Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7943 svör fundust
Hvernig virka nætursjónaukar, á hverskonar eðlisfræði byggja þeir?
Svarinu við spurningunni er skipt í tvo kafla. Sá fyrri gefur almenna yfirlitsmynd um uppbyggingu og virkni nætursjónauka, meðan líta má á seinni kaflann sem ýtarefni um íhluti sjónaukans. Fyrri kaflinn ætti að nægja mörgum lesendum en sá seinni er ætlaður þeim kröfuharðari. Hann fjallar um tæknilega útfærslu og e...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?
Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar ...
Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?
Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...
Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?
Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...
Hvers konar fiskur er hrossamakríll?
Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna. Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær...
Eru til skordýr sem éta maura?
Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...
Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?
Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...
Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?
Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...
Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?
Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...
Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?
Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...
Hvað eru efnatengi?
Efnatengi (e. chemical bond) nefnist samtenging tveggja atóma í sameind.Sameindir eru samsafn atóma (frumeinda) sem tengd eru saman með efnatengjum. Efnatengi milli atóma geta myndast ef orka samtengingarinnar er lægri en orka ótengdra atóma, það er ef samtengingin er orkustöðugra form en orka stakra atómanna.Þega...
Hve þung er Fokker 50?
Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...
Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það. Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er þv...
Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?
Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...
Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?
Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...