Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega var spurningin svona:
Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?

Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. Það er líkt og guð hafi skapað djöfulinn og gefið honum kjálka.

Þessi tilvitnun er úr Jaws, kvikmynd Stevens Spielbergs frá 1975 um hvíthákarl sem herjaði á fólk úti fyrir strandbæ í Bandaríkjunum.

Margt í þessari lýsingu á vel við hvíthákarlinn eða hvítháfinn (Carcharodon carcharias) eins og hann er einnig nefndur. Hvíthákarlinn er um margt sérstakur. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær hann kom fram á sjónarsviðið en hann er forn skepna. Margar tegundir frá miðlífsöld höfðu líklega sambærilegt svipmót og útlit og hvítháfurinn.

Hvítháfurinn er eina eftirlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslarinnar og stærstur svokallaðra ránhákarla. Hann getur orðið rúmir 6 metrar á lengd og vegið allt að 2 tonn.

Hvíthákarlar finnast á grunnsævi um allan heim þar sem sjávarhitinn er á bilinu 12-30°C. Þeir er þó algengari á ákveðnum svæðum en öðrum, svo sem á grunnsævi undan ströndum suður Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu, beggja megin við Mexíkó, í Miðjarðarhafi og í Adríahafi.



Heimkynni hvíthákarla.

Hvíthákarlar eru miklir flakkarar. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós að hvíthákarlar sem lifa úti fyrir Baja Kaliforníu í Mexíkó flakka til Hawaii þar sem þeir dvelja í um 100 daga áður en þeir snúa aftur austur á bóginn til Baja. Með rafeindamerkjum sem sett voru á nokkur dýr var hægt að skoða atferli þeirra á sundi. Þá kom í ljós að á ferðalaginu austur að meginlandi Norður-Ameríku synda hvítháfar hægt og kafa reglulega niður á allt að 900 metra dýpi. Þegar þeir komast á leiðarenda breytist atferli þeirra, þeir kafa ekki eins mikið og fara í mesta lagi niður á 300 metra dýpi í um 10 mínútur.

Hvíthákarlar sem lifa við Suður-Afríku sýna svipaða fartilhneigingu en þeir synda um 20 þúsund km leið austur til Ástralíu og aftur til baka á níu mánaða tímabili. Vísindamenn eru ekki vissir um ástæður þessara ferða hvíthákarlanna en sennilega á æxlun og/eða fæða þar stóran hlut að máli.

Frjóvgun hvítháfa fer fram innvortis og klekjast eggin í legi kvendýrsins eins og hjá öðrum tegundum innan hámeraættar (Lamnidae). Þegar ungviðið klekst út er það rúmlega 110 cm á lengd og venjulega eru fimm til tíu hákarlar í hverju klaki. Ungviðið nærist á ófrjóvguðum eggjum í leginu meðan á meðgöngu stendur en ekki hafa fundist beinar sannanir fyrir því að þau éti hvert annað.

Gotið á sér sennilega stað seint á vorin eða snemma á sumrin og er ungviðið þá á bilinu 130-150 cm á lengd. Strax við got er ungviðið fullfært um að veiða sjálft smærri fiska enda komið með tiltölulega öflugar tennur. Móðirin skiptir sér ekkert af afkvæmunum eftir að þau eru komin í heiminn. Ungviðið vex hratt fyrsta árið og er venjulega orðið rúmlega tveir metrar eftir fyrsta árið. Það er sennilega breytilegt eftir kyni hvenær hvíthákarlar verða kynþroska, karldýrin við 8-9 ára aldur, þá um 3,8 metrar að lengd en kvendýrin við 12-15 ára aldur, þá um 5 metrar að lengd.

Hvíthákarl (Carcharodon carcharias.)

Veiðiaðferðir hvíthákarla eru einstakar meðal hákarla eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er veiðitækni hvíthákarlsins? Til dæmis geta þeir ráðist á sæljón neðan frá með slíkum krafti að þeir kastast upp úr sjónum með bráðina í skoltinum.

Hvíthákarlar virðist beita sjón ekki síður en þefskyni við fæðuöflun og kann það að vera skýringin á því að þeir ráðast á brimbrettafólk, en brimbretti eru að mörgu leyti lík sæljónum séð neðan frá. Hvíthákarlar eru afar sérstakir að því leyti að þeir fara með hausinn upp úr vatninu líkt og háhyrningar og horfa í kringum sig. Þetta styður það að þeir beiti sjónskynjun þegar þeir leita að fæðu, en hvítháfurinn er eini núlifandi hárkarlinn sem sýnir þetta atferli. Önnur skynfæri svo sem rafskynjun og heyrn eru einnig afar vel þróuð hjá hvíthákarlinum.

