
Svartbakur (Larus marinus) til hægri er nokkuð stærri en sílamávur (Larus fuscus) til vinstri. Utan stærðarinnar má aðgreina þessar tvær tegundir á lit fótanna, svartbakurinn er með ljósbleika fætur en fætur sílamávsins eru gulir.

Hvítmávur (Larus hyperboreus) til vinstri og silfurmávur (Larus argentatus) til hægri eru ekki óáþekkir í útliti,báðir ljósgráir á baki og vængjum, með gulan gogg og bleika fætur. Hvítmávurinn er þó nokkuð stærri og með hvíta vængbrodda en sifurmávurinn með svarta vængbrodda.

Minnstu mávarnir sem verpa á Íslandi, stormmávur (Larus canus) lengst til vinstri, rita (Rissa tridactyla) í miðjunni og hettumávur (Chroicocephalus ridibundus) lengst til hægri.
- Fuglavefur-Máffuglar
- Charadriiformes | Náttúrufræðistofnun Íslands
- Glaucous gull (Larus hyperboreus) with offspring, Liefdefjord, Svalbard.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.10.2019).
- Larus argentatus01.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.10.2019).
- Larus-fuscus-graellsii-He.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.10.2019).
- Great Black-backed Gull Larus marinus.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.10.2019).
- Larus canus Common Gull in Norway.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 7.10.2019).
- Rissa tridactyla 4.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 7.10.2019).
- Chroicocephalus ridibundus (summer).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 7.10.2019).