Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?

Hildur Sveinsdóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir

Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast.

Ástralía er talsvert stærri en Grænland eða 7.686.850 km2 að flatarmáli en hún telst ekki vera eyja heldur meginland. Ástralía er eina ríki heims sem nær yfir heilt meginland. Næststærsta eyja heims er Nýja-Gínea í Suður-Kyrrahafi en flatarmál hennar er um það bil 785.800 km2.

Listar yfir stærstu eyjur heims stangast stundum á og felst mismunurinn oft í því hvort minni eyjar við strönd stærri eyju eru taldar með í flatarmáli hennar. Á flestum listum er Ísland í átjánda sæti yfir stærstu eyjur heims. Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 en ef minni eyjur sem tilheyra því eru ekki taldar með er flatarmálið um 102.000 km2. Ísland er 106. stærsta land heims að flatarmáli og er næststærsta eyja Evrópu en sú stærsta er Stóra-Bretland.

Frekara lesefni á vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

8.6.2011

Spyrjandi

H. Á.

Tilvísun

Hildur Sveinsdóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. „Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19654.

Hildur Sveinsdóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. (2011, 8. júní). Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19654

Hildur Sveinsdóttir, Kristjana Ósk Kristinsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. „Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?
Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast.

Ástralía er talsvert stærri en Grænland eða 7.686.850 km2 að flatarmáli en hún telst ekki vera eyja heldur meginland. Ástralía er eina ríki heims sem nær yfir heilt meginland. Næststærsta eyja heims er Nýja-Gínea í Suður-Kyrrahafi en flatarmál hennar er um það bil 785.800 km2.

Listar yfir stærstu eyjur heims stangast stundum á og felst mismunurinn oft í því hvort minni eyjar við strönd stærri eyju eru taldar með í flatarmáli hennar. Á flestum listum er Ísland í átjánda sæti yfir stærstu eyjur heims. Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 en ef minni eyjur sem tilheyra því eru ekki taldar með er flatarmálið um 102.000 km2. Ísland er 106. stærsta land heims að flatarmáli og er næststærsta eyja Evrópu en sú stærsta er Stóra-Bretland.

Frekara lesefni á vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...