Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni?Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á sumum hafsvæðum við Bretlandseyjar hækkað um rúmt prósent. Afleiðingar hitnandi úthafa eru margvíslegar og ekki verður farið út í það hér nema að litlu leyti. Ein þeirra, og sennilega sú sem Íslendingar þekkja best, er að fiskistofnar geta fært sig um set norður eftir, til dæmis mætti nefna flökkustofna eins og makríl (Scomber scombrus). Með breytingum á dreifingarmynstri þessara tegunda fylgja óneitanlega afræningjar. Einn afræningi er túnfiskur sem veiðist nú mun norðar en áður. Einnig eru nokkrar tegundir höfrunga orðnir algengari við Bretlandseyjar og aðrar höfrungategundir hafa sést enn norðar. Sem dæmi má nefna að bæði hundfiskur (Delphinus delphis) og rákahöfrungur (Stenella coeruleoalba) eru nú algengari við norðurhluta Bretlands en fyrir tuttugu árum. Á sama tíma hafa tegundir eins og blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris) og leifturhnýðir ( Lagenorhynchus acutus) orðið sjaldgæfari á þessum slóðum og því sennilega fært sig norðar.

Bláháfur (Prionace glauca) hefur ratað í veiðarfæri íslenskra skipa innan lögsögunnar á undanförnum árum en árið 2014 voru veiddust 470 kg af bláháfi.

Ísland er vel norðan við útbreiðslusvæði hvíthákarlsins (Carcharodon carcharias) og því varla von að hann flækist til landsins.
- Blue shark - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 30.06.2016).
- Great white shark - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 30.06.2016).