Það er sagt að sumir selir séu menn í álögum og að á ákveðnum degi þá losni þeir úr líkama selsins. Getið þið sagt mér eitthvað um þetta?Víða um heim er talsverð hjátrú sem tengd er selum með einum eða öðrum hætti. Mönnum þykir skepnan falleg, einkum skinn hennar og augu. Oft hefur selum þótt svipa til manna, sérstaklega höfuðlag þeirra, og sagt er að selurinn hafi mannsaugu. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að í þjóðtrúnni fer ýmsum sögum af því að selir séu menn í álögum eða framliðið fólk. Í þjóðtrú Grænlendinga og annarra selveiðiþjóða skipar selurinn sérstakan sess og þær óskráðu reglur sem gilda um selveiðar og meðferð selsins draga dám af þessari þjóðtrú. Í Færeyjum er til sú trú að selir séu fólk sem hefur fyrirfarið sér í sjó eða drukknað af öðrum ástæðum. Þar í landi hafa því margir haft illan bifur á selveiðum. Færeyingar veiða í rauninni afar lítið af sel hvort sem þjóðtrúin ræður þar nokkru um eða ekki. Hér á landi fylgir selnum talsverð þjóðtrú. Margir þekkja söguna af því þegar Sæmundur fróði (1056-1133) fór heim úr Svartaskóla og lét kölska breyta sér í sel og synda með sig til Íslands. Vilji menn lesa meira um Sæmund er þeim bent á svar Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Annars segir þjóðsagan um uppruna sela að þeir séu hermenn Faraós. Þeir drukknuðu í Rauðahafinu er þeir hugðust elta Móses þegar hann leiddi Ísraelsmenn þurrum fótum yfir hafið á flótta frá Egyptalandi, sem kunnugt er af frásögum Biblíunnar. Hermennirnir urðu allir að selum en hundar sem þeim fylgdu urðu að steinbítum.
Mér er um og ó, ein af fólki Faraó, á sjö börn í sjó og sjö á landi þó.Að svo mæltu stakk hún sér í sjóinn og sneri ekki aftur. En þegar börn bónda voru síðar að leik í fjörunni sást selur synda skammt frá landi og segja sumir að hann hafi kastað leikföngum til barnanna. Bóndinn varð hins vegar aldrei samur eftir þetta og dó að lokum af harmi (sbr. Sigfús Sigfússon: Ísl. þjóðs. IV, 187-188). Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða? eftir Gísla Sigurðsson.
- Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir? eftir Símon Jón Jóhannsson.
- Hvernig verður manni ekki um sel? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Sigfús Sigfússon. 1984—1993. Íslenskar þjóðsögur og sagnir I—XI. Reykjavík.
- Símon Jón Jóhannsson. 1999. Stóra hjátrúarbókin. Vaka-Helgafell.
- Chapter XI: In the kingdom of seals. Wonder tails from Scottish myth and legend.
- Fotogalleri pattedyr. Norsk Zoologisk Forening.
- Fairy tales. Legends.