Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?

HMH

Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra.

Þessi undarlegu hvörf hafa vakið ýmiss konar sögusagnir, meðal annars um að á svæðinu sé hin sokkna borg Atlantis og af henni stafi dulmagni, eða þarna séu geimverur að verki. Jarðbundnari skýringar liggja þó fyrir og flestir vilja kenna um náttúru eða mannlegum mistökum. Þeir benda á að hitabeltisloftslagið getur vakið kraftmikla storma með litlum fyrirvara; að fallegur og að því er virðist hættulaus sjórinn á þessu svæði hefur mikið aðdráttarafl fyrir óvana siglingamenn; að jarðskjálftavirkni er nokkur á botni svæðisins; að Golfstraumurinn fer þarna um með nokkrum krafti sem óvanir menn kunna ekki að reikna með; að kenning er uppi um að gas stígi úr sjávarbotni á einhverju stöðum innan þríhyrningsins og geti valdið vandræðum; að á 8. og 9. áratugnum var mikið um að bátum væri rænt til að smygla eiturlyfjum; að flest óútskýrðu hvörfin áttu sér stað í kringum heimsstyrjaldirnar tvær; að mikil siglinga- og flugumferð er um svæðið og óútskýrð hvörf hafa átt sér stað víðar þar sem umferð er þung.

Fleiri en eitt af þessum atriðum kunna að eiga sinn þátt í heildarmyndinni og jafnvel líka í einstökum atburðum sem orðið hafa á svæðinu.

Enginn skortur virðist á jarðbundnum skýringum sem samrýmast vísindum nútímans og þekkingu á hafsvæðinu. Ýmsir vilja gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í umfjöllun um málið. Það er óþarfi, og markleysa frá sjónarmiði vísinda.

Heimildir:

Britannica.com

Encyclopedia.com

Bermúdaþríhyrningurinn

Mynd: HB

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.10.2000

Spyrjandi

Dagbjartur Ingvarsson fæddur 1988

Tilvísun

HMH. „Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?“ Vísindavefurinn, 6. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=982.

HMH. (2000, 6. október). Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=982

HMH. „Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?

Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra.

Þessi undarlegu hvörf hafa vakið ýmiss konar sögusagnir, meðal annars um að á svæðinu sé hin sokkna borg Atlantis og af henni stafi dulmagni, eða þarna séu geimverur að verki. Jarðbundnari skýringar liggja þó fyrir og flestir vilja kenna um náttúru eða mannlegum mistökum. Þeir benda á að hitabeltisloftslagið getur vakið kraftmikla storma með litlum fyrirvara; að fallegur og að því er virðist hættulaus sjórinn á þessu svæði hefur mikið aðdráttarafl fyrir óvana siglingamenn; að jarðskjálftavirkni er nokkur á botni svæðisins; að Golfstraumurinn fer þarna um með nokkrum krafti sem óvanir menn kunna ekki að reikna með; að kenning er uppi um að gas stígi úr sjávarbotni á einhverju stöðum innan þríhyrningsins og geti valdið vandræðum; að á 8. og 9. áratugnum var mikið um að bátum væri rænt til að smygla eiturlyfjum; að flest óútskýrðu hvörfin áttu sér stað í kringum heimsstyrjaldirnar tvær; að mikil siglinga- og flugumferð er um svæðið og óútskýrð hvörf hafa átt sér stað víðar þar sem umferð er þung.

Fleiri en eitt af þessum atriðum kunna að eiga sinn þátt í heildarmyndinni og jafnvel líka í einstökum atburðum sem orðið hafa á svæðinu.

Enginn skortur virðist á jarðbundnum skýringum sem samrýmast vísindum nútímans og þekkingu á hafsvæðinu. Ýmsir vilja gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í umfjöllun um málið. Það er óþarfi, og markleysa frá sjónarmiði vísinda.

Heimildir:

Britannica.com

Encyclopedia.com

Bermúdaþríhyrningurinn

Mynd: HB

...