Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?

Jón Már Halldórsson

Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm á lengd og spinnur ekki vef heldur eltir uppi bráðina og lamar hana með eitri sínu.

Á Ítalíu trúði fólk því að bit frá Lycosa tarentula ylli sjúkdómi sem kallaður var tarantismi. Sá sem varð fyrir biti hennar byrjaði á því að fara í grátkast og framkvæma ýmsar krampakenndar hreyfingar og að lokum enduðu herlegheitin í ofsafengnum dansi. Þessi trú manna á fyrirbærinu var sterk á 15. til og með 17. öld og á rætur að rekja til ítalska bæjarins Taranto á suðurhluta Ítalíu en þaðan er þekktur alþýðudans sem nefnist tarantella. Þess má geta að hið fræga pólska píanótónskáld Frédéric Chopin samdi verk sem var undir áhrifum frá dansi þessum og nefnist Tarantella.



Myndin sýnir hina stórvöxnu tegund Aphonopelma hentzi en búkur hennar getur orðið meira en 7 cm á lengd.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að eitur Lycosa tarentula hefur engin áhrif á mannslíkamann.

Hinar eiginlegu tarantúlur finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Ameríku, Mexíkó og um alla Suður-Ameríku. Algengt er að þær grafi sig í litla holu í jörðina og bíði þar eftir bráð sem þær stökkva síðan á og bíta. Tarantúlur veiða aðallega á næturnar og er helsta bráð þeirra skordýr, smávaxnir froskar og körtur, mýs og önnur lítil spendýr.

Tarantúlur eru oftast stórar köngulær og þær allra stærstu eru af ættkvíslinni Aphonopelma. Hjá þeim er algengt að búklengdin verði yfir 5 cm og lengd með fótleggjum oft vel yfir 12 cm. Tarantúlur eru bæði hataðar og elskaðar af okkur mönnunum. Stórar og loðnar köngulær eru í huga flestra okkar hinar hryllilegustu skepnur og oft hafa þær verið í ýmsum aukahlutverkum í hryllingsmyndum. Hins vegar eru tarantúlur einnig vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og þá helst tegundin Eurypelma californicum sem er fræg fyrir langlífi. Dæmi eru um að einstaklingar þessarar tegundar hafi náð 30 ára aldri.

Tarantúlur hafa oft verið kallaðar fuglaköngulær og er það sennilega að þakka stórvöxnum suður-amerískum tegundum sem finnast í regnskógunum og lifa meðal annars á því að ræna hreiður smárra skógarfugla og éta unga þeirra. Þessar köngulóartegundir geta náð búklengd allt að 7-8 cm.


Mynd: Myndin er fengin af vefsetrinu tarantulaplanet.org, en þar má finna ógrynni mynda af þessum dýrum.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.6.2001

Spyrjandi

Kolbeinn Sævarsson, f.1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1693.

Jón Már Halldórsson. (2001, 12. júní). Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1693

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1693>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm á lengd og spinnur ekki vef heldur eltir uppi bráðina og lamar hana með eitri sínu.

Á Ítalíu trúði fólk því að bit frá Lycosa tarentula ylli sjúkdómi sem kallaður var tarantismi. Sá sem varð fyrir biti hennar byrjaði á því að fara í grátkast og framkvæma ýmsar krampakenndar hreyfingar og að lokum enduðu herlegheitin í ofsafengnum dansi. Þessi trú manna á fyrirbærinu var sterk á 15. til og með 17. öld og á rætur að rekja til ítalska bæjarins Taranto á suðurhluta Ítalíu en þaðan er þekktur alþýðudans sem nefnist tarantella. Þess má geta að hið fræga pólska píanótónskáld Frédéric Chopin samdi verk sem var undir áhrifum frá dansi þessum og nefnist Tarantella.



Myndin sýnir hina stórvöxnu tegund Aphonopelma hentzi en búkur hennar getur orðið meira en 7 cm á lengd.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að eitur Lycosa tarentula hefur engin áhrif á mannslíkamann.

Hinar eiginlegu tarantúlur finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Ameríku, Mexíkó og um alla Suður-Ameríku. Algengt er að þær grafi sig í litla holu í jörðina og bíði þar eftir bráð sem þær stökkva síðan á og bíta. Tarantúlur veiða aðallega á næturnar og er helsta bráð þeirra skordýr, smávaxnir froskar og körtur, mýs og önnur lítil spendýr.

Tarantúlur eru oftast stórar köngulær og þær allra stærstu eru af ættkvíslinni Aphonopelma. Hjá þeim er algengt að búklengdin verði yfir 5 cm og lengd með fótleggjum oft vel yfir 12 cm. Tarantúlur eru bæði hataðar og elskaðar af okkur mönnunum. Stórar og loðnar köngulær eru í huga flestra okkar hinar hryllilegustu skepnur og oft hafa þær verið í ýmsum aukahlutverkum í hryllingsmyndum. Hins vegar eru tarantúlur einnig vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og þá helst tegundin Eurypelma californicum sem er fræg fyrir langlífi. Dæmi eru um að einstaklingar þessarar tegundar hafi náð 30 ára aldri.

Tarantúlur hafa oft verið kallaðar fuglaköngulær og er það sennilega að þakka stórvöxnum suður-amerískum tegundum sem finnast í regnskógunum og lifa meðal annars á því að ræna hreiður smárra skógarfugla og éta unga þeirra. Þessar köngulóartegundir geta náð búklengd allt að 7-8 cm.


Mynd: Myndin er fengin af vefsetrinu tarantulaplanet.org, en þar má finna ógrynni mynda af þessum dýrum....