Hvíthákarlar eru tækifærissinnar í fæðuvali og ráðast á allt sem þeir telja sig ráða við, sem er flest allt sem syndir í sjónum nema stærstu hvalir. Þrátt fyrir slæmt orðspor ráðast þeir sjaldan á menn. Frá því skráning á árásum hvíthákarla á menn hófst árið 1876 er vitað um 232 tilefnislausar árásir, þar af 63 banvænar. Sennilega eru fjölmargar árásir óskráðar, til dæmis var ekki óalgengt að sjóhraktir skipbrotsmenn á styrjaldartímum yrðu fyrir hákarlaárásum og hefur sumum þeirra örugglega lokið með því að enginn var til frásagnar. Flestar þeirra árása sem vitað er um hafa orðið undan Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna eða 88 talsins, og viðstrandsjó Suður-Afríku er vitað um 46 árásir. Í svarinu Éta allir hákarlar fólk? má lesa meira um árásir hákarla á menn.

Sportveiðar eru sennilega helsta ógnin sem steðjar að hvíthákarlinum en þær hafa farið vaxandi á undanförnum áratugum. Umtalsverðar hákarlaveiðar eru stundaðar víða um höf vegna ugganna sem þykja lostæti í austanverðri Asíu. Þar sem hvíthákarlinn er hægvaxta skepna og verður kynþroska seint er hætta á því að hann þoli verr mikið veiðiálag en flestar aðrar hákarlategundir.

Að mönnum undanskildum eiga hvíthákarlar fáa óvini enda eru þeir efstir í fæðukeðjunni. Þó eru heimildir fyrir því að háhyrningar ráðist á hvíthákarla auk þess sem stærri hákarlar ráðast á unga hvíthákarla á ýmsum stigum í uppvexti þeirra.

Ekki er vitað hve stór alheimsstofn hvíthákarla er en vísindamenn hafa metið stofnstærðina á ýmsum afmörkuðum svæðum svo sem við Kaliforníu. Talið er að aðeins um 100 fullorðin dýr haldi þar til að minnsta kosti hluta úr ári.

Heimildir og myndir:
  • Francis, M. P., 1996. Observations on a pregnant white shark with a review of reproductive biology. Í: A. P. Klimley og D. G. Ainley (ritstj.), Great White Sharks. The Biology of Carcharodon carcharias. Academic Press, San Diego, bls. 157-172.
  • Strong, W. R., 1996. A study of shape discrimination and visual predatory tactics in white sharks. Í: A. P. Klimley og D. G. Ainley (ritstj.), Great White Sharks. The Biology of Carcharodon carcharias. Academic Press, San Diego, bls. 229-240.
  • Ichthyology at the Florida Museum of Natural History
  • Great White Shark - Flickr.com. (Sótt 4.5.2022).


Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um hvítháfa og aðra hákarla. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða nota leitarvél Vísindavefsins.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.5.2007

Síðast uppfært

4.5.2022

Spyrjandi

Rut Guðnadóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6643.

Jón Már Halldórsson. (2007, 18. maí). Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6643

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6643>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?
Upprunalega var spurningin svona:

Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?

Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. Það er líkt og guð hafi skapað djöfulinn og gefið honum kjálka.

Þessi tilvitnun er úr Jaws, kvikmynd Stevens Spielbergs frá 1975 um hvíthákarl sem herjaði á fólk úti fyrir strandbæ í Bandaríkjunum.

Margt í þessari lýsingu á vel við hvíthákarlinn eða hvítháfinn (Carcharodon carcharias) eins og hann er einnig nefndur. Hvíthákarlinn er um margt sérstakur. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvenær hann kom fram á sjónarsviðið en hann er forn skepna. Margar tegundir frá miðlífsöld höfðu líklega sambærilegt svipmót og útlit og hvítháfurinn.

Hvítháfurinn er eina eftirlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslarinnar og stærstur svokallaðra ránhákarla. Hann getur orðið rúmir 6 metrar á lengd og vegið allt að 2 tonn.

Hvíthákarlar finnast á grunnsævi um allan heim þar sem sjávarhitinn er á bilinu 12-30°C. Þeir er þó algengari á ákveðnum svæðum en öðrum, svo sem á grunnsævi undan ströndum suður Ástralíu, við Suður-Afríku, Kaliforníu, beggja megin við Mexíkó, í Miðjarðarhafi og í Adríahafi.



Heimkynni hvíthákarla.

Hvíthákarlar eru miklir flakkarar. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós að hvíthákarlar sem lifa úti fyrir Baja Kaliforníu í Mexíkó flakka til Hawaii þar sem þeir dvelja í um 100 daga áður en þeir snúa aftur austur á bóginn til Baja. Með rafeindamerkjum sem sett voru á nokkur dýr var hægt að skoða atferli þeirra á sundi. Þá kom í ljós að á ferðalaginu austur að meginlandi Norður-Ameríku synda hvítháfar hægt og kafa reglulega niður á allt að 900 metra dýpi. Þegar þeir komast á leiðarenda breytist atferli þeirra, þeir kafa ekki eins mikið og fara í mesta lagi niður á 300 metra dýpi í um 10 mínútur.

Hvíthákarlar sem lifa við Suður-Afríku sýna svipaða fartilhneigingu en þeir synda um 20 þúsund km leið austur til Ástralíu og aftur til baka á níu mánaða tímabili. Vísindamenn eru ekki vissir um ástæður þessara ferða hvíthákarlanna en sennilega á æxlun og/eða fæða þar stóran hlut að máli.

