Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:58 • sest 16:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 09:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:27 • Síðdegis: 17:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:45 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Þórólfur Matthíasson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi?

Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opinbera. Sú nálgun gefur góða mynd ef lífslíkur, líkur á atvinnuleysi og starfslokahegðun innflytjenda og innfæddra er sú sama. Fræðimennirnir Hansen, Schultz-Nielsen and Tranæs (2015)[1] gera grein fyrir tilraun til að meta framlag innflytjenda og innfæddra í Danmörku, þar sem tekið er tillit til þess að innflytjendur og innfæddir eru mislíklegir til að verða atvinnulausir, til að sækja sér menntun og nýta sér þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Í greiningu þeirra er litið langt fram í tímann, allt til ársins 2050. Kostnaður vegna einstaklingsbundinnar opinberrar þjónustu er byggður á raunkostnaði. Íbúum Danmerkur er skipt í þrennt, innfædda, innflytjendur með vestrænan bakgrunn og innflytjendur með annan bakgrunn. Gert er ráð fyrir að raunkostnaður vegna innflytjenda með vestrænan bakgrunn tengdur notkun á menntakerfi, heilbrigðiskerfi, atvinnuleysisbótum og svo framvegis, og hann sé óbreyttur yfir tímabilið.

Um kostnað vegna almannagæða á borð við löggæslu, hervarnir og samgöngukerfi er ýmist gengið útfrá að innflytjendur hafi engin áhrif á þann kostnað eða þá að miðað er við kostnað á íbúa óháð bakgrunni. Höfundar ganga útfrá að atvinnuleysishneigð haldist óbreytt allan spátímann. Niðurstöður þeirra eru að innflytjendur með vestrænan bakgrunn skapi meiri tekjur en útgjöld. Þessu er öfugt farið þegar litið er til innflytjenda með annan bakgrunn en vestrænan.

Fræðimennirnir Hansen, Schultz-Nielsen and Tranæs hafa gert tilraun til að meta framlag innflytjenda og innfæddra í Danmörku. Niðurstöður þeirra eru að innflytjendur með vestrænan bakgrunn skapi meiri tekjur en útgjöld. Þessu er öfugt farið þegar litið er til innflytjenda með annan bakgrunn en vestrænan.

Höfundar benda á að þessi niðurstaða sé nokkuð frábrugðin niðurstöðu könnunar fyrir Stóra-Bretland. Höfundar þeirrar könnunar (Dustmann og Frattini)[2] komust að þeirri niðurstöðu að innflytjendur frá Evrópska efnahagssvæðinu bættu stöðu breskra ríkis- og sveitarsjóða. Sama niðurstaða gildir fyrir innflytjendur utan EES, en munur tekna og gjalda er þá minni.

Hansen og félagar skýra þetta frávik í niðurstöðum með þeim mun sem er á velferðarkerfum Danmerkur og Stóra-Bretlands: Danska kerfið er örlátara og umfangsmeira en það breska. Athygli vekur að dönsku höfundarnir ganga útfrá að innflytjendur sem ekki eru með vestrænan bakgrunn séu líklegri til að vera atvinnulausir og minna líklegir til að vera í vinnu en hinir hóparnir tveir.

Annarrar kynslóðar innflytjendur eru líkari innfæddum en foreldrakynslóðin, en enn er gengið útfrá talsverðum mun á þeim sem eru með vestrænan bakgrunn og hinum. Þetta byggir líklega á nýfenginni danskri reynslu, en stemmir illa við reynslu frá Bandaríkjum Norður-Ameríku,[3] Stóra-Bretlandi[4] og Evrópusambandinu.[5]

