Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?

Sævar Helgi Bragason

Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum.

Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför, var samsett úr tveimur hlutum, þjónustu- og stjórnfari þar sem áhöfnin átti að dvelja stærstan hluta leiðangursins, og tunglferju sem átti að koma geimförunum til og frá yfirborði tunglsins. Tunglferja Apollo 11 var nefnd Örninn (e. Eagle) eftir skallaerninum á merki leiðangursins og þjóðartákni Bandaríkjanna en stjórnfarið var nefnt Kólumbía sem er kvenkynsnafn Bandaríkjanna í ljóðum og söngvum.

Áhöfn Apollo 11 skipuðu þeir Neil Alden Armstrong, leiðangursstjóri, Edwin Eugene "Buzz" Aldrin, yngri, flugmaður tunglferju og Michael Collins, flugmaður geimferju.

Áhöfn Apollo 11. Frá vinstri Neil Armstrong, Michael Collins og Edwin "Buzz" Aldrin.

Milljónir manna fylgdust með því í beinni sjónvarpsútsendingu þegar Apollo 11 var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída miðvikudaginn 16. júlí 1969 klukkan 13:32 að íslenskum tíma, eða 09:32 að staðartíma. Þremur dögum síðar, þann 19. júlí, var Apollo 11 kominn til tunglsins.

Geimskot Apollo 11 hafði verið tímasett nákvæmlega svo að þegar lendingin á tunglinu ætti sér stað væri sólin 10 gráðum ofan sjóndeildarhrings. Þannig myndu gróf kennileiti á yfirborði tunglsins varpa greinilegum skuggum sem myndi hjálpa geimförunum að finna öruggan lendingarstað.

Sjálf lendingin á tunglinu var erfiðasti og um leið hættulegasti hluti ferðarinnar og eini þáttur Apollo-leiðangranna sem aldrei hafði verið prófaður áður. Sá staður sem valinn hafði verði til lendingar kallast Kyrrðarhafið og var valinn vegna þess að hann var talinn frekar sléttur og flatur; frekar óspennandi en ólíklegur til að valda skakkaföllum. Á svæðinu voru hins vegar tiltölulega margir gígar og þeir félagar Armstrong og Aldrin sem voru um borð í tunglferjunni lentu nærri því ofan í einum þeirra. Nokkrum sekúndum fyrir lendinguna varð Armstrong að stíga á eldsneytisgjöfina og stýra ferjunni sjálfur yfir nokkuð stóran gíg. Klukkan 20:17 að íslenskum tíma þann 20. júlí 1969 lenti ferjan á yfirborði tunglsins, 6 km frá upphaflega áætluðum lendingarstað, og átti þá eftir eldsneyti sem myndi endast í 30 sekúndur til viðbótar. Það mátti því litlu muna að fyrsta tungllendingin endaði með ósköpum.

Maður á tunglinu. Engin mynd úr Apollo-geimáætluninni hefur birst oftar en þessi mynd Armstrongs af Buzz Aldrin félaga sínum á tunglinu.

Þá tók við undirbúningur fyrir tunglgönguna, meðal annars að klæða sig í geimbúninginn. Geimbúningurinn var fyrirferðamikill og í ferjunni var ekki mikið rými fyrir geimfarana að athafna sig. Fyrst fóru þeir í tunglskóna. Á þeim voru gúmmísólar með grófum rákum sem áttu að tryggja örugga fótfestu í jarðveginum. Næst festu þeir bakpokann á sig. Í bakpokanum voru öndunartæki, vatn, rafmagn og fleiri lífsnauðsynleg tæki. Þegar bakpokinn var kyrfilega fastur tengdu þeir slöngur úr bakpokanum í málmfestingu á framhlið búningsins. Þeir tengdu svo slöngur fyrir vatnskælinguna en vatn úr bakpokanum streymdi í gegnum net af örlitlum rörum sem saumuð voru í nærfatnaðinn. Þetta var sérstaklega gagnleg aðferð til að kæla geimfarana, enda kæmist sviti hvergi út úr geimbúningnum. Á glerhjálma sína festu þeir ytri hjálm. Á honum var gullhúðað skyggni sem endurvarpaði hættulegum geislum sólar. Á brjóstkassanum voru stjórntæki fyrir samskipti og stillingar fyrir annan búnað.

