Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901.

Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára gömul, var hún krýnd Bretadrottning og tók við krúnunni af frænda sínum Vilhjálmi IV. Þremur árum seinna, 1840 giftist hún frænda sínum Alberti prins af Saxe-Coburg og Gotha. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau níu börn. Albert prins varð hins vegar ekki mjög langlífur því hann lést árið 1861 aðeins 42 ára að aldri. Viktoría lifði mann sinn í 40 ár og lést árið 1901.

Viktoría drottning ríkti í 63 ár og 7 mánuði. Þetta var blómlegt tímabil í sögu Bretlands, nýlenduveldi þeirra náði hámarki á þessum tíma og iðnbyltingin með öllum þeim áhrifum sem henni fylgdu var komin á fullt skrið.

Miklar framfarir urðu í samgöngumálum og var 19. öldin tími gufuknúinna farartækja. Mikið af frægum mannvirkjum voru reist á Viktoríutímanum, má þar nefna tónleikahúsið Royal Albert Hall sem kennt er við Albert prins, Breska safnið eða British Museum, þinghúsið Palace of Westminster eða Houses of Parliament, hina frægu verslun Harrods og King’s Cross-brautarstöðina svo aðeins séu tekin örfá dæmi.

Af frægum vísinda- og fræðimönnum Viktoríutímans má nefna Charles Darwin (1809-1882) sem varla þarf að kynna nánar, efna- og eðlisfræðinginn Michael Faraday (1791-1867) sem meðal annars rannsakaði eiginleika rafmagns, jarðfræðinginn Charles Lyell (1797-1875) sem mótaði aðra af meginkennisetningum jarðfræðinnar („Nútíminn er lykillinn að fortíðinni“) og félagsfræðinginn og heimspekinginn Herbert Spencer (1820-1903).

Margir af þekktari rithöfundum Breta sátu líka við skriftir á tímum Viktoríu drottningar. Þeirra á meðal voru Charles Dickens (1812-1870) höfundur Óliver Twist og margra annarra frægra verka, Brontë systurnar Charlotte (1816-1855), Emily (1818-1848) og Anne (1820-1849), Robert Louis Stevenson (1850-1894) sem skrifaði Gulleyjuna, Arthur Conan Doyle (1859-1930) sem kynnti Sherlock Holmes til sögunnar og Oscar Wilde (1854-1900) sem meðal annars skrifaði Myndina af Dorian Gray.

Á Netinu má finna ýmsar síður sem fjalla um Viktoríutímabilið og geta áhugasamir lesendur (sem lesa ensku) kynnst sér þetta tímabil í sögu Breta nánar með því að skoða þær. Til dæmis má benda á The Victorian Web þar sem finna má heilmikinn fróðleik um tækni og vísindi, listir, stjórnmálasögu og margt fleira. Einnig má benda á Victorian fashion á Wikipediu þar sem meðal annars má sjá strauma og stefnur í tísku á 19. öld.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju er Viktoríutímabilið kallað Viktoríutímabil ?
  • Geturðu sagt mér um einhver vísinda- og tækniafrek 19. aldar?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2009

Síðast uppfært

29.5.2017

Spyrjandi

Magndís Anna Arnarsdóttir, Inga Björk, Helga Sævarsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51936.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 1. apríl). Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51936

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51936>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901.

Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára gömul, var hún krýnd Bretadrottning og tók við krúnunni af frænda sínum Vilhjálmi IV. Þremur árum seinna, 1840 giftist hún frænda sínum Alberti prins af Saxe-Coburg og Gotha. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau níu börn. Albert prins varð hins vegar ekki mjög langlífur því hann lést árið 1861 aðeins 42 ára að aldri. Viktoría lifði mann sinn í 40 ár og lést árið 1901.

Viktoría drottning ríkti í 63 ár og 7 mánuði. Þetta var blómlegt tímabil í sögu Bretlands, nýlenduveldi þeirra náði hámarki á þessum tíma og iðnbyltingin með öllum þeim áhrifum sem henni fylgdu var komin á fullt skrið.

Miklar framfarir urðu í samgöngumálum og var 19. öldin tími gufuknúinna farartækja. Mikið af frægum mannvirkjum voru reist á Viktoríutímanum, má þar nefna tónleikahúsið Royal Albert Hall sem kennt er við Albert prins, Breska safnið eða British Museum, þinghúsið Palace of Westminster eða Houses of Parliament, hina frægu verslun Harrods og King’s Cross-brautarstöðina svo aðeins séu tekin örfá dæmi.

Af frægum vísinda- og fræðimönnum Viktoríutímans má nefna Charles Darwin (1809-1882) sem varla þarf að kynna nánar, efna- og eðlisfræðinginn Michael Faraday (1791-1867) sem meðal annars rannsakaði eiginleika rafmagns, jarðfræðinginn Charles Lyell (1797-1875) sem mótaði aðra af meginkennisetningum jarðfræðinnar („Nútíminn er lykillinn að fortíðinni“) og félagsfræðinginn og heimspekinginn Herbert Spencer (1820-1903).

Margir af þekktari rithöfundum Breta sátu líka við skriftir á tímum Viktoríu drottningar. Þeirra á meðal voru Charles Dickens (1812-1870) höfundur Óliver Twist og margra annarra frægra verka, Brontë systurnar Charlotte (1816-1855), Emily (1818-1848) og Anne (1820-1849), Robert Louis Stevenson (1850-1894) sem skrifaði Gulleyjuna, Arthur Conan Doyle (1859-1930) sem kynnti Sherlock Holmes til sögunnar og Oscar Wilde (1854-1900) sem meðal annars skrifaði Myndina af Dorian Gray.

Á Netinu má finna ýmsar síður sem fjalla um Viktoríutímabilið og geta áhugasamir lesendur (sem lesa ensku) kynnst sér þetta tímabil í sögu Breta nánar með því að skoða þær. Til dæmis má benda á The Victorian Web þar sem finna má heilmikinn fróðleik um tækni og vísindi, listir, stjórnmálasögu og margt fleira. Einnig má benda á Victorian fashion á Wikipediu þar sem meðal annars má sjá strauma og stefnur í tísku á 19. öld.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju er Viktoríutímabilið kallað Viktoríutímabil ?
  • Geturðu sagt mér um einhver vísinda- og tækniafrek 19. aldar?

    ...