Reikniverkið að baki rannsókn Hansen og félaga byggir á forsendum sem höfundar gefa sér um vinnumarkaðsatferli innfæddra og innflytjenda. Þar er byggt á sögulegri reynslu. Reikniverkið tekur ekki nema að takmörkuðu leyti tillit til mögulegra áhrifa innflytjenda á vinnumarkaðsatferli eða framleiðni innfæddra. Fræðimennirnir d‘Albis, Boubtane og Coulibaly (2019)[6] aðlaga aðferð sem notuð hefur verið til að meta áhrif tekju- og útgjaldabreytinga hjá hinu opinbera á landsframleiðslu og aðrar mikilvægar safnstærðir fyrir hagkerfið. Höfundarnir aðlaga tímaraðagreiningarlíkön sem áður hafa verið þrautreynd til að meta áhrif innflytjenda á landsframleiðslu, atvinnustig, atvinnuleysi, afkomu ríkissjóða og ýmsa útgjaldaþætti 19 OECD-landa með því að leggja sem minnst bönd á gagnasettið fyrir fram. Gagnasettið nær til tímabilsins 1980 til 2015. Ísland er eitt þeirra landa sem kemur við sögu.

Kostur þessarar aðferðar er að höfundar þurfa ekki að byggja í sama mæli á ágiskunum við tölulegt mat heldur láta þeir gögnin „tala“. Rannsóknarspurningin sem höfundar leitast fyrst og fremst við að svara er þessi: Er hægt að tala um lýðfræðilegan ávinning í aðflutningslöndum í tengslum við flutning fólks á vinnufærum aldri milli landa?

Hugmynd þeirra er sú að aðflutningur lækki framfærsluhlutfall (það er 16-72 ára sem hlutfall af mannfjöldanum) og hækki atvinnustigið jafnframt. Þannig hafi aðflutningur fólks á vinnufærum aldri jákvæð áhrif á afkomu hins opinbera þar sem hlutfallslega fleiri greiða skatta og hlutfallslega færri þiggja tilfærslur frá félags- og heilbrigðiskerfum (lífeyris-og sjúkratryggingar). Höfundarnir meta svokölluð örvunar- eða andsvars-föll (e. impulse-response functions). Þeir komast að því fjölgi innflytjendum um 0,1% í „dæmigerðu“ OECD-landi aukist verg landsframleiðsla (VLF) á mann 0,25% fyrsta árið og nái hámarki ári eftir aðflutninginn með 0,31% aukningu.

Höfundarnir komast einnig að því að aðflutningur kallar á aukinn aðflutning næstu fjögur árin eftir að „örvunin“ var gefin. Áhrifin á opinber fjármál af örvuninni er að auka opinber útgjöld strax um 0,22%. Útgjaldaaukningin nær hámarki tveimur árum eftir örvunina (0,47%). En þar með er ekki öll sagan sögð: Hreinar skatttekjur (skattar að frádregnum tilfærslum) aukast um 0,85% á því ári sem örvunin er gefin og um 1,11% árið á eftir en minnka eftir það. Hið opinbera hefur þannig ávinning af örvuninni, bæði fyrsta og annað árið eftir að hún er gefin. Ástæðan er að með aðflutningi fólks á vinnufærum aldri „lagast“ aldurssamsetning aðflutningslandanna í þeim skilningi að kostnaður við opinberan lífeyri og aðrar aldurstengdar tilfærslur dreifist á fleiri skattgreiðendur.

Höfundarnir velta einnig fyrir sér beinum áhrifum aðflutnings á ólíka þætti opinberra útgjalda. Niðurstaðan er að útgjöld á mann til fjölskyldumála aukist með hámarki 3-4 árum eftir að „örvun“ er gefin. En útgjöld á mann til opinberra lífeyrisgreiðslna og annarra aldurtengdra tilfærslna lækka. Útgjöld til vinnumarkaðsaðgerða aukast en útgjöld til atvinnuleysisbóta minnka!

Við fyrstu skoðun mætti ætla að að niðurstöður kostnaðar-ábatagreiningar í anda Hansen og félaga gangi þvert á niðurstöður D‘Albris og félaga. Það þarf þó ekki að vera. Niðurstöður Hansen og félaga eiga aðeins við eitt land (Danmörku) og þar er gerður greinarmunur á samsetningu innflytjendahópsins. D‘Albris og félagar hafa ekki tök á að gera ólíkar örvunar/viðbragðagreiningar fyrir innflytjendur með vestrænan bakgrunn annars vegar og fyrir innflytjendur með annan bakgrunn en vestrænan hins vegar. En hafa ber í huga að niðurstöður D‘Albris og félaga eru minna háðar fyrirframgefnum forsendum og taka meira mið af samspili stærðanna í hagkerfinu. Þá þarf og að hafa í huga að Hansen og félagar horfa fyrst og fremst á tekjur og gjöld hins opinbera, á meðan D‘Albris og félagar nálgast það betur að spyrja hver heildarávinningur þjóðfélagsins er að viðbótarinnflytjanda.

