Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Margt er á huldu varðandi ýmsa þætti í líffræði hákarla, þar á meðal um hámarksaldur þeirra. Til eru yfir 300 tegundir af hákörlum og er hámarksaldur þeirra allbreytilegur. Þó telja vísindamenn að stærri tegundir hákarla geti náð mjög háum aldri.
Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurinn (Rhiniodon typus) geti náð 100-150 ára aldri. Hinn alræmdi hvítháfur (Carcharodon carcharias) getur líklega einnig náð yfir 100 ára aldri en sá aldur hefur ekki verið staðfestur.
Sennilega ná minni tegundir hákarla ekki eins háum aldri. Háfurinn (Squalus acanthias) er lítill hákarl sem lifir í hlýjum sjó og verður venjulegast um 1 metri á lengd. Vísindamenn telja að þessi tegund geti náð 30 til 70 ára aldri. Dæmi eru um að skeggháfur (Ginglymostoma cirratum) hafi lifað í búri í 25 ár.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur hákarl orðið gamall?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1024.
Jón Már Halldórsson. (2000, 24. október). Hvað getur hákarl orðið gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1024
Jón Már Halldórsson. „Hvað getur hákarl orðið gamall?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1024>.