Að minnsta kosti tvær undirtegundir teljast til tegundarinnar Homo sapiens, annars vegar nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens og hins vegar Homo sapiens neanderthalensis (oftast skrifað sem Homo neanderthalensis). Áður var neanderdalsmaðurinn talinn beinn forfaðir nútímamannsins en er nú frekar talinn skyldur honum. Hugsanlegt er að fleiri undirtegundir hafi verið tengdar neanderdalsmanninum og nútímamanninum, og þá einnig kallast sapiens, en margt er enn á huldu um það fólk og of flókið mál að fara út í þá sálma. Líffræðilegur munur á undirtegundunum tveimur, Homo sapiens sapiens og Homo sapiens neanderthalensis, er meðal annars sá að neanderdalsmaðurinn var með stórt höfuð og meira heilarými en áður hafði þekkst, þykk höfðubein og afturhallandi enni. Hann var sterklega vaxinn og lögun handleggsbeina og lærbeina sýna að hann hefur verið mjög vöðvamikill. Neanderdalsmaðurinn var aðlagaður köldu loftslagi og notaði einföld verkfæri. Ekki er vitað með vissu hvort hann gat talað en það er ekki ósennilegt. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Myndir:
Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?
Að minnsta kosti tvær undirtegundir teljast til tegundarinnar Homo sapiens, annars vegar nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens og hins vegar Homo sapiens neanderthalensis (oftast skrifað sem Homo neanderthalensis). Áður var neanderdalsmaðurinn talinn beinn forfaðir nútímamannsins en er nú frekar talinn skyldur honum. Hugsanlegt er að fleiri undirtegundir hafi verið tengdar neanderdalsmanninum og nútímamanninum, og þá einnig kallast sapiens, en margt er enn á huldu um það fólk og of flókið mál að fara út í þá sálma. Líffræðilegur munur á undirtegundunum tveimur, Homo sapiens sapiens og Homo sapiens neanderthalensis, er meðal annars sá að neanderdalsmaðurinn var með stórt höfuð og meira heilarými en áður hafði þekkst, þykk höfðubein og afturhallandi enni. Hann var sterklega vaxinn og lögun handleggsbeina og lærbeina sýna að hann hefur verið mjög vöðvamikill. Neanderdalsmaðurinn var aðlagaður köldu loftslagi og notaði einföld verkfæri. Ekki er vitað með vissu hvort hann gat talað en það er ekki ósennilegt. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Myndir:
Útgáfudagur
30.4.2002
Spyrjandi
Maríanna Jónsdóttir, fædd 1982
Tilvísun
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2348.
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2002, 30. apríl). Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2348
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2348>.