Tilvísanir:
  1. ^ Marianne Frank Hansen, Marie Louise Schultz-Nielsen og Torben Tranæs: The Impact of Immigrants on Public Finances: A Forecast Analysis for Denmark, IZA DP No. 8844, February 2015 (https://docs.iza.org/dp8844.pdf), birt í Journal of Population Economics, 2017, 30(3), 925-952. (Sótt 6.11.2024).
  2. ^ Dustmann, Christian og Tommaso Frattini. 2013. The fiscal effects of immigration to the UK. The Economic Journal vol, 124, no. 580, bls. F595-F643. (Sótt 8.11.2024).
  3. ^ Börn innflytjenda fædd milli 1978 og 1983 í USA eru ólíklegri til að vera í láglaunastörfum en börn innfæddra. Þau eru jafn líkleg til að vera í millitekjuhópnum, en aftur líklegri til að vera í hátekjuhópnum en börn innfæddra. Zerke Hernandez: The Truth about Immigration, St. Martins Press, 2024 bls. 137 og Opinion - Why So Many Children of Immigrants Rise to the Top - The New York Times. (Sótt 6.11.2024).
  4. ^ Sjá: Britain is the best place in Europe to be an immigrant. (Sótt 6.11.2024).
  5. ^ Sjá: Archive: First and second-generation immigrants - statistics on employment conditions - Statistics Explained. (Sótt 6.11.2024).
  6. ^ Hippolyte d’Albis, Ekrame Boubtane, Dramane Coulibaly: Immigration and public finances in OECD countries, Journal of Economic Dynamics and Control 99 (2019) 116-151, https://doi.org/10.1016/j.jedc.2018.12.003. (Sótt 8.11.2024).

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.11.2024

Spyrjandi

Sigurður E.

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2024, sótt 15. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87159.

Þórólfur Matthíasson. (2024, 12. nóvember). Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87159

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2024. Vefsíða. 15. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87159>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi?

Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opinbera. Sú nálgun gefur góða mynd ef lífslíkur, líkur á atvinnuleysi og starfslokahegðun innflytjenda og innfæddra er sú sama. Fræðimennirnir Hansen, Schultz-Nielsen and Tranæs (2015)[1] gera grein fyrir tilraun til að meta framlag innflytjenda og innfæddra í Danmörku, þar sem tekið er tillit til þess að innflytjendur og innfæddir eru mislíklegir til að verða atvinnulausir, til að sækja sér menntun og nýta sér þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Í greiningu þeirra er litið langt fram í tímann, allt til ársins 2050. Kostnaður vegna einstaklingsbundinnar opinberrar þjónustu er byggður á raunkostnaði. Íbúum Danmerkur er skipt í þrennt, innfædda, innflytjendur með vestrænan bakgrunn og innflytjendur með annan bakgrunn. Gert er ráð fyrir að raunkostnaður vegna innflytjenda með vestrænan bakgrunn tengdur notkun á menntakerfi, heilbrigðiskerfi, atvinnuleysisbótum og svo framvegis, og hann sé óbreyttur yfir tímabilið.

Um kostnað vegna almannagæða á borð við löggæslu, hervarnir og samgöngukerfi er ýmist gengið útfrá að innflytjendur hafi engin áhrif á þann kostnað eða þá að miðað er við kostnað á íbúa óháð bakgrunni. Höfundar ganga útfrá að atvinnuleysishneigð haldist óbreytt allan spátímann. Niðurstöður þeirra eru að innflytjendur með vestrænan bakgrunn skapi meiri tekjur en útgjöld. Þessu er öfugt farið þegar litið er til innflytjenda með annan bakgrunn en vestrænan.

Fræðimennirnir Hansen, Schultz-Nielsen and Tranæs hafa gert tilraun til að meta framlag innflytjenda og innfæddra í Danmörku. Niðurstöður þeirra eru að innflytjendur með vestrænan bakgrunn skapi meiri tekjur en útgjöld. Þessu er öfugt farið þegar litið er til innflytjenda með annan bakgrunn en vestrænan.

