Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

EDS

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining.

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ríkið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland sem hefur verið þýtt sem Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland.

Það kann að vera ruglandi að hluti af svæðunum sem tilheyra Bretlandi hafa endinguna „land“. Þessi svæði eru hins vegar ekki sjálfstæð ríki nú á dögum og þar með ekki lönd í þeim skilningi sem lögð er í það orð í þessu svari. Bretland er því eitt land.

England, Skotland og Wales eru svæði á eyjunni Stóra-Bretlandi. Ásamt Norður-Írlandi mynda þau ríkið Bretland eða Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland. Bretlandseyjar ná yfir Stóra-Bretland, Írland og nálægar eyjar.

Bretland eða Stóra-Bretland er reyndar líka notað sem þýðing á Britain (eða Great Britain) og á þá við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og jafnframt stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið er notað í þessari merkingu nær það aðeins yfir svæðin England, Skotland og Wales en ekki ríkið allt þar sem hluti þess, Norður-Írland, er á annarri eyju.

Á eyjunni Stóra-Bretlandi voru fleiri en eitt land fyrr á tímum. Á síðari hluta miðalda voru England, Skotland og Wales þrjú lönd eða ríki með mismunandi tungumál og menningu. Wales komst undir ensk yfirráð snemma á 14. öld en rétt fyrir miðja 16. öld var landið sameinað Englandi. Í byrjun 17. aldar komst á konungssamband milli Englands og Skotlands þegar hinn skoski Jakob I varð konungur beggja landa. Rúmum 100 árum seinna (1707) sameinuðust löndin í eitt ríki undir heitinu Stóra-Bretland.

Fjórða svæðið í breska ríkinu í dag, Norður-Írland, varð hluti þess í núverandi mynd snemma á 20. öldinni. Írland laut enskum og síðar breskum yfirráðum um aldir, en árið 1801 var stofnað sameiginlegt konungsríki Bretlands og Írlands. Rúmum 100 árum seinna, eða 1921, fékk Írland sjálfstæði frá Bretum fyrir utan sex sýslur í Ulster á Norður-Írlandi sem áfram tilheyrðu Bretlandi.

Í lokin má nefna að á Bretlandseyjum (British Isles) eru tvö sjálfstæð ríki, Bretland og Írland. Þar eru einnig eyjar sem ekki eru hlutar af ríkinu Bretlandi (United Kingdom) en heyra undir bresku krúnuna, eyjan Mön og Ermasundseyjarnar.

Nánar má lesa um Bretland í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Heimildir og kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.8.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Sólrún Stefánsdóttir, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47543.

EDS. (2008, 15. ágúst). Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47543

EDS. „Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining.

Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ríkið United Kingdom eða United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland sem hefur verið þýtt sem Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland.

Það kann að vera ruglandi að hluti af svæðunum sem tilheyra Bretlandi hafa endinguna „land“. Þessi svæði eru hins vegar ekki sjálfstæð ríki nú á dögum og þar með ekki lönd í þeim skilningi sem lögð er í það orð í þessu svari. Bretland er því eitt land.

England, Skotland og Wales eru svæði á eyjunni Stóra-Bretlandi. Ásamt Norður-Írlandi mynda þau ríkið Bretland eða Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretland og Norður–Írland. Bretlandseyjar ná yfir Stóra-Bretland, Írland og nálægar eyjar.

Bretland eða Stóra-Bretland er reyndar líka notað sem þýðing á Britain (eða Great Britain) og á þá við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og jafnframt stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið er notað í þessari merkingu nær það aðeins yfir svæðin England, Skotland og Wales en ekki ríkið allt þar sem hluti þess, Norður-Írland, er á annarri eyju.

Á eyjunni Stóra-Bretlandi voru fleiri en eitt land fyrr á tímum. Á síðari hluta miðalda voru England, Skotland og Wales þrjú lönd eða ríki með mismunandi tungumál og menningu. Wales komst undir ensk yfirráð snemma á 14. öld en rétt fyrir miðja 16. öld var landið sameinað Englandi. Í byrjun 17. aldar komst á konungssamband milli Englands og Skotlands þegar hinn skoski Jakob I varð konungur beggja landa. Rúmum 100 árum seinna (1707) sameinuðust löndin í eitt ríki undir heitinu Stóra-Bretland.

Fjórða svæðið í breska ríkinu í dag, Norður-Írland, varð hluti þess í núverandi mynd snemma á 20. öldinni. Írland laut enskum og síðar breskum yfirráðum um aldir, en árið 1801 var stofnað sameiginlegt konungsríki Bretlands og Írlands. Rúmum 100 árum seinna, eða 1921, fékk Írland sjálfstæði frá Bretum fyrir utan sex sýslur í Ulster á Norður-Írlandi sem áfram tilheyrðu Bretlandi.

Í lokin má nefna að á Bretlandseyjum (British Isles) eru tvö sjálfstæð ríki, Bretland og Írland. Þar eru einnig eyjar sem ekki eru hlutar af ríkinu Bretlandi (United Kingdom) en heyra undir bresku krúnuna, eyjan Mön og Ermasundseyjarnar.

Nánar má lesa um Bretland í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Heimildir og kort:

...