ástæður eru fyrir því að halda úti SETI-verkefni, bæði hagnýtar og vísindalegar. Tæknin sem verður til kemur mannkyninu oft til góða. Sem dæmi má nefna tæknina sem notuð er við úrvinnslu merkja í Phoenix-verkefninu (stærsta verkefninu innan SETI), en sú tækni hefur þegar reynst vel í rannsóknum á brjóstakrabbameini. Verkefninu er þó fyrst og fremst ætlað að leita svara við mjög áhugaverðum spurningum: Hvernig pössum við líffræðilega inn í alheiminn? Er vitsmunalíf sjaldgæft eða algengt í alheiminum? Geta menningarsamfélög enst í langan tíma, eyða þau sjálfum sér eða deyja út af einhverri annarri ástæðu?



Enn hafa menn ekki fundið neinar vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Varla þarf þó að fjölyrða um þýðingu þess ef vitsmunalíf myndi uppgötvast. Jafnvel þótt við skildum ekki merkjasendingar frá þeim, myndi það samt sem áður segja okkur að við erum ekki einstök í alheiminum. Áhrif slíkrar uppgötvunar á samfélagið gætu jafnvel orðið meiri en þegar Kóperníkus uppgötvaði að jörðin var ekki miðja alheimsins. Það er því full ástæða til þess að halda úti SETI-verkefni.

Heimildir og áhugaverðir tenglar



Myndir: Úr kvikmyndinni Contact...