Höfundar benda á að þessi niðurstaða sé nokkuð frábrugðin niðurstöðu könnunar fyrir Stóra-Bretland. Höfundar þeirrar könnunar (Dustmann og Frattini)[2] komust að þeirri niðurstöðu að innflytjendur frá Evrópska efnahagssvæðinu bættu stöðu breskra ríkis- og sveitarsjóða. Sama niðurstaða gildir fyrir innflytjendur utan EES, en munur tekna og gjalda er þá minni.

Hansen og félagar skýra þetta frávik í niðurstöðum með þeim mun sem er á velferðarkerfum Danmerkur og Stóra-Bretlands: Danska kerfið er örlátara og umfangsmeira en það breska. Athygli vekur að dönsku höfundarnir ganga útfrá að innflytjendur sem ekki eru með vestrænan bakgrunn séu líklegri til að vera atvinnulausir og minna líklegir til að vera í vinnu en hinir hóparnir tveir.

Annarrar kynslóðar innflytjendur eru líkari innfæddum en foreldrakynslóðin, en enn er gengið útfrá talsverðum mun á þeim sem eru með vestrænan bakgrunn og hinum. Þetta byggir líklega á nýfenginni danskri reynslu, en stemmir illa við reynslu frá Bandaríkjum Norður-Ameríku,[3] Stóra-Bretlandi[4] og Evrópusambandinu.[5]

Reikniverkið að baki rannsókn Hansen og félaga byggir á forsendum sem höfundar gefa sér um vinnumarkaðsatferli innfæddra og innflytjenda. Þar er byggt á sögulegri reynslu. Reikniverkið tekur ekki nema að takmörkuðu leyti tillit til mögulegra áhrifa innflytjenda á vinnumarkaðsatferli eða framleiðni innfæddra. Fræðimennirnir d‘Albis, Boubtane og Coulibaly (2019)[6] aðlaga aðferð sem notuð hefur verið til að meta áhrif tekju- og útgjaldabreytinga hjá hinu opinbera á landsframleiðslu og aðrar mikilvægar safnstærðir fyrir hagkerfið. Höfundarnir aðlaga tímaraðagreiningarlíkön sem áður hafa verið þrautreynd til að meta áhrif innflytjenda á landsframleiðslu, atvinnustig, atvinnuleysi, afkomu ríkissjóða og ýmsa útgjaldaþætti 19 OECD-landa með því að leggja sem minnst bönd á gagnasettið fyrir fram. Gagnasettið nær til tímabilsins 1980 til 2015. Ísland er eitt þeirra landa sem kemur við sögu.

Kostur þessarar aðferðar er að höfundar þurfa ekki að byggja í sama mæli á ágiskunum við tölulegt mat heldur láta þeir gögnin „tala“. Rannsóknarspurningin sem höfundar leitast fyrst og fremst við að svara er þessi: Er hægt að tala um lýðfræðilegan ávinning í aðflutningslöndum í tengslum við flutning fólks á vinnufærum aldri milli landa?

Hugmynd þeirra er sú að aðflutningur lækki framfærsluhlutfall (það er 16-72 ára sem hlutfall af mannfjöldanum) og hækki atvinnustigið jafnframt. Þannig hafi aðflutningur fólks á vinnufærum aldri jákvæð áhrif á afkomu hins opinbera þar sem hlutfallslega fleiri greiða skatta og hlutfallslega færri þiggja tilfærslur frá félags- og heilbrigðiskerfum (lífeyris-og sjúkratryggingar). Höfundarnir meta svokölluð örvunar- eða andsvars-föll (e. impulse-response functions). Þeir komast að því fjölgi innflytjendum um 0,1% í „dæmigerðu“ OECD-landi aukist verg landsframleiðsla (VLF) á mann 0,25% fyrsta árið og nái hámarki ári eftir aðflutninginn með 0,31% aukningu.