Klukkan 02:56 að íslenskum tíma þann 21. júlí var lúga tunglferjunnar opnuð, Armstrong kraup á kné og skreið varlega aftur á bak út um þröngt opið. Úr stiganum út úr ferjunni opnaði Armstrong geymslu á hlið Arnarins sem í var lítil sjónvarpsmyndavél sem beindist í átt að útgönguleiðinni. Um leið og geymslan opnaðist byrjaði myndavélin að senda myndir til jarðar. Augnabliki síðar heyrði Armstrong kallað frá jörðinni: „Við sjáum mynd í sjónvarpinu!” Í sjónvörpum hundruð milljóna manna út um allan heim sást svarthvít, fremur óskýr, draugaleg mynd af biksvörtum himni, bjartri jörð og útlínum geimfarans sem var um það bil að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Armstrong færði sig löturhægt niður stigann á Erninum, steig í rykið á yfirborðinu og sagði: „Þetta er eitt lítið skref fyrir mann – eitt risastökk fyrir mannkynið.” Stuttu síðar fylgdi Buzz Aldrin í kjölfarið og varð þar með annar maður í sögunni til að stíga fæti á annan hnött en jörðina.

Aldrin horfir í átt að Erninum. Við hlið tunglferjunnar má sjá bandaríska fánann sem þeir félagar komu fyrir.

Þann tíma sem Armstrong og Aldrin höfðu á tunglinu þurfti að nýta vel. Meðal verkefna þeirra var að safna berg- og ryksýnum fyrir vísindamenn til rannsókna á jörðu niðri. Einnig að koma fyrir vísindatækjum, tunglskjálftamæli og spegli sem nota átti til að endurvarpa leysigeisla frá jörðinni og hjálpa þannig stjörnufræðingum að mæla nákvæmlega vegalengdina milli jarðar og tunglsins. Ennfremur komu þeir upp litlum segli úr áli til að safna örsmáum efnisögnum úr sólvindinum sem sífellt leikur um tunglið. Álsegullinn var tekið með aftur til jarðar. Þá tóku þeir myndir og könnuðu ástand tunglferjunnar fyrir verkfræðingana á jörðu niðri.

Eitt af því sem þeir Armstrong og Aldrin gerðu var að setja upp bandaríska fánann á tunglinu. Samkvæmt alþjóðlegri samþykkt gat engin þjóð eignað sér tunglið, ekki einu sinni sú þjóð sem tókst að komast þangað. En það voru Bandaríkin sem afrekuðu það að lenda manni á tunglinu og NASA ákvað að þeir myndu setja þar upp fána Bandaríkjanna.

Eftir aðeins tvær klukkustundir og þrjátíu og eina mínútu á yfirborði tunglsins var tíminn á enda runninn. Geimfararnir þurftu að halda inn í Örninn og undirbúa brottför. Það reyndist nokkuð erfitt að lyfta sýnasöfnunarkössunum sem innihéldu meira en 22 kg af efni í gegnum lúguna en það tókst sem betur fer að lokum. Þeir tengdust súrefninu um borð í geimferjunni, losuðu sig við bakpokann og léttu tunglferjuna með því að varpa þeim útbyrðis ásamt skóhlífum sínum, myndavélinni og öðrum tækjum. Þeir lokuðu lúgunni og hófu að þrýstijafna ferjuna. Eftir að hafa fengið sér kvöldmat og hvílst í nokkrar klukkustundir var hafinn undirbúningur undir geimskot. Klukkan 17:54 að íslenskum tíma þann 21. júlí, tókst efra þrep Arnarins á loft frá yfirborði tunglsins.

Örninn, tunglið og jörðin í bakgrunni. Allt mannkynið á einni mynd, utan ljósmyndarans Michael Collins flugstjóra stjórnfarsins Kólumbíu.