Frjóvgun hvítháfa fer fram innvortis og klekjast eggin í legi kvendýrsins eins og hjá öðrum tegundum innan hámeraættar (Lamnidae). Þegar ungviðið klekst út er það rúmlega 110 cm á lengd og venjulega eru fimm til tíu hákarlar í hverju klaki. Ungviðið nærist á ófrjóvguðum eggjum í leginu meðan á meðgöngu stendur en ekki hafa fundist beinar sannanir fyrir því að þau éti hvert annað.

Gotið á sér sennilega stað seint á vorin eða snemma á sumrin og er ungviðið þá á bilinu 130-150 cm á lengd. Strax við got er ungviðið fullfært um að veiða sjálft smærri fiska enda komið með tiltölulega öflugar tennur. Móðirin skiptir sér ekkert af afkvæmunum eftir að þau eru komin í heiminn. Ungviðið vex hratt fyrsta árið og er venjulega orðið rúmlega tveir metrar eftir fyrsta árið. Það er sennilega breytilegt eftir kyni hvenær hvíthákarlar verða kynþroska, karldýrin við 8-9 ára aldur, þá um 3,8 metrar að lengd en kvendýrin við 12-15 ára aldur, þá um 5 metrar að lengd.

Hvíthákarl (Carcharodon carcharias.)

Veiðiaðferðir hvíthákarla eru einstakar meðal hákarla eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hver er veiðitækni hvíthákarlsins? Til dæmis geta þeir ráðist á sæljón neðan frá með slíkum krafti að þeir kastast upp úr sjónum með bráðina í skoltinum.

Hvíthákarlar virðist beita sjón ekki síður en þefskyni við fæðuöflun og kann það að vera skýringin á því að þeir ráðast á brimbrettafólk, en brimbretti eru að mörgu leyti lík sæljónum séð neðan frá. Hvíthákarlar eru afar sérstakir að því leyti að þeir fara með hausinn upp úr vatninu líkt og háhyrningar og horfa í kringum sig. Þetta styður það að þeir beiti sjónskynjun þegar þeir leita að fæðu, en hvítháfurinn er eini núlifandi hárkarlinn sem sýnir þetta atferli. Önnur skynfæri svo sem rafskynjun og heyrn eru einnig afar vel þróuð hjá hvíthákarlinum.

Hvíthákarlar eru tækifærissinnar í fæðuvali og ráðast á allt sem þeir telja sig ráða við, sem er flest allt sem syndir í sjónum nema stærstu hvalir. Þrátt fyrir slæmt orðspor ráðast þeir sjaldan á menn. Frá því skráning á árásum hvíthákarla á menn hófst árið 1876 er vitað um 232 tilefnislausar árásir, þar af 63 banvænar. Sennilega eru fjölmargar árásir óskráðar, til dæmis var ekki óalgengt að sjóhraktir skipbrotsmenn á styrjaldartímum yrðu fyrir hákarlaárásum og hefur sumum þeirra örugglega lokið með því að enginn var til frásagnar. Flestar þeirra árása sem vitað er um hafa orðið undan Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna eða 88 talsins, og viðstrandsjó Suður-Afríku er vitað um 46 árásir. Í svarinu Éta allir hákarlar fólk? má lesa meira um árásir hákarla á menn.

Sportveiðar eru sennilega helsta ógnin sem steðjar að hvíthákarlinum en þær hafa farið vaxandi á undanförnum áratugum. Umtalsverðar hákarlaveiðar eru stundaðar víða um höf vegna ugganna sem þykja lostæti í austanverðri Asíu. Þar sem hvíthákarlinn er hægvaxta skepna og verður kynþroska seint er hætta á því að hann þoli verr mikið veiðiálag en flestar aðrar hákarlategundir.

Að mönnum undanskildum eiga hvíthákarlar fáa óvini enda eru þeir efstir í fæðukeðjunni. Þó eru heimildir fyrir því að háhyrningar ráðist á hvíthákarla auk þess sem stærri hákarlar ráðast á unga hvíthákarla á ýmsum stigum í uppvexti þeirra.

Ekki er vitað hve stór alheimsstofn hvíthákarla er en vísindamenn hafa metið stofnstærðina á ýmsum afmörkuðum svæðum svo sem við Kaliforníu. Talið er að aðeins um 100 fullorðin dýr haldi þar til að minnsta kosti hluta úr ári.

Heimildir og myndir:
  • Francis, M. P., 1996. Observations on a pregnant white shark with a review of reproductive biology. Í: A. P. Klimley og D. G. Ainley (ritstj.), Great White Sharks. The Biology of Carcharodon carcharias. Academic Press, San Diego, bls. 157-172.
  • Strong, W. R., 1996. A study of shape discrimination and visual predatory tactics in white sharks. Í: A. P. Klimley og D. G. Ainley (ritstj.), Great White Sharks. The Biology of Carcharodon carcharias. Academic Press, San Diego, bls. 229-240.
  • Ichthyology at the Florida Museum of Natural History
  • Great White Shark - Flickr.com. (Sótt 4.5.2022).


Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um hvítháfa og aðra hákarla. Hægt er að finna þau með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða nota leitarvél Vísindavefsins....