Það gegnir furðu, að alþýða manna á Íslandi elur í brjósti einkennilega tilfinningu, blandna viðbjóði og virðingu, gagnvart selunum. Orsakir þessa eru í fyrsta lagi sú fávíslega skoðun manna, að selir líkist mönnum meira í skapnaði en öll önnur dýr, og styrkir forvitni selanna og skynsemi á ýmsum sviðum þessa skoðun manna.Mynd: Scuba.lu Vísindavefnum barst athugasemd frá lesanda svarsins við orðasambandinu „að verða ekki um sel“. Lesandi þekkti eftir föður sínum úr Miklaholtshreppi að sambandið væri notað „við þær aðstæður að slæmur viðskilnaður hafi verið í seli þegar það var yfirgefið að hausti“. Þrátt fyrir allnokkra leit hefur mér ekki tekist að finna dæmi um þá notkun. Ég vísaði í orðtakasafn Halldórs Halldórssonar en Jón G. Friðjónsson gefur sömu skýringu í riti sínu Mergi málsins (2006: 721). Áratuga vinna á Orðabók Háskólans kenndi mér að oft getur leynst staðbundin notkun orða og orðasambanda og er öll vitneskja um slíkt vel þegin.
Útgáfudagur
8.12.2005
Spyrjandi
Trausti Pálsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvernig verður manni ekki um sel?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5466.
Guðrún Kvaran. (2005, 8. desember). Hvernig verður manni ekki um sel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5466
Guðrún Kvaran. „Hvernig verður manni ekki um sel?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5466>.