Skógarmörðurinn hefur átt í vök að verjast undanfarnar aldir. Hann var mikið veiddur vegna feldsins og ofsóttur af bændum. Við bættist umfangsmikil eyðing búsvæða vegna skógarhöggs. Fyrir 200 árum lifði hann til dæmis um allt Bretland en árið 1926 var útbreiðsla hans aðeins bundin við smá svæði á norðausturhluta Skotlands. Nú er skógarmörðurinn víða friðaður og síðastliðna áratugi hefur hann á nýjan leik farið að setjast að á fornum veiðilendum sínum í Bretlandi. Auk friðunar hefur aukin skógrækt hjálpað skógarmerðinum til við að endurheimta gömul búsvæði. Heimildir og myndir:
- Corbet, G.B. & Harris, S. (1991) The Handbook of British Mammals. (3rd ed.) Blackwell, Oxford
- European Quaternary Mammalia Database
- David Miller Fish & Wildlife Art
- America Zoo