Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga.

Hamskipti geta verið tvenns konar. Annars vegar getur persóna breytt sjálfviljug um ham og er það algengt í goðsögum. Margar sögur eru til af því þegar goðmögn breyta sér í ýmiss dýr eftir hentugleika og geta síðan breytt sér aftur í upprunalegt form. Þegar Óðinn stelur skáldskaparmiðinum bjargar hann sér til dæmis á flótta með því að breyta sér í fugl. Þegar heim í Ásgarð er komið kastar hann fuglshamnum og verður samur á ný.

Séu hamskiptin hins vegar álög er ekki hægt að snúa aftur í upprunalegt form nema eitthvað mikið komi til og er þessi tegund hamskipta algeng í þjóðsögum. Froskurinn, sem er prins í álögum, losnar ekki undan hamnum nema prinsessa kyssi hann. Prinsinn valdi sér ekki froskbúninginn sjálfur og getur heldur ekki losnað úr honum upp á eigin spýtur.

Hamskiptin eru eitt frægasta verk Franz Kafka (1883-1924). Þar segir frá Gregor Samsa sem vaknar upp einn dag við vondan draum og er þá orðinn að risavaxinni bjöllu. Hann veit ekki hvers vegna þessi hamskipti hafa átt sér stað og það kemur aldrei í ljós í sögunni en hægt er að túlka þau á ýmsa vegu, til dæmis með tilliti til útskúfunar eða einsemdar. Líf Gregors Samsa og fjölskyldu hans breytist við hamskiptin og þarf heimilisfólk að laga sig að breyttum veruleika. Það gengur hins vegar illa og að endingu er Gregor Samsa útskúfaður og deyr í einsemd.

Tvífaraminni er líkt og hamskiptin, mjög algengt í bókmenntum og kemur fram í mörgum tegundum bókmenntanna. Persóna sem á sér tvífara, eða doppelgänger eins og það er líka oft kallað, er tvöföld. Tvífarinn þarf hins vegar ekki að vera nákvæmlega eins og frummyndin. Útlitslega getur þeim svipað til hvors annars en innrætið er yfirleitt allt öðruvísi. Tvífarinn getur líka komið fram sem vofa eða fylgja, eins og þekkt er í þjóðsögum, eða jafnvel sem hrein og klár andstæða persónunnar, spegluð útgáfa hennar.

Sagan af Dr. Jekyll og Herra Hyde eftir Robert Louis Stevenson (1850-1894) byggir á tvífaraminninu. Dr. Jekyll og Herra Hyde eru tvær andstæðar hliðar á sömu manneskjunni sem takast á. Dr. Jekyll sýnir góðu hliðina, en þegar Herra Hyde losnar úr læðingi fremur hann mörg illvirki sem Dr. Jekyll mundi aldrei leyfa sér að gera.

Í Myndinni af Dorian Gray eftir Oscar Wilde (1854-1900) má segja að fram komi bæði tvífarar og hamskipti. Í bókinni skiptist aðalpersónan í tvær ólíkar persónur. Frummyndin heldur engilfögru útliti sinu hvað sem á gengur, en málverkið breytist eftir því sem innræti frummyndarinnar breytist. Þannig verður málaða andlitið sífellt ljótara og illilegra eftir því sem innræti hins raunverulega Dorians Gray verður hryllilegra.

Málverkið er þannig tvífari Dorians Gray og sýnir aðrar hliðar heldur en frummyndin. Málverkið breytist hins vegar með tímanum í útliti, án þess að innrætið breytist, og þess vegna mætti kannski segja að málverkið hafi hamskipti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

21.12.2006

Spyrjandi

Bjarni Klemenz

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6445.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2006, 21. desember). Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6445

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6445>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?
Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga.

Hamskipti geta verið tvenns konar. Annars vegar getur persóna breytt sjálfviljug um ham og er það algengt í goðsögum. Margar sögur eru til af því þegar goðmögn breyta sér í ýmiss dýr eftir hentugleika og geta síðan breytt sér aftur í upprunalegt form. Þegar Óðinn stelur skáldskaparmiðinum bjargar hann sér til dæmis á flótta með því að breyta sér í fugl. Þegar heim í Ásgarð er komið kastar hann fuglshamnum og verður samur á ný.

Séu hamskiptin hins vegar álög er ekki hægt að snúa aftur í upprunalegt form nema eitthvað mikið komi til og er þessi tegund hamskipta algeng í þjóðsögum. Froskurinn, sem er prins í álögum, losnar ekki undan hamnum nema prinsessa kyssi hann. Prinsinn valdi sér ekki froskbúninginn sjálfur og getur heldur ekki losnað úr honum upp á eigin spýtur.

Hamskiptin eru eitt frægasta verk Franz Kafka (1883-1924). Þar segir frá Gregor Samsa sem vaknar upp einn dag við vondan draum og er þá orðinn að risavaxinni bjöllu. Hann veit ekki hvers vegna þessi hamskipti hafa átt sér stað og það kemur aldrei í ljós í sögunni en hægt er að túlka þau á ýmsa vegu, til dæmis með tilliti til útskúfunar eða einsemdar. Líf Gregors Samsa og fjölskyldu hans breytist við hamskiptin og þarf heimilisfólk að laga sig að breyttum veruleika. Það gengur hins vegar illa og að endingu er Gregor Samsa útskúfaður og deyr í einsemd.

Tvífaraminni er líkt og hamskiptin, mjög algengt í bókmenntum og kemur fram í mörgum tegundum bókmenntanna. Persóna sem á sér tvífara, eða doppelgänger eins og það er líka oft kallað, er tvöföld. Tvífarinn þarf hins vegar ekki að vera nákvæmlega eins og frummyndin. Útlitslega getur þeim svipað til hvors annars en innrætið er yfirleitt allt öðruvísi. Tvífarinn getur líka komið fram sem vofa eða fylgja, eins og þekkt er í þjóðsögum, eða jafnvel sem hrein og klár andstæða persónunnar, spegluð útgáfa hennar.

Sagan af Dr. Jekyll og Herra Hyde eftir Robert Louis Stevenson (1850-1894) byggir á tvífaraminninu. Dr. Jekyll og Herra Hyde eru tvær andstæðar hliðar á sömu manneskjunni sem takast á. Dr. Jekyll sýnir góðu hliðina, en þegar Herra Hyde losnar úr læðingi fremur hann mörg illvirki sem Dr. Jekyll mundi aldrei leyfa sér að gera.

Í Myndinni af Dorian Gray eftir Oscar Wilde (1854-1900) má segja að fram komi bæði tvífarar og hamskipti. Í bókinni skiptist aðalpersónan í tvær ólíkar persónur. Frummyndin heldur engilfögru útliti sinu hvað sem á gengur, en málverkið breytist eftir því sem innræti frummyndarinnar breytist. Þannig verður málaða andlitið sífellt ljótara og illilegra eftir því sem innræti hins raunverulega Dorians Gray verður hryllilegra.

Málverkið er þannig tvífari Dorians Gray og sýnir aðrar hliðar heldur en frummyndin. Málverkið breytist hins vegar með tímanum í útliti, án þess að innrætið breytist, og þess vegna mætti kannski segja að málverkið hafi hamskipti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...