Út um gluggann á Kólumbíu sá Collins, sem stýrði stjórnfarinu á meðan Amstrong og Aldrin fóru á tunglið, Örninn nálgast smám saman. Um leið og Örninn og Kólumbía höfðu tengst saman hófu geimfararnir að flytja sýnasöfnunarkassana inn í stjórnfarið. Öllum óþarfa búnaði var svo staflað inn í Örninn til að létta Kólumbíu eins og kostur var. Armstrong og Aldrin fóru inn í Kólumbíu og lokuðu hleranum. Ekki var lengur þörf á þjónustu Arnarins svo Collins smellti á hnapp sem losaði hann frá Kólumbíu. Þá gat heimferðin hafist.

Þann 24. júlí, klukkan 16:50 að íslenskum tíma, lenti Kólumbía heilu og höldnu í Kyrrahafinu, skammt frá Hawaiieyjum. Bandaríkjunum hafði tekist það markmið sem stefnt hafði verið að í tæpan áratug, að senda menn til tunglsins og koma þeim heilum og höldnum til jarðar aftur. Á næstu þremur árum fetuðu tíu aðrir geimfarar í fótspor þeirra Armstrongs og Aldrin.

Myndir:


Þetta svar er mikið stytt útgáfa af ítarlegri umfjöllun um fyrstu tungllendingunni á Stjörnufærðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið í heild sinni.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

2.3.2022

Spyrjandi

Heiða Ö. Sturludóttir, Einar Stefánsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77842.

Sævar Helgi Bragason. (2022, 2. mars). Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77842

Sævar Helgi Bragason. „Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?
Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum.

Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför, var samsett úr tveimur hlutum, þjónustu- og stjórnfari þar sem áhöfnin átti að dvelja stærstan hluta leiðangursins, og tunglferju sem átti að koma geimförunum til og frá yfirborði tunglsins. Tunglferja Apollo 11 var nefnd Örninn (e. Eagle) eftir skallaerninum á merki leiðangursins og þjóðartákni Bandaríkjanna en stjórnfarið var nefnt Kólumbía sem er kvenkynsnafn Bandaríkjanna í ljóðum og söngvum.

Áhöfn Apollo 11 skipuðu þeir Neil Alden Armstrong, leiðangursstjóri, Edwin Eugene "Buzz" Aldrin, yngri, flugmaður tunglferju og Michael Collins, flugmaður geimferju.

Áhöfn Apollo 11. Frá vinstri Neil Armstrong, Michael Collins og Edwin "Buzz" Aldrin.

Milljónir manna fylgdust með því í beinni sjónvarpsútsendingu þegar Apollo 11 var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída miðvikudaginn 16. júlí 1969 klukkan 13:32 að íslenskum tíma, eða 09:32 að staðartíma. Þremur dögum síðar, þann 19. júlí, var Apollo 11 kominn til tunglsins.

Geimskot Apollo 11 hafði verið tímasett nákvæmlega svo að þegar lendingin á tunglinu ætti sér stað væri sólin 10 gráðum ofan sjóndeildarhrings. Þannig myndu gróf kennileiti á yfirborði tunglsins varpa greinilegum skuggum sem myndi hjálpa geimförunum að finna öruggan lendingarstað.

Sjálf lendingin á tunglinu var erfiðasti og um leið hættulegasti hluti ferðarinnar og eini þáttur Apollo-leiðangranna sem aldrei hafði verið prófaður áður. Sá staður sem valinn hafði verði til lendingar kallast Kyrrðarhafið og var valinn vegna þess að hann var talinn frekar sléttur og flatur; frekar óspennandi en ólíklegur til að valda skakkaföllum. Á svæðinu voru hins vegar tiltölulega margir gígar og þeir félagar Armstrong og Aldrin sem voru um borð í tunglferjunni lentu nærri því ofan í einum þeirra. Nokkrum sekúndum fyrir lendinguna varð Armstrong að stíga á eldsneytisgjöfina og stýra ferjunni sjálfur yfir nokkuð stóran gíg. Klukkan 20:17 að íslenskum tíma þann 20. júlí 1969 lenti ferjan á yfirborði tunglsins, 6 km frá upphaflega áætluðum lendingarstað, og átti þá eftir eldsneyti sem myndi endast í 30 sekúndur til viðbótar. Það mátti því litlu muna að fyrsta tungllendingin endaði með ósköpum.

