Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til skordýr sem éta maura?

Marco Mancini og Arnar Pálsson

Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum vistkerfum. Í öllum þessum tilfellum eru það fullorðnu dýrin sem stunda ránlífið. Undantekningar frá þeirri reglu þekkjast þó, til að mynda lirfur eða ungviði drekaflugna og svonefndra mauraljóna (e. antlions),[1] sem eins og nafnið gefur til kynna, éta maura (1. mynd).

Mynd 1. Loðin lirfa mauraljóns (Myrmeleontini. Neuroptera: Myrmeleontidae) skríður ofanjarðar í Twin Rivers-garðinum í Flórída.

Mauraljón eru skordýr af ættbálki netvængja (Neuroptera). Af þeim eru þekktar um 2.000 tegundir. Fullorðnu dýrunum svipar til drekaflugna en eru þó af öðrum þróunarfræðilegum meiði (mynd 2). Lirfurnar eru mjög ólíkar fullorðnu dýrunum og alls ólíkar lirfum fiðrilda eða tvívængja, sem eru iðulega mjúkholda og í besta falli með brúska eða hárabelti sem hjálpa við skrið. Lirfur mauraljóna hafa harða skel og eru margar með hlutfallslega stórgerða munnparta sem nýtast við veiðar.

Mynd 2. Fullorðið karldýr einnar tegundar mauraljóna (Myrmeleon immaculatus).

Mynd 3. Glórulaus maur gengur í gin ljónsins. Maur af óþekktri tegund sést fyrir miðri mynd, en í sandinum fyrir aftan hann (neðar á myndinni) má greina í opna kjálka mauraljóns (Myrmeleontini. Neuroptera: Myrmeleontidae) sem er í felum undir sandi í botni sandgryfju.

Lirfur flestra tegunda mauraljóna grafa sig í sand og mynda gjarnan litlar hvelfdar gryfjur með bröttum hlíðum. Margar þeirra nærast á maurum. Mauraljónið liggur hulið neðst í gryfjunni, aðeins með felulitaða munnpartana á yfirborðinu. Lögun gryfjunnar veldur því að maurar sem villast yfir brúnina eiga á hættu að hrynja til botns, og eru þá snarlega gripnir af ljóninu. Einnig er þekkt að sumar tegundir mauraljóna kasti sandi til valda skriðum sem raska jafnvægi mauranna. Þannig aukast líkurnar á því að maurarnir missi fótana og velti til botns.[2] Ef gildran og brellurnar virka rétt, nær mauraljónið bráð sinni, dregur hana í hvelfinguna og sýgur úr henni líkamsvökva.[3] Hvelfdar gryfjur mauraljóna eru með haganlegri gildrum sem skordýr útbúa í fæðuöflunarskyni.

Mynd 4. Mauraljón hefur gripið maur með kjálkunum sínum. Mauraljónið er lirfustig dýrsins.

Mynd 5. Dauðadæmdur maur á leið í neðra, þar sem mauraljónslirfan mun sjúga úr honum safann.

Fullorðin mauraljón eru mun veigaminni en lirfurnar og lifa nokkrar vikur að meðaltali (lirfustigið getur staðið yfir í marga mánuði). Fullorðnu dýrin eru ófær um að drepa, hvað þá éta maura. Eins og í svo mörgum tilfellum eru það eiginleikar og fjölbreytileiki ungviðisins sem verður að teljast mikilfenglegri en fullorðnu dýrin.

Samantekt

  • Mauraljón eru sérhæfð skordýr sem nærast á maurum.
  • Það eru lirfur mauraljónanna sem eru rándýrin.
  • Fullorðin mauraljón líkjast drekaflugum en geta ekki étið maura.
  • Lirfur mauraljóna útbúa hvelfdar gildrur í sandi til að veiða bráð sína.

Tilvísanir:
  1. ^ Brock, P. D. (2021). Britain‘s insects. Princeton University Press.
  2. ^ Büsse, S., Büscher, T. H., Heepe, L., Gorb, S. N. & Stutz, H. H. (2021). Sand-throwing behaviour in pit-building antlion larvae: insights from finite-element modelling. Journal of the Royal Society Interface, 18(182).
  3. ^ Gullan, P. J. & Cranston, P. S. (2014). The insects. An outline of entomology. John Wiley & Sons.

Myndir:

Höfundar

Marco Mancini

meistaranemi í líffræði við HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.3.2023

Spyrjandi

Elín Ásta

Tilvísun

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Eru til skordýr sem éta maura?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84794.

