Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?

Rán Ægisdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Sigrún María Steingrímsdóttir, Stella Björg Óskarsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir

Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu.

Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konunga Egypta, og fjölskyldur þeirra. Fyrsti píramídinn var reistur í kringum 2650-2575 f.Kr. og héldu Egyptar áfram að reisa píramída reglulega fram til um 1700 f.Kr.

Kefrens-píramídinn er næststærstur af píramídunum í Giza, 136 metrar á hæð. Margir hafa undrað sig á því hvernig Forn-Egyptar fóru að því að reisa svona stór og mikil mannvirki.

Þar sem píramídarnir eru afar stórir og háir og gerðir úr mörgum afar þungum steinum hafa margir velt fyrir sér hvernig þeir hafi verið byggðir. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að þeir hljóti að hafa verið byggðir af geimverum eða þá að Forn-Egyptar hafi búið yfir óþekktri, háþróaðri tækni sem síðar hafi glatast með tímanum. Ekki hafa fundist samtímaheimildir né fornleifar sem sýna námvæmlega hvaða aðferðum var beitt við byggingun píramídanna. Vísindamenn hafa sett fram tilgátur byggðar á þeim fornleifum og þeim heimildum sem til eru.

Píramídarnir voru að mestu byggðir úr kalksteini, en sumir hlutar voru gerðir úr graníti. Innri hlutinn var byggður úr gulum kalksteini úr námum nálægt byggingarsvæðunum en klæðningin var gerð úr fínum hvítum kalksteini sem kom lengra að. Meðalþyngd steinanna var um 2,5 tonn en sumir voru mun þyngri. Flestir eru sammála um að steinarnir hafi verið hoggnir úr grjótnámum og síðan fluttir á byggingarsvæðið. Kalksteinninn var hogginn með kopartólum en kopar er ekki nægilega harður til að skera harðara berg eins og granít. Þar sem Forn-Egyptar áttu ekki tól úr harðari málmi þurfti að notast við flóknari aðferðir til að nema það, svo sem að mylja bergið í kringum steininn sem átti að höggva út með enn harðari steinum.

Hér er horft upp á Keops-píramída. Hann er stærsti píramídinn í Giza og er oft kallaður píramídinn mikli. Takið eftir hvað steinarnir eru stórir miðað við fólkið neðst á myndinni.

Fólk hefur einkum velt fyrir sér hvernig farið var að því að flytja steinana frá námunum á byggingarsvæðin, og svo hvernig píramídarnir voru reistir, þá sérstaklega hvernig steinunum var lyft upp til að byggja efri hluta píramídanna. Talið er að steinarnir hafi verið fluttir á sleðum sem fjölmargir vinnumenn drógu með köðlum eða ýttu á undan sér. Sandurinn undir sleðanum var bleyttur með vatni eða jafnvel olíu til að minnka núninginn og láta sleðann renna betur.

Líklegast voru einhvers konar skábrautir notaðar til að hífa steinana upp og hlaða á píramídann. Fundist hafa fornleifar sem styðja við notkun skábrauta við byggingu píramídanna í Giza, en ekki nógu víðtækar til að átta sig á gerð skábrautakerfanna í heild sinni. Ólíklegt þykir að notast hafi verið við eina stóra skábraut sem náði upp í topp á píramídanum enda hefði slík skábraut verið afar stór og erfið í notkun. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um hvers kyns kerfi hafi verið notuð, meðal annars skábraut sem sikksakkar fram og til baka upp meðfram hlið píramídans, skábraut sem vefur sig utan um píramídann og skábrautakerfi sem nýta sér ókláraða hluta píramídans. Einnig þykir líklegt að notast hafi verið við vogarstangir ásamt skábrautunum.

Hér sjást nokkrar hugmyndir um hvers konar skábrautakerfi gætu hafa verið notuð við byggingu píramídanna.

Ekki er vitað hve margir menn komu að byggingu hvers píramída og hvort þeir voru þrælar, sjálfboðaliðar eða launamenn. Gríski sagnaritarinn Heródótos skrifaði elstu heimildina um byggingu píramídanna á fimmtu öld f.Kr., mörgum öldum eftir byggingu þeirra. Þar hélt hann því fram að píramídarnir hefðu verið byggðir af þrælum og varð sú kenning afar langlíf, til dæmis sjást gjarnan þrælar vinna baki brotnu að byggingu píramída í kvikmyndum sem eiga að gerast í Egyptalandi til forna. Nú telja fornleifafræðingar frekar að píramídarnir hafi verið byggðir af verkamönnum sem fengu laun eða önnur fríðindi fyrir vinnu sína.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016. Tveir hópar á námskeiðinu sáu um að svara þessari spurningu. Í öðrum hópnum voru Rán og Stella Björg og í hinum Rebekka Rán og Sigrún María. Ritstjórn sameinaði svör hópanna.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.8.2016

Síðast uppfært

19.11.2018

Spyrjandi

Aníta Rós Tómasdóttir, Sara Margrét Magnúsdóttir, Þórarinn Halldór Kristinsson, Guðbjörg Leifsdóttir, Viðar Axelsson, Jóhann Sævar, Telma Björg

Tilvísun

Rán Ægisdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Sigrún María Steingrímsdóttir, Stella Björg Óskarsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2016, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65393.