Maður á tunglinu. Engin mynd úr Apollo-geimáætluninni hefur birst oftar en þessi mynd Armstrongs af Buzz Aldrin félaga sínum á tunglinu.

Þá tók við undirbúningur fyrir tunglgönguna, meðal annars að klæða sig í geimbúninginn. Geimbúningurinn var fyrirferðamikill og í ferjunni var ekki mikið rými fyrir geimfarana að athafna sig. Fyrst fóru þeir í tunglskóna. Á þeim voru gúmmísólar með grófum rákum sem áttu að tryggja örugga fótfestu í jarðveginum. Næst festu þeir bakpokann á sig. Í bakpokanum voru öndunartæki, vatn, rafmagn og fleiri lífsnauðsynleg tæki. Þegar bakpokinn var kyrfilega fastur tengdu þeir slöngur úr bakpokanum í málmfestingu á framhlið búningsins. Þeir tengdu svo slöngur fyrir vatnskælinguna en vatn úr bakpokanum streymdi í gegnum net af örlitlum rörum sem saumuð voru í nærfatnaðinn. Þetta var sérstaklega gagnleg aðferð til að kæla geimfarana, enda kæmist sviti hvergi út úr geimbúningnum. Á glerhjálma sína festu þeir ytri hjálm. Á honum var gullhúðað skyggni sem endurvarpaði hættulegum geislum sólar. Á brjóstkassanum voru stjórntæki fyrir samskipti og stillingar fyrir annan búnað.

Klukkan 02:56 að íslenskum tíma þann 21. júlí var lúga tunglferjunnar opnuð, Armstrong kraup á kné og skreið varlega aftur á bak út um þröngt opið. Úr stiganum út úr ferjunni opnaði Armstrong geymslu á hlið Arnarins sem í var lítil sjónvarpsmyndavél sem beindist í átt að útgönguleiðinni. Um leið og geymslan opnaðist byrjaði myndavélin að senda myndir til jarðar. Augnabliki síðar heyrði Armstrong kallað frá jörðinni: „Við sjáum mynd í sjónvarpinu!” Í sjónvörpum hundruð milljóna manna út um allan heim sást svarthvít, fremur óskýr, draugaleg mynd af biksvörtum himni, bjartri jörð og útlínum geimfarans sem var um það bil að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Armstrong færði sig löturhægt niður stigann á Erninum, steig í rykið á yfirborðinu og sagði: „Þetta er eitt lítið skref fyrir mann – eitt risastökk fyrir mannkynið.” Stuttu síðar fylgdi Buzz Aldrin í kjölfarið og varð þar með annar maður í sögunni til að stíga fæti á annan hnött en jörðina.

Aldrin horfir í átt að Erninum. Við hlið tunglferjunnar má sjá bandaríska fánann sem þeir félagar komu fyrir.

Þann tíma sem Armstrong og Aldrin höfðu á tunglinu þurfti að nýta vel. Meðal verkefna þeirra var að safna berg- og ryksýnum fyrir vísindamenn til rannsókna á jörðu niðri. Einnig að koma fyrir vísindatækjum, tunglskjálftamæli og spegli sem nota átti til að endurvarpa leysigeisla frá jörðinni og hjálpa þannig stjörnufræðingum að mæla nákvæmlega vegalengdina milli jarðar og tunglsins. Ennfremur komu þeir upp litlum segli úr áli til að safna örsmáum efnisögnum úr sólvindinum sem sífellt leikur um tunglið. Álsegullinn var tekið með aftur til jarðar. Þá tóku þeir myndir og könnuðu ástand tunglferjunnar fyrir verkfræðingana á jörðu niðri.

Eitt af því sem þeir Armstrong og Aldrin gerðu var að setja upp bandaríska fánann á tunglinu. Samkvæmt alþjóðlegri samþykkt gat engin þjóð eignað sér tunglið, ekki einu sinni sú þjóð sem tókst að komast þangað. En það voru Bandaríkin sem afrekuðu það að lenda manni á tunglinu og NASA ákvað að þeir myndu setja þar upp fána Bandaríkjanna.

Eftir aðeins tvær klukkustundir og þrjátíu og eina mínútu á yfirborði tunglsins var tíminn á