Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýrin eru um 185-235 kg að þyngd.
Leifturhnýðir lifir í Norður-Atlantshafi, annars vegar við norðausturstrendur Bandaríkjannna og hins vegar við austurströnd Grænlands, við Ísland, Færeyjar og strendur Noregs, allt suður til Bretlandseyja.
Rannsóknir á leifurhnýðum úti fyrir ströndum Kanada benda til þess að kvendýrin geti átt fyrstu kálfana þegar þær eru rúmlega 6 ára. Kvendýrið á einn kálf eins og títt er um hvali, eftir 11 mánaða meðgöngu. Kálfurinn er á spena í um 18 mánuði. Kvendýrin eru talin eiga kálfa á 2½ árs fresti að meðaltali. Þegar kálfarnir fæðast eru þeir frá 105 til 120 cm á lengd og vega um 35 kg.
Myndin er fengin af vefsetrinu Whales of the Atlantic.
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?“ Vísindavefurinn, 15. október 2002, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2785.
Jón Már Halldórsson. (2002, 15. október). Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2785
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2002. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2785>.