Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Jón Már Halldórsson

Fuglinn í fjörunni
hann heitir már.
Silkibleik er húfan hans
og gult undir hár.
Er sá fuglinn ekki smár,
bæði digur og fótahár,
á bakinu svartur, á bringunni grár.
Bröltir hann oft í snörunni,
fuglinn í fjörunni.

„Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954) notaði meðal annars í sinni ljóðagerð. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvaða tegund er átt við í vísunni en heitið már er eitt af þeim nöfnum sem hvítmávurinn (Larus hyperboreus) hefur borið á undanförnum öldum hér á landi. Önnur nöfn sem notuð hafa verið um hann eru hvítfugl, grámávur og gulnefur, en það síðasttalda var bundið við Vestfirði.

Ef rýnt er í vísuna um fuglinn í fjörunni, sem birt er efst í svarinu, kemur þó í ljós að sumt í lýsingu á fuglinum er aðeins á skjön við útlit hans. Til dæmis er bakið ekki svart heldur grátt og bringan hvít en ekki grá eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.



Hvítmáfur (Larus hyperboreus).

Um hvítmávinn er það annars að segja að hann er áberandi mávur og auðgreinanlegur frá öðrum stórmávum hér á landi með sitt hvítleita yfirbragð og gráu vængi. Heimkynni hans hér á landi eru aðallega við Breiðafjörð og Vestfirði. Hann telst vera næststærsti mávfuglinn í íslenskri fuglafánu, litlu minni en svartbakurinn (Larus maritimus), með 150 cm vænghaf og vegur á bilinu 1,3 til 1,6 kg.

Líkt og aðrir mávfuglar étur hvítmávurinn nánast hvað sem er. Hann tínir ýmis dýr upp í fjörunni og við yfirborð sjávar, svo sem sandsíli, krækling, doppur og krabba. Ennfremur étur hann ýmsan úrgang úr fiskvinnslu.

Hvítmávurinn á það til að vera afar illskeyttur í varplandi og ekki er óalgengt að hann ráðist á menn sem gerast of nærgöngulir við hreiður hans.

Mynd: Svalbard Images

Heimildir:

Svarið var lítillega uppfært 6.9.2019 og þakkar Vísindavefurinn Magnúsi Óskari Ingvarssyni fyrir ábendingu um efni svarsins.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.7.2006

Síðast uppfært

6.9.2019

Spyrjandi

Ásrún Atladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6060.

Jón Már Halldórsson. (2006, 13. júlí). Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6060

Jón Már Halldórsson. „Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6060>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni
hann heitir már.
Silkibleik er húfan hans
og gult undir hár.
Er sá fuglinn ekki smár,
bæði digur og fótahár,
á bakinu svartur, á bringunni grár.
Bröltir hann oft í snörunni,
fuglinn í fjörunni.

„Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954) notaði meðal annars í sinni ljóðagerð. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvaða tegund er átt við í vísunni en heitið már er eitt af þeim nöfnum sem hvítmávurinn (Larus hyperboreus) hefur borið á undanförnum öldum hér á landi. Önnur nöfn sem notuð hafa verið um hann eru hvítfugl, grámávur og gulnefur, en það síðasttalda var bundið við Vestfirði.

Ef rýnt er í vísuna um fuglinn í fjörunni, sem birt er efst í svarinu, kemur þó í ljós að sumt í lýsingu á fuglinum er aðeins á skjön við útlit hans. Til dæmis er bakið ekki svart heldur grátt og bringan hvít en ekki grá eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.



Hvítmáfur (Larus hyperboreus).

Um hvítmávinn er það annars að segja að hann er áberandi mávur og auðgreinanlegur frá öðrum stórmávum hér á landi með sitt hvítleita yfirbragð og gráu vængi. Heimkynni hans hér á landi eru aðallega við Breiðafjörð og Vestfirði. Hann telst vera næststærsti mávfuglinn í íslenskri fuglafánu, litlu minni en svartbakurinn (Larus maritimus), með 150 cm vænghaf og vegur á bilinu 1,3 til 1,6 kg.

Líkt og aðrir mávfuglar étur hvítmávurinn nánast hvað sem er. Hann tínir ýmis dýr upp í fjörunni og við yfirborð sjávar, svo sem sandsíli, krækling, doppur og krabba. Ennfremur étur hann ýmsan úrgang úr fiskvinnslu.

Hvítmávurinn á það til að vera afar illskeyttur í varplandi og ekki er óalgengt að hann ráðist á menn sem gerast of nærgöngulir við hreiður hans.

Mynd: Svalbard Images

Heimildir:

Svarið var lítillega uppfært 6.9.2019 og þakkar Vísindavefurinn Magnúsi Óskari Ingvarssyni fyrir ábendingu um efni svarsins....