Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar lifir hnísan?

Jón Már Halldórsson

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þekkingu á líffræði og skyldleika hvala voru hnísur hins vegar flokkaðar í aðskilda ætt, hníshvelaætt (Phocoenidae), ásamt fimm öðrum hnísutegundum. Selhnísan er eini fulltrúi ættarinnar í Norður-Atlantshafi.



Kort sem sýnir útbreiðslusvæði hnísunnar.
(Bjorge and Tolley, 2002; © CMS/ROMS)

Selhnísa finnst í norðlægum kaldtempruðum sjó og skiptist niður í fjórar deilitegundir. Útbreiddasta deilitegundin finnst í norðanverðu Atlantshafi, meðfram vesturströnd Bandaríkjanna frá Norður-Karólínu og norður til Baffinlands, Grænlands og austur til Íslands. Hún finnst einnig við strendur Skandinavíu allt norður í Barentshaf og austur til Nova Semlija norður af Rússlandi. Einnig finnst talsvert af selhnísu við Bretlandseyjar og suður eftir ströndum Vestur-Evrópu allt til Portúgals. Auk þess heldur einangraður stofn sig við strendur vesturhluta Afríku suður til Senegal og er það syðsti hluti útbreiðslu selhnísunnar. Þrjár aðrar deilitegundir selhnísa eru einnig þekktar og eru tvær í norðanverðu Kyrrahafi og ein í Svartahafi.

Talsvert hefur verið unnið að stofnstærðarútreikningum fyrir selhnísur af Norður-Atlantshafsdeilitegundinni. Samkvæmt þeim rannsóknum virðist vera mest um þær í Norðursjó eða allt að 350 þúsund dýr. Rúmlega 67 þúsund dýr voru talin við strendur Maine á austurströnd Bandaríkjanna. Rúmlega 36 þúsund selhnísur hafa fundist við Bretlandseyjar og rúmlega 30 þúsund við Danmörku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hammond P, Benke H, Berggren P, Collet A, Heide Joergensen MP, Heimlich Boran S, Leopold M, Oeien, N. 2001. The distribution and abundance of harbour porpoises and other small cetacean in the North Sea and adjacent waters. ICES, Kaupmannahöfn.
  • Read, AJ. 1999. Harbour porpoise - Phocoena phocoena. Í: Handbook of Marine Mammals, Vol. 6. Ritstj. Ridgway S.H., Harrison S.R. Bls 323 – 356.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.4.2007

Spyrjandi

Arnór Einar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifir hnísan?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6607.

Jón Már Halldórsson. (2007, 24. apríl). Hvar lifir hnísan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6607

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifir hnísan?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6607>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar lifir hnísan?
Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þekkingu á líffræði og skyldleika hvala voru hnísur hins vegar flokkaðar í aðskilda ætt, hníshvelaætt (Phocoenidae), ásamt fimm öðrum hnísutegundum. Selhnísan er eini fulltrúi ættarinnar í Norður-Atlantshafi.



Kort sem sýnir útbreiðslusvæði hnísunnar.
(Bjorge and Tolley, 2002; © CMS/ROMS)

Selhnísa finnst í norðlægum kaldtempruðum sjó og skiptist niður í fjórar deilitegundir. Útbreiddasta deilitegundin finnst í norðanverðu Atlantshafi, meðfram vesturströnd Bandaríkjanna frá Norður-Karólínu og norður til Baffinlands, Grænlands og austur til Íslands. Hún finnst einnig við strendur Skandinavíu allt norður í Barentshaf og austur til Nova Semlija norður af Rússlandi. Einnig finnst talsvert af selhnísu við Bretlandseyjar og suður eftir ströndum Vestur-Evrópu allt til Portúgals. Auk þess heldur einangraður stofn sig við strendur vesturhluta Afríku suður til Senegal og er það syðsti hluti útbreiðslu selhnísunnar. Þrjár aðrar deilitegundir selhnísa eru einnig þekktar og eru tvær í norðanverðu Kyrrahafi og ein í Svartahafi.

Talsvert hefur verið unnið að stofnstærðarútreikningum fyrir selhnísur af Norður-Atlantshafsdeilitegundinni. Samkvæmt þeim rannsóknum virðist vera mest um þær í Norðursjó eða allt að 350 þúsund dýr. Rúmlega 67 þúsund dýr voru talin við strendur Maine á austurströnd Bandaríkjanna. Rúmlega 36 þúsund selhnísur hafa fundist við Bretlandseyjar og rúmlega 30 þúsund við Danmörku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Hammond P, Benke H, Berggren P, Collet A, Heide Joergensen MP, Heimlich Boran S, Leopold M, Oeien, N. 2001. The distribution and abundance of harbour porpoises and other small cetacean in the North Sea and adjacent waters. ICES, Kaupmannahöfn.
  • Read, AJ. 1999. Harbour porpoise - Phocoena phocoena. Í: Handbook of Marine Mammals, Vol. 6. Ritstj. Ridgway S.H., Harrison S.R. Bls 323 – 356.
...