Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt:
Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi.
Ránlífi má skilgreina sem það þegar lífvera (afræningi) étur aðra lífveru eða aflar sér orku með því að drepa aðra lífveru. Hér er um að ræða tengsl milli lífvera þegar annar aðilinn hagnast en hinn tapar og er ólíkt meðal annars samlífi, þar sem báðir aðilar hagnast á vistfræðilegum tengslum sín á milli, og gistilífi, þar sem annar hagnast en hinn hvorki hagnast eða tapar.
Sníkjulíf er líka frábrugðið ránlífi. Þar eru tengsl afræningja og þolanda nánari; sníkjudýrið þarf að koma sér fyrir við hýsilinn og afla sér orku úr líkama hans en forðast að draga hann til dauða; dauði hýsils er afar óhagkvæmur fyrir sníkilinn.
Ránlífi er afar útbreitt í dýraríkinu og þau dýr sem því lifa eru af ýmsum stærðum og gerðum. Kunnustu afræningjarnir í okkar augum eru sjálfsagt rándýr og ránfuglar, dýrahópar sem hafa þróað með sér áhrifaríkan vopnabúnað til að afla sér fæðu, svo sem vígtennur og skarpar klær. Ránlífi stunda þó líka jurtaætur; grasbítar á borð við sauðfé éta gras og afla sér því orku með því að éta aðra lífveru. Sumir vistfræðingar hafa þó bent á að grasbítar drepa oft ekki plöntuna heldur bíta aðeins hluta hennar, til dæmis lauf eða ávexti, og haga sér þá eins og sníkjudýr en við látum það liggja milli hluta. Ránlífi er enn fremur útbreitt meðal örvera, svo sem gerla, og jafnvel nokkrar tegundir plantna stunda ránlífi. Þeirra á meðal er flugugrípurinn (Dionaea muscipula) en mynd af honum er hér að neðan.
Flugugrípurinn notar rauða litinn til að laða flugur að sér og fanga þær.
Ránlífi kom að líkindum snemma fram í þróun lífs á jörðinni, fyrir um milljarði ára síðan, og hefur því bæði afræninginn og bráðin þróast til að lagast að því. Því eru grasbítar sléttlendisins afar fótfráir og ýmsir froskar hafa þróað með sér eitur sem gerir þá banvæna fyrir rándýr að éta. Þannig mætti telja upp ótal þætti sem sýna greinilega aðlögun bráðar gegn afráni.
Oftar en ekki birtast afræningjar líka sem bráð annarra afræningja. Þess háttar samband margra lífvera nefnist fæðukeðja eða fæðupíramídi. Til dæmis er skordýr sem nærist á plöntu fæða fyrir lítinn fugl. Fuglinn er fæða snáks, sem lendir loks í klónum á hauki. Haukurinn er því „topprándýrið“ (e. Apex-predator); hann á sér engan afræningja. Önnur dæmi um slík dýr eru ernir, kettir, háhyrningar og jafnvel menn en orkan úr þessum lífverum er nýtt af grotætum eða sundrendum að lokum.
Dæmi um algenga gerð fæðukeðju í lífríkinu.
Í neðsta þrepi fæðukeðjunnar er frumframleiðandinn. Til hans berst orkan frá sólu í fæðukeðjuna og hinir njóta góðs af henni, afræningjar, sem lifa ránlífi, og grotætur, sem lifa rotlífi.
Myndir: