Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það.

Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er því ekki einsleitur hópur. Flestar tegundir tarantúla eru ekki hættulegar mönnum og eru sumar þeirra meira að segja vinsælar sem gæludýr.

Tarantúlan Brachypelma smithi lifir í Mexíkó. Kvendýrin geta orðið allt að 30 ára.

Nokkuð er um skráð bit af völdum tarantúla. Þeir sem hafa tarantúlur sem gæludýr eru til dæmis í nokkurri hættu á að verða bitnir. Vissulega er óþægilegt að verða bitinn af svo stórri áttfætlu en eitur í tarantúlum er ekki sterkt og hefur venjulega ekki alvarleg eða víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi manna. Ekki er vitað til þess að bit tarantúlu hafi valdið dauðsföllum.

Hin eiginlega svarta ekkja er tegund sem kallast Latrodectus macas en nafnið er líka notað sem samheiti yfir aðrar tegundir af ættkvíslinni Latrodectus. Þessar köngulær hafa eiturefnasamband sem nefnist latrótoxín og eru bit þeirra stórlega varasöm. Einstaklingur sem verður fyrir biti svartrar ekkju fær einkenni sem nefnist latródectisma en þau lýsa sér meðal annars í miklum verkjum í vöðvum og kvið ásamt fleiri einkennum. Þessi einkenni vara í um viku en geta þó verið viðvarandi í einhverjar vikur. Þúsundir manna eru bitnir af svörtum ekkjum í Bandaríkjunum á hverju ári en ekkert þeirra hefur leitt til dauða að því best er vitað.

Kvendýr svörtu ekkjunnar (Latrodectus mactans) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og með rauðan blett á afturbolnum.

Af þessu má sjá að það er mun verra að verða bitinn af svartri ekkju en tarantúlu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.4.2014

Spyrjandi

Inger Elísabet Eyjófsdóttir, f. 2005

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67057.

Jón Már Halldórsson. (2014, 9. apríl). Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67057

Jón Már Halldórsson. „Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við mamma viljum vita hvort tarantúla sé hættulegri en svarta ekkjan?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Við mamma mín vorum að ræða það hvor væri hættulegri tarantúla eða svarta ekkjan. Það væri gaman að fá að vita það.

Tarantúlur eru loðnar og oftast mjög stórvaxnar köngulær sem tilheyra ættinni Theraphosidae. Innan þessarar ættar eru þekktar um 900 tegundir og þetta er því ekki einsleitur hópur. Flestar tegundir tarantúla eru ekki hættulegar mönnum og eru sumar þeirra meira að segja vinsælar sem gæludýr.

Tarantúlan Brachypelma smithi lifir í Mexíkó. Kvendýrin geta orðið allt að 30 ára.

Nokkuð er um skráð bit af völdum tarantúla. Þeir sem hafa tarantúlur sem gæludýr eru til dæmis í nokkurri hættu á að verða bitnir. Vissulega er óþægilegt að verða bitinn af svo stórri áttfætlu en eitur í tarantúlum er ekki sterkt og hefur venjulega ekki alvarleg eða víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi manna. Ekki er vitað til þess að bit tarantúlu hafi valdið dauðsföllum.

Hin eiginlega svarta ekkja er tegund sem kallast Latrodectus macas en nafnið er líka notað sem samheiti yfir aðrar tegundir af ættkvíslinni Latrodectus. Þessar köngulær hafa eiturefnasamband sem nefnist latrótoxín og eru bit þeirra stórlega varasöm. Einstaklingur sem verður fyrir biti svartrar ekkju fær einkenni sem nefnist latródectisma en þau lýsa sér meðal annars í miklum verkjum í vöðvum og kvið ásamt fleiri einkennum. Þessi einkenni vara í um viku en geta þó verið viðvarandi í einhverjar vikur. Þúsundir manna eru bitnir af svörtum ekkjum í Bandaríkjunum á hverju ári en ekkert þeirra hefur leitt til dauða að því best er vitað.

Kvendýr svörtu ekkjunnar (Latrodectus mactans) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og með rauðan blett á afturbolnum.

Af þessu má sjá að það er mun verra að verða bitinn af svartri ekkju en tarantúlu.

Heimildir og myndir:

...