Á nýársnótt verða margir hlutir undarlegir. Það er eitt að kýr mæla þá mannamál og tala saman. Einu sinni lá maður úti í fjósi og á nýársnótt til þess að heyra hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá að ein kýrin segir: „Mál er að mæla (aðrir: mæra).“ Þá segir önnur: „Maður er í fjósi.“ „Hann skulum vér æra,“ segir þriðja kýrin. „Áður en kemur ljósið,“ segir hin fjórða. Frá þessu gat maðurinn sagt morguninn eftir, en ekki fleiru því kýrnar höfðu ært hann. (Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 609)Mynd:
Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?
Útgáfudagur
29.5.2002
Spyrjandi
Salvör Sæmundsdóttir, f. 1990
Tilvísun
Rakel Pálsdóttir. „Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2435.
Rakel Pálsdóttir. (2002, 29. maí). Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2435
Rakel Pálsdóttir. „Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2435>.