Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 77 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru líkormar og hvernig verða þeir til?

Orðið líkormur vísar til lirfa fjölmargra skordýrategunda sem verpa eða setja lifandi lirfur sínar í ýmiss konar hræ eða sár dýra. Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á framvindu skordýralífs í hræjum. Mismunandi stigum í rotnunarferli hræs fylgir mismunandi samsetning örvera og skordýra. Menn hafa greint f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara húsflugur að því að lifa veturinn af?

Húsflugur lifa sem lirfur innandyra yfir veturinn, undir gólflistum, í sprungum og á milli gólffjala. Lirfur geta líka lifað inni í skápum og annars staðar þar sem þær ná í fæðu, til dæmis brauðmylsnu eða annað sem fellur til við venjuleg heimilisstörf. Einnig lifa lirfurnar í útihúsum þar sem hlýtt er yfir vetur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga flugur sér?

Langflest skordýr fjölga sér með kynæxlun, það er að segja samruna kynfrumna sem koma hvor frá sínu foreldri. Hjá langflestum skordýrum heimsins og þar á meðal hjá flugum frjóvgast eggin inni í kvendýrinu líkt og gerist meðal allra landhryggdýra. Kynkirtlarnir eru í afturbolnum og þar safnast þroskuð og ófrjóv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til skordýr sem éta maura?

Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er mölur?

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?

Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?

Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur búið inni í lífverum sem lifa í enn annarri lífveru?

Lífverur geta búið inni í öðrum lífverum og iðka þá samlífi, gistilífi eða sníkjulífi. Dæmi um samlífi eru örverur sem lifa í rótarhnyðjum plantna og trjáa og hjálpa þeim að binda nitur. Dæmi um sníkjulífi eru fjölmargar gerðir örvera (veira, baktería og sveppa) sem og dýra (sníkjudýra, samkvæmt skilgreiningu) se...

category-iconUnga fólkið svarar

Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur?

Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar. Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?

Það er ekki einfalt mál að staðsetja hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í fæðukeðjunni. Hagamúsin hefur mjög fjölbreytt fæðuval þó meginuppistaðan sé úr plönturíkinu svo sem ber, grasfræ og fræ ýmissa blómplantna. Miðað við þetta fæðuval væri hægt að staðsetja þær í næstneðsta þrepi fæðukeðju vistkerfisins. Ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?

Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...

Fleiri niðurstöður