Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?

Jón Már Halldórsson

Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi eru til um stærri dýr). Í hvíthákarlinum kemur saman í senn mikil stærð og geysilegur styrkur og árásargirnd. Þetta gerir hann að bæði sérstakri og áhrifamikilli drápsvél sem heillaði meðal annars bandaríska kvikmyndagerðamanninn Steven Spielberg sem gerði um hann eina af sínum frægustu kvikmyndum, Jaws, um miðjan áttunda áratuginn.

Veiðiaðferðir hvíthákarlsins eru einstakar meðal hákarla. Hann syndir undir væntanlega bráð sína og kemur henni á óvart með snöggri árás á kvið hennar. Eftir að hákarlinn hefur náð að sökkva tönnunum í hold bráðarinnar hristir hann hausinn til hliðar í þeim tilgangi að skaða fórnarlambið sem mest. Eftir þessar aðfarir syndir hann burt og lætur hina deyjandi bráð blæða hægt út þangað til hann snýr sér aftur að henni og étur hana.

Hvíthákarlar eru einnig hræætur. Framan á dýrinu eru öflug skynfæri; rétt fyrir ofan munninn eru tvö göt sem hafa það hlutverk að skynja uppleystar agnir á borð við blóðsameindir í vatnsmassanum. Þessar holur eru alsettar skynfrumum að innan sem senda boð til heilans. Annað skynfæri og öllu sérhæfðara er hin svokallaða Lorenzini-biða. Að utan kemur þetta skynfæri fyrir sjónir sem litlir svartir blettir fremst á snoppu dýrsins. Hlutverk þess er að skynja mjög vægar rafsegulbylgjur sem önnur dýr gefa frá sér. Bæði þessi skynfæri hjálpa hákörlum að finna bráð á mjög stóru svæði.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Hvað getur hákarl orðið gamall?
Sofa hákarlar og hvalir?
Hvernig flokkast hvíthákarl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvíthákarlinn undan ströndum Suður-Afríku hefur þróað með sér veiðitækni sem sjaldséð er meðal svo stórra fiska. Hver er hún?


Mynd: University of California, Berkeley, Steingervingafræðisafn

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2001

Spyrjandi

Holger Sæmundsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1324.

Jón Már Halldórsson. (2001, 7. febrúar). Hver er veiðitækni hvíthákarlsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1324

Jón Már Halldórsson. „Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1324>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?
Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi eru til um stærri dýr). Í hvíthákarlinum kemur saman í senn mikil stærð og geysilegur styrkur og árásargirnd. Þetta gerir hann að bæði sérstakri og áhrifamikilli drápsvél sem heillaði meðal annars bandaríska kvikmyndagerðamanninn Steven Spielberg sem gerði um hann eina af sínum frægustu kvikmyndum, Jaws, um miðjan áttunda áratuginn.

Veiðiaðferðir hvíthákarlsins eru einstakar meðal hákarla. Hann syndir undir væntanlega bráð sína og kemur henni á óvart með snöggri árás á kvið hennar. Eftir að hákarlinn hefur náð að sökkva tönnunum í hold bráðarinnar hristir hann hausinn til hliðar í þeim tilgangi að skaða fórnarlambið sem mest. Eftir þessar aðfarir syndir hann burt og lætur hina deyjandi bráð blæða hægt út þangað til hann snýr sér aftur að henni og étur hana.

Hvíthákarlar eru einnig hræætur. Framan á dýrinu eru öflug skynfæri; rétt fyrir ofan munninn eru tvö göt sem hafa það hlutverk að skynja uppleystar agnir á borð við blóðsameindir í vatnsmassanum. Þessar holur eru alsettar skynfrumum að innan sem senda boð til heilans. Annað skynfæri og öllu sérhæfðara er hin svokallaða Lorenzini-biða. Að utan kemur þetta skynfæri fyrir sjónir sem litlir svartir blettir fremst á snoppu dýrsins. Hlutverk þess er að skynja mjög vægar rafsegulbylgjur sem önnur dýr gefa frá sér. Bæði þessi skynfæri hjálpa hákörlum að finna bráð á mjög stóru svæði.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum:

Hvað getur hákarl orðið gamall?
Sofa hákarlar og hvalir?
Hvernig flokkast hvíthákarl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvíthákarlinn undan ströndum Suður-Afríku hefur þróað með sér veiðitækni sem sjaldséð er meðal svo stórra fiska. Hver er hún?


Mynd: University of California, Berkeley, Steingervingafræðisafn

...