Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve þung er Fokker 50?

Atli Magnússon og Hrafnkell Zagross Zahawi

Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd hennar við flugtak, svo hún megi teljast flugfær, er ýmist nefnd sem 19.950 kg eða 20.820 kg, sem kann að skýrast af mismunandi framleiðslu eða stöðlum, og hámarksþyngd án eldsneytis 18.600 kg.

Fokker 50 sem Flugfélag Íslands notar.

Lengd vélarinnar er 25 m og vænghaf hennar 29 m. Meðalflughraði hennar er 450 km/klst. en mesti hraði sem hún hefur náð er 535 km/klst. Fokker 50 hefur aðeins um 2000 km flugþol og er því mest notuð í innanlandsflugi. Flugfélög um víða veröld notast við vélina; til dæmis voru 5 eintök í flota Flugfélags Íslands í mars 2012. Þá hefur hún líka verið notuð til herflutninga.

Flugvélar geta flogið meðal annars vegna sérstakrar lögunar vængsins. Hann er mótaður þannig að loftið fyrir ofan vænginn fer lengri leið en loftið undir honum, sem veldur því að undirþrýstingur myndast fyrir ofan vængina, sem lyftast þá upp og flugvélin með.

Antonov An-225 var hönnuð til að flytja geimför.

Fokker 50 virðist mjög lítil borin saman við tvær af stærstu flugvélum heims; herflutningavélina C-5 Galaxy, sem fullhlaðin vegur tæp 349 tonn og Antonov An-225 Mriya-vélarnar, sem vega heil 640 tonn fullhlaðnar.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2012

Spyrjandi

Grunnskólinn í Sandgerði

Tilvísun

Atli Magnússon og Hrafnkell Zagross Zahawi. „Hve þung er Fokker 50?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60167.

Atli Magnússon og Hrafnkell Zagross Zahawi. (2012, 27. júní). Hve þung er Fokker 50? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60167

Atli Magnússon og Hrafnkell Zagross Zahawi. „Hve þung er Fokker 50?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60167>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve þung er Fokker 50?
Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd hennar við flugtak, svo hún megi teljast flugfær, er ýmist nefnd sem 19.950 kg eða 20.820 kg, sem kann að skýrast af mismunandi framleiðslu eða stöðlum, og hámarksþyngd án eldsneytis 18.600 kg.

Fokker 50 sem Flugfélag Íslands notar.

Lengd vélarinnar er 25 m og vænghaf hennar 29 m. Meðalflughraði hennar er 450 km/klst. en mesti hraði sem hún hefur náð er 535 km/klst. Fokker 50 hefur aðeins um 2000 km flugþol og er því mest notuð í innanlandsflugi. Flugfélög um víða veröld notast við vélina; til dæmis voru 5 eintök í flota Flugfélags Íslands í mars 2012. Þá hefur hún líka verið notuð til herflutninga.

Flugvélar geta flogið meðal annars vegna sérstakrar lögunar vængsins. Hann er mótaður þannig að loftið fyrir ofan vænginn fer lengri leið en loftið undir honum, sem veldur því að undirþrýstingur myndast fyrir ofan vængina, sem lyftast þá upp og flugvélin með.

Antonov An-225 var hönnuð til að flytja geimför.

Fokker 50 virðist mjög lítil borin saman við tvær af stærstu flugvélum heims; herflutningavélina C-5 Galaxy, sem fullhlaðin vegur tæp 349 tonn og Antonov An-225 Mriya-vélarnar, sem vega heil 640 tonn fullhlaðnar.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

...