Rán Ægisdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Sigrún María Steingrímsdóttir, Stella Björg Óskarsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2016, 26. ágúst). Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65393

Rán Ægisdóttir, Rebekka Rán Kristjánsdóttir, Sigrún María Steingrímsdóttir, Stella Björg Óskarsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2016. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65393>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig voru píramídarnir í Egyptalandi byggðir?
Hinir fornu píramídar í Egyptalandi hafa vakið undrun margra. Stærstir og frægastir meðal þeirra eru píramídarnir í Giza en þeir voru eitt af hinum svonefndu sjö undrum veraldar til forna. Þeir eru einnig hið eina af undrunum sem stendur enn að mestu.

Píramídarnir voru reistir sem grafhýsi fyrir faraóana, konunga Egypta, og fjölskyldur þeirra. Fyrsti píramídinn var reistur í kringum 2650-2575 f.Kr. og héldu Egyptar áfram að reisa píramída reglulega fram til um 1700 f.Kr.

Kefrens-píramídinn er næststærstur af píramídunum í Giza, 136 metrar á hæð. Margir hafa undrað sig á því hvernig Forn-Egyptar fóru að því að reisa svona stór og mikil mannvirki.

Þar sem píramídarnir eru afar stórir og háir og gerðir úr mörgum afar þungum steinum hafa margir velt fyrir sér hvernig þeir hafi verið byggðir. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að þeir hljóti að hafa verið byggðir af geimverum eða þá að Forn-Egyptar hafi búið yfir óþekktri, háþróaðri tækni sem síðar hafi glatast með tímanum. Ekki hafa fundist samtímaheimildir né fornleifar sem sýna námvæmlega hvaða aðferðum var beitt við byggingun píramídanna. Vísindamenn hafa sett fram tilgátur byggðar á þeim fornleifum og þeim heimildum sem til eru.

Píramídarnir voru að mestu byggðir úr kalksteini, en sumir hlutar voru gerðir úr graníti. Innri hlutinn var byggður úr gulum kalksteini úr námum nálægt byggingarsvæðunum en klæðningin var gerð úr fínum hvítum kalksteini sem kom lengra að. Meðalþyngd steinanna var um 2,5 tonn en sumir voru mun þyngri. Flestir eru sammála um að steinarnir hafi verið hoggnir úr grjótnámum og síðan fluttir á byggingarsvæðið. Kalksteinninn var hogginn með kopartólum en kopar er ekki nægilega harður til að skera harðara berg eins og granít. Þar sem Forn-Egyptar áttu ekki tól úr harðari málmi þurfti að notast við flóknari aðferðir til að nema það, svo sem að mylja bergið í kringum steininn sem átti að höggva út með enn harðari steinum.

Hér er horft upp á Keops-píramída. Hann er stærsti píramídinn í Giza og er oft kallaður píramídinn mikli. Takið eftir hvað steinarnir eru stórir miðað við fólkið neðst á myndinni.

Fólk hefur einkum velt fyrir sér hvernig farið var að því að flytja steinana frá námunum á byggingarsvæðin, og svo hvernig píramídarnir voru reistir, þá sérstaklega hvernig steinunum var lyft upp til að byggja efri hluta píramídanna. Talið er að steinarnir hafi verið fluttir á sleðum sem fjölmargir vinnumenn drógu með köðlum eða ýttu á undan sér. Sandurinn undir sleðanum var bleyttur með vatni eða jafnvel olíu til að minnka núninginn og láta sleðann renna betur.

Líklegast voru einhvers konar skábrautir notaðar til að hífa steinana upp og hlaða á píramídann. Fundist hafa fornleifar sem styðja við notkun skábrauta við byggingu píramídanna í Giza, en ekki nógu víðtækar til að átta sig á gerð skábrautakerfanna í heild sinni. Ólíklegt þykir að notast hafi verið við eina stóra skábraut sem náði upp í topp á píramídanum enda hefði slík skábraut verið afar stór og erfið í notkun. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um hvers kyns kerfi hafi verið notuð, meðal annars skábraut sem sikksakkar fram og til baka upp meðfram hlið píramídans, skábraut sem vefur sig utan um píramídann og skábrautakerfi sem nýta sér ókláraða hluta píramídans. Einnig þykir líklegt að notast hafi verið við vogarstangir ásamt skábrautunum.

Hér sjást nokkrar hugmyndir um hvers konar skábrautakerfi gætu hafa verið notuð við byggingu píramídanna.

Ekki er vitað hve margir menn komu að byggingu hvers píramída og hvort þeir voru þrælar, sjálfboðaliðar eða launamenn. Gríski sagnaritarinn Heródótos skrifaði elstu heimildina um byggingu píramídanna á fimmtu öld f.Kr., mörgum öldum eftir byggingu þeirra. Þar hélt hann því fram að píramídarnir hefðu verið byggðir af þrælum og varð sú kenning afar langlíf, til dæmis sjást gjarnan þrælar vinna baki brotnu að byggingu píramída í kvikmyndum sem eiga að gerast í Egyptalandi til forna. Nú telja fornleifafræðingar frekar að píramídarnir hafi verið byggðir af verkamönnum sem fengu laun eða önnur fríðindi fyrir vinnu sína.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016. Tveir hópar á námskeiðinu sáu um að svara þessari spurningu. Í öðrum hópnum voru Rán og Stella Björg og í hinum Rebekka Rán og Sigrún María. Ritstjórn sameinaði svör hópanna.

...