Geitungur er líka kallaður vespa. Geitungar eru félagsskordýr eins og býflugur, maurar, termítar og fleiri tegundir. Ein drottning stjórnar búi og í því eru margir geitungar.
Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið. Í einu búi geta verið mörg hundruð vinnugeitungar sem annast lirfurnar og viðhalda búinu.
Ein drottning er í hverju geitungabúi og verpir hún eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.