Marco Mancini og Arnar Pálsson. (2023, 30. mars). Eru til skordýr sem éta maura? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84794

Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Eru til skordýr sem éta maura?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til skordýr sem éta maura?
Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum vistkerfum. Í öllum þessum tilfellum eru það fullorðnu dýrin sem stunda ránlífið. Undantekningar frá þeirri reglu þekkjast þó, til að mynda lirfur eða ungviði drekaflugna og svonefndra mauraljóna (e. antlions),[1] sem eins og nafnið gefur til kynna, éta maura (1. mynd).

Mynd 1. Loðin lirfa mauraljóns (Myrmeleontini. Neuroptera: Myrmeleontidae) skríður ofanjarðar í Twin Rivers-garðinum í Flórída.

Mauraljón eru skordýr af ættbálki netvængja (Neuroptera). Af þeim eru þekktar um 2.000 tegundir. Fullorðnu dýrunum svipar til drekaflugna en eru þó af öðrum þróunarfræðilegum meiði (mynd 2). Lirfurnar eru mjög ólíkar fullorðnu dýrunum og alls ólíkar lirfum fiðrilda eða tvívængja, sem eru iðulega mjúkholda og í besta falli með brúska eða hárabelti sem hjálpa við skrið. Lirfur mauraljóna hafa harða skel og eru margar með hlutfallslega stórgerða munnparta sem nýtast við veiðar.

Mynd 2. Fullorðið karldýr einnar tegundar mauraljóna (Myrmeleon immaculatus).

Mynd 3. Glórulaus maur gengur í gin ljónsins. Maur af óþekktri tegund sést fyrir miðri mynd, en í sandinum fyrir aftan hann (neðar á myndinni) má greina í opna kjálka mauraljóns (Myrmeleontini. Neuroptera: Myrmeleontidae) sem er í felum undir sandi í botni sandgryfju.

Lirfur flestra tegunda mauraljóna grafa sig í sand og mynda gjarnan litlar hvelfdar gryfjur með bröttum hlíðum. Margar þeirra nærast á maurum. Mauraljónið liggur hulið neðst í gryfjunni, aðeins með felulitaða munnpartana á yfirborðinu. Lögun gryfjunnar veldur því að maurar sem villast yfir brúnina eiga á hættu að hrynja til botns, og eru þá snarlega gripnir af ljóninu. Einnig er þekkt að sumar tegundir mauraljóna kasti sandi til valda skriðum sem raska jafnvægi mauranna. Þannig aukast líkurnar á því að maurarnir missi fótana og velti til botns.[2] Ef gildran og brellurnar virka rétt, nær mauraljónið bráð sinni, dregur hana í hvelfinguna og sýgur úr henni líkamsvökva.[3] Hvelfdar gryfjur mauraljóna eru með haganlegri gildrum sem skordýr útbúa í fæðuöflunarskyni.

Mynd 4. Mauraljón hefur gripið maur með kjálkunum sínum. Mauraljónið er lirfustig dýrsins.

Mynd 5. Dauðadæmdur maur á leið í neðra, þar sem mauraljónslirfan mun sjúga úr honum safann.

Fullorðin mauraljón eru mun veigaminni en lirfurnar og lifa nokkrar vikur að meðaltali (lirfustigið getur staðið yfir í marga mánuði). Fullorðnu dýrin eru ófær um að drepa, hvað þá éta maura. Eins og í svo mörgum tilfellum eru það eiginleikar og fjölbreytileiki ungviðisins sem verður að teljast mikilfenglegri en fullorðnu dýrin.

Samantekt

  • Mauraljón eru sérhæfð skordýr sem nærast á maurum.
  • Það eru lirfur mauraljónanna sem eru rándýrin.
  • Fullorðin mauraljón líkjast drekaflugum en geta ekki étið maura.
  • Lirfur mauraljóna útbúa hvelfdar gildrur í sandi til að veiða bráð sína.

Tilvísanir:
  1. ^ Brock, P. D. (2021). Britain‘s insects. Princeton University Press.
  2. ^ Büsse, S., Büscher, T. H., Heepe, L., Gorb, S. N. & Stutz, H. H. (2021). Sand-throwing behaviour in pit-building antlion larvae: insights from finite-element modelling. Journal of the Royal Society Interface, 18(182).
  3. ^ Gullan, P. J. & Cranston, P. S. (2014). The insects. An outline of entomology. John Wiley & Sons.

Myndir:...