Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta sílamávar?

Jón Már Halldórsson

Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi.

Á Íslandi leitar sílamávurinn meðal annars að fæðu á ruslahaugum, rænir hreiður algengra varpfugla í borginni og hnuplar fæðu af öðrum fuglum. Hann hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni þegar kemur að því að afla sér fæðu, meðal annars var hópur sílamáva í Garðabæ sem lærði að ræna steikum af grillum fólks sem átti sér einskis ills von.

Sem dæmi um það hversu mikill tækifærissinni sílamávurinn er má nefna að þegar mikið er af grasmöðkum á heiðum og mólendi inn til landsins þá geta mávarnir farið hundruðum og jafnvel þúsundum saman og týnt í sig maðkinn.



Sílamávar éta allt mögulegt og meira að segja grillmat. Ekki fer sögum af því hvort þeir hafi verið meira fyrir lamba- eða nautasteik þegar þeir sóttu í grillmat á höfuðborgarsvæðinu.

Sílamávar virðast verða algengari í byggð þegar brestur er í stofnum sandsílis og annarra sjávarsíla en þessar tegundir eru mikilvæg fæða fyrir unga sílamávsins.

Rannsóknir frá Hollandi hafa leitt í ljós að sílamávar fylgja togurum eftir á Norðursjó og éta það sem til fellur, svo sem fiskúrgang, smáfisk og ýmsar tegundir hryggleysingja. Þegar lítið er um togaraveiðar úti fyrir ströndum leita þeir fæðu í sorpi og éta líka ýmsar fjörulífverur svo sem tífætta krabba (decapoda), krækling (Mytilus edulis), skordýralirfur, ánamaðka, og sexstrendinga (Agonus cataphractus) sem er algengur grunnsævis- og fjörufiskur í Norðursjó.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Helsta heimild og mynd:

  • O. Huppop og S. Wurm. Effects of winter fishery activities on resting numbers, food and body condition of large gulls Larus argentatus and L. marinus in the south-eastern North Sea. Marine ecology progress series. Vol. 194. 241-247. Inter-research 2000.
  • Mynd: Aves.is. Sótt 15. 12. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.12.2009

Spyrjandi

Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta sílamávar?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54383.

Jón Már Halldórsson. (2009, 18. desember). Hvað éta sílamávar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54383

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta sílamávar?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54383>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta sílamávar?
Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi.

Á Íslandi leitar sílamávurinn meðal annars að fæðu á ruslahaugum, rænir hreiður algengra varpfugla í borginni og hnuplar fæðu af öðrum fuglum. Hann hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni þegar kemur að því að afla sér fæðu, meðal annars var hópur sílamáva í Garðabæ sem lærði að ræna steikum af grillum fólks sem átti sér einskis ills von.

Sem dæmi um það hversu mikill tækifærissinni sílamávurinn er má nefna að þegar mikið er af grasmöðkum á heiðum og mólendi inn til landsins þá geta mávarnir farið hundruðum og jafnvel þúsundum saman og týnt í sig maðkinn.



Sílamávar éta allt mögulegt og meira að segja grillmat. Ekki fer sögum af því hvort þeir hafi verið meira fyrir lamba- eða nautasteik þegar þeir sóttu í grillmat á höfuðborgarsvæðinu.

Sílamávar virðast verða algengari í byggð þegar brestur er í stofnum sandsílis og annarra sjávarsíla en þessar tegundir eru mikilvæg fæða fyrir unga sílamávsins.

Rannsóknir frá Hollandi hafa leitt í ljós að sílamávar fylgja togurum eftir á Norðursjó og éta það sem til fellur, svo sem fiskúrgang, smáfisk og ýmsar tegundir hryggleysingja. Þegar lítið er um togaraveiðar úti fyrir ströndum leita þeir fæðu í sorpi og éta líka ýmsar fjörulífverur svo sem tífætta krabba (decapoda), krækling (Mytilus edulis), skordýralirfur, ánamaðka, og sexstrendinga (Agonus cataphractus) sem er algengur grunnsævis- og fjörufiskur í Norðursjó.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Helsta heimild og mynd:

  • O. Huppop og S. Wurm. Effects of winter fishery activities on resting numbers, food and body condition of large gulls Larus argentatus and L. marinus in the south-eastern North Sea. Marine ecology progress series. Vol. 194. 241-247. Inter-research 2000.
  • Mynd: Aves.is. Sótt 15. 12. 2009.

...