Höfundarnir komast einnig að því að aðflutningur kallar á aukinn aðflutning næstu fjögur árin eftir að „örvunin“ var gefin. Áhrifin á opinber fjármál af örvuninni er að auka opinber útgjöld strax um 0,22%. Útgjaldaaukningin nær hámarki tveimur árum eftir örvunina (0,47%). En þar með er ekki öll sagan sögð: Hreinar skatttekjur (skattar að frádregnum tilfærslum) aukast um 0,85% á því ári sem örvunin er gefin og um 1,11% árið á eftir en minnka eftir það. Hið opinbera hefur þannig ávinning af örvuninni, bæði fyrsta og annað árið eftir að hún er gefin. Ástæðan er að með aðflutningi fólks á vinnufærum aldri „lagast“ aldurssamsetning aðflutningslandanna í þeim skilningi að kostnaður við opinberan lífeyri og aðrar aldurstengdar tilfærslur dreifist á fleiri skattgreiðendur.

Höfundarnir velta einnig fyrir sér beinum áhrifum aðflutnings á ólíka þætti opinberra útgjalda. Niðurstaðan er að útgjöld á mann til fjölskyldumála aukist með hámarki 3-4 árum eftir að „örvun“ er gefin. En útgjöld á mann til opinberra lífeyrisgreiðslna og annarra aldurtengdra tilfærslna lækka. Útgjöld til vinnumarkaðsaðgerða aukast en útgjöld til atvinnuleysisbóta minnka!

Við fyrstu skoðun mætti ætla að að niðurstöður kostnaðar-ábatagreiningar í anda Hansen og félaga gangi þvert á niðurstöður D‘Albris og félaga. Það þarf þó ekki að vera. Niðurstöður Hansen og félaga eiga aðeins við eitt land (Danmörku) og þar er gerður greinarmunur á samsetningu innflytjendahópsins. D‘Albris og félagar hafa ekki tök á að gera ólíkar örvunar/viðbragðagreiningar fyrir innflytjendur með vestrænan bakgrunn annars vegar og fyrir innflytjendur með annan bakgrunn en vestrænan hins vegar. En hafa ber í huga að niðurstöður D‘Albris og félaga eru minna háðar fyrirframgefnum forsendum og taka meira mið af samspili stærðanna í hagkerfinu. Þá þarf og að hafa í huga að Hansen og félagar horfa fyrst og fremst á tekjur og gjöld hins opinbera, á meðan D‘Albris og félagar nálgast það betur að spyrja hver heildarávinningur þjóðfélagsins er að viðbótarinnflytjanda.

Tilvísanir:
  1. ^ Marianne Frank Hansen, Marie Louise Schultz-Nielsen og Torben Tranæs: The Impact of Immigrants on Public Finances: A Forecast Analysis for Denmark, IZA DP No. 8844, February 2015 (https://docs.iza.org/dp8844.pdf), birt í Journal of Population Economics, 2017, 30(3), 925-952. (Sótt 6.11.2024).
  2. ^ Dustmann, Christian og Tommaso Frattini. 2013. The fiscal effects of immigration to the UK. The Economic Journal vol, 124, no. 580, bls. F595-F643. (Sótt 8.11.2024).
  3. ^ Börn innflytjenda fædd milli 1978 og 1983 í USA eru ólíklegri til að vera í láglaunastörfum en börn innfæddra. Þau eru jafn líkleg til að vera í millitekjuhópnum, en aftur líklegri til að vera í hátekjuhópnum en börn innfæddra. Zerke Hernandez: The Truth about Immigration, St. Martins Press, 2024 bls. 137 og Opinion - Why So Many Children of Immigrants Rise to the Top - The New York Times. (Sótt 6.11.2024).
  4. ^ Sjá: Britain is the best place in Europe to be an immigrant. (Sótt 6.11.2024).
  5. ^ Sjá: Archive: First and second-generation immigrants - statistics on employment conditions - Statistics Explained. (Sótt 6.11.2024).
  6. ^ Hippolyte d’Albis, Ekrame Boubtane, Dramane Coulibaly: Immigration and public finances in OECD countries, Journal of Economic Dynamics and Control 99 (2019) 116-151, https://doi.org/10.1016/j.jedc.2018.12.003. (Sótt 8.11.2024).

Myndir:...