
Blágrýti er útbreitt á austurströnd Grænlands og einnig á Bretlandseyjum. Basaltkvika gubbaðist upp í miklu magni á jaðra meginlandanna þegar Grænland skildist frá Skandinavíu og Bretlandseyjum fyrir um 55 milljón árum. Myndin sýnir blágrýti á austurströnd Grænlands.
Þetta svar er fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi. Kortið er einnig af síðu Haraldar og fær Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur bestu þakkir við aðstoð við að íslenska textann á því. Mynd:
- File:Greenland-plateau-basalt hg.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16.02.2015).