Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar fiskur er hrossamakríll?

Jón Már Halldórsson

Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna.

Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær tegundir sem kallast réttilega:
  • höfða-brynstirtla (Trachurus capensis, e. Cape horse mackerel)
  • atlantshafs-brynstirtla, eða bara brynstirtla (Trachurus trachurus, e. Atlantic horse mackerel).

Atlantshafs-brynstirtla (Trachurus trachurus)

Atlantshafs-brynstirtla eða brynstirtla (Trachurus trachurus) er uppsjávarfiskur og útbreiðsla hennar er helst undan ströndum Vestur-Afríku, í Norðursjó, umhverfis Bretlandseyjar og í Miðjarðarhafi. Hún finnst einnig við Biskajaflóa og við strendur Noregs. Helstu veiðiþjóðir hennar eru Portúgal og Spánn. Brynstirtlan myndar iðulega stórar torfur í strandsjó, aðallega yfir sendnum botni.

Atlantshafs-brynstirtla (Trachurus trachurus) er uppsjávarfisktegund.

Samkvæmt ritinu Íslenskir fiskar gengur fiskurinn allt norður til Þrándheims en kann vel að hafa fært sig enn norðar vegna hlýnandi sjávarhita undanfarin 15 ár.

Brynstirtlur finnast í íslenskri lögsögu og eru heimildir um slíkt allt frá 19. öld. Undanfarin ár virðist brynstirtlan vera eitthvað algengari en ekki hafa fundist merki um að hún hrygni hér við land. Hingað kemur fiskurinn í ætisleit yfir sumartímann. Tegundin hefur einnig fundist hinum megin við Atlantsála, við strendur Brasilíu og Argentínu

Útbreiðsla tegundarinnar Trachurus trachurus.

Brynstirtla er fremur lítil og langvaxin, verður allt að 40 cm á lengd með allstóran haus, stutta trjónu og lítinn kjaft. Fiskurinn er yfirmynntur og smátenntur. Augu brynstirtlu eru stór og að hluta hulin fituhúð líkt og á við um makríl. Brynstirtlan er þanggræn eða gráblá á litinn, með grænu ívafi á baki og silfurgljáa á hliðum. Kviður fisksins er hvítur og á tálknloki eru svartir blettir. Helsta fæða brynstirtlunnar eru smærri fisktegundir, lirfur, krabbadýr (Crustaceans) og höfuðfætlingar (Cephalopoda).

Frá aldamótum hefur skráður heimsafli brynstirtlu verið frá 200-250 þúsund tonn á ári. Nýting hans er ýmist bræðsla eða reyktur eða þurrkaður enda ágætis matfiskur.

Höfða-brynstirtla (Trachurus capensis)

Höfða-brynstirtla (Trachurus capensis) dregur nafn sitt af syðsta odda Afríku, það er Góðrarvonarhöfða. Hún er lykiltegund í grunnsævisvistkerfinu við suðurströnd Afríku, aðallega í lögsögu Namibíu og Suður-Afríku.

Höfða-brynstirtlan hefur verið veidd í lögsögu Namibíu frá miðjum 7. áratug síðustu aldar. Heildarafli tegundarinnar á útbreiðsluvæði hennar við strendur Suður-Afríku náði hámarki árið 1993 og var þá um 800 þúsund tonn. Dregið hefur úr aflanum á þessari öld, undanfarin ár hefur hann verið um 200 þúsund tonn. Áður en Namibía öðlaðist sjálfstæði nýttu risavaxin sovésk fiskiskip þessa auðlind en eftir sjálfstæði og upplausn Sovétríkjanna eru rússnesk veiðiskip afar fátíð á þessum slóðum.

Útbreiðsla tegundarinnar Trachurus capensis. Rauður litur táknar meiri þéttleika en það sem litað er með gulu.

Höfða-brynstirtlan er aðallega nýtt í bræðslu en einnig reykt eða þurrkuð enda ágætis matfiskur með réttri meðhöndlun. Helsta fæða höfða-brynstirtlunnar eru smærri fisktegundir, krabbadýr (Crustaceans) og þá aðallega rækjur, og smokkfiskur.

Höfða-brynstirtlan er fremur lítil og langvaxin, verður að jafnaði um 30 cm á lengd og mest um 60 cm. Hún er lík atlantshafs-brynstirtlunni, með allstóran haus, stutta trjónu og lítinn kjaft. Fiskurinn er yfirmynntur og smátenntur en augun stór og eru að hluta hulin fituhúð líkt og hjá makríl.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Guðna er hér svarað að hluta.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.11.2019

Síðast uppfært

18.11.2019

Spyrjandi

Guðni Már

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskur er hrossamakríll?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24139.

Jón Már Halldórsson. (2019, 14. nóvember). Hvers konar fiskur er hrossamakríll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24139

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fiskur er hrossamakríll?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fiskur er hrossamakríll?
Orðið hrossamakríll er í daglegu tali notað um nokkrar tegundir fiska af ættkvíslunum Trachurus og Caranx. Íslenskir fiskifræðingar nota ekki orðið hrossamakríll heldur nefna þessar tegundir brynstirtlur og bæta iðulega við öðru orði sem tilgreinir nánar búsvæði fiskanna.

Hrossamakríll er til dæmis haft um tvær tegundir sem kallast réttilega:
  • höfða-brynstirtla (Trachurus capensis, e. Cape horse mackerel)
  • atlantshafs-brynstirtla, eða bara brynstirtla (Trachurus trachurus, e. Atlantic horse mackerel).

Atlantshafs-brynstirtla (Trachurus trachurus)

Atlantshafs-brynstirtla eða brynstirtla (Trachurus trachurus) er uppsjávarfiskur og útbreiðsla hennar er helst undan ströndum Vestur-Afríku, í Norðursjó, umhverfis Bretlandseyjar og í Miðjarðarhafi. Hún finnst einnig við Biskajaflóa og við strendur Noregs. Helstu veiðiþjóðir hennar eru Portúgal og Spánn. Brynstirtlan myndar iðulega stórar torfur í strandsjó, aðallega yfir sendnum botni.

Atlantshafs-brynstirtla (Trachurus trachurus) er uppsjávarfisktegund.

Samkvæmt ritinu Íslenskir fiskar gengur fiskurinn allt norður til Þrándheims en kann vel að hafa fært sig enn norðar vegna hlýnandi sjávarhita undanfarin 15 ár.

Brynstirtlur finnast í íslenskri lögsögu og eru heimildir um slíkt allt frá 19. öld. Undanfarin ár virðist brynstirtlan vera eitthvað algengari en ekki hafa fundist merki um að hún hrygni hér við land. Hingað kemur fiskurinn í ætisleit yfir sumartímann. Tegundin hefur einnig fundist hinum megin við Atlantsála, við strendur Brasilíu og Argentínu

Útbreiðsla tegundarinnar Trachurus trachurus.

Brynstirtla er fremur lítil og langvaxin, verður allt að 40 cm á lengd með allstóran haus, stutta trjónu og lítinn kjaft. Fiskurinn er yfirmynntur og smátenntur. Augu brynstirtlu eru stór og að hluta hulin fituhúð líkt og á við um makríl. Brynstirtlan er þanggræn eða gráblá á litinn, með grænu ívafi á baki og silfurgljáa á hliðum. Kviður fisksins er hvítur og á tálknloki eru svartir blettir. Helsta fæða brynstirtlunnar eru smærri fisktegundir, lirfur, krabbadýr (Crustaceans) og höfuðfætlingar (Cephalopoda).

Frá aldamótum hefur skráður heimsafli brynstirtlu verið frá 200-250 þúsund tonn á ári. Nýting hans er ýmist bræðsla eða reyktur eða þurrkaður enda ágætis matfiskur.

Höfða-brynstirtla (Trachurus capensis)

Höfða-brynstirtla (Trachurus capensis) dregur nafn sitt af syðsta odda Afríku, það er Góðrarvonarhöfða. Hún er lykiltegund í grunnsævisvistkerfinu við suðurströnd Afríku, aðallega í lögsögu Namibíu og Suður-Afríku.

Höfða-brynstirtlan hefur verið veidd í lögsögu Namibíu frá miðjum 7. áratug síðustu aldar. Heildarafli tegundarinnar á útbreiðsluvæði hennar við strendur Suður-Afríku náði hámarki árið 1993 og var þá um 800 þúsund tonn. Dregið hefur úr aflanum á þessari öld, undanfarin ár hefur hann verið um 200 þúsund tonn. Áður en Namibía öðlaðist sjálfstæði nýttu risavaxin sovésk fiskiskip þessa auðlind en eftir sjálfstæði og upplausn Sovétríkjanna eru rússnesk veiðiskip afar fátíð á þessum slóðum.

Útbreiðsla tegundarinnar Trachurus capensis. Rauður litur táknar meiri þéttleika en það sem litað er með gulu.

Höfða-brynstirtlan er aðallega nýtt í bræðslu en einnig reykt eða þurrkuð enda ágætis matfiskur með réttri meðhöndlun. Helsta fæða höfða-brynstirtlunnar eru smærri fisktegundir, krabbadýr (Crustaceans) og þá aðallega rækjur, og smokkfiskur.

Höfða-brynstirtlan er fremur lítil og langvaxin, verður að jafnaði um 30 cm á lengd og mest um 60 cm. Hún er lík atlantshafs-brynstirtlunni, með allstóran haus, stutta trjónu og lítinn kjaft. Fiskurinn er yfirmynntur og smátenntur en augun stór og eru að hluta hulin fituhúð líkt og hjá makríl.

Heimildir:

Myndir:

Spurningu Guðna er hér svarað að hluta....