Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 129 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...
Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901. Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára ...
Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?
Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...
Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?
Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...
Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...
Í hvaða löndum eru konungsríki?
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef h...
Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...
Hvað er átt við þegar talað er um aflandseyjar í tengslum við fjármálastarfsemi? Er þetta nýtt orð?
Orðhlutinn ‚aflands‘ er þarna þýðing á enska orðinu ‚offshore.‘ Það var upphaflega annars vegar haft til dæmis um vind sem stendur af landi (‚offshore wind‘) og við köllum aflands- eða frálandsvind. Hins vegar var enska orðið haft um það sem er á grunnsævi eða skammt undan landi. ‚Offshore islands‘ þýddi þannig up...
Í hvaða löndum er tommukerfið notað?
Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum. Kortið sýnir um það bil hvenær lönd ...
Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?
Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...
Hver er höfuðborg Brúnei?
Brúnei, eða Negara Brunei Darussalam eins og landið kallast formlega, er lítið soldánsdæmi á norðanverðri Borneóeyju. Það er einungis 5.765 km2 að flatarmáli eða um 5,5% af flatarmáli Íslands. Í norðri liggur landið að Suður-Kínahafi en er að öðru leyti umlukið Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Sarawak skiptir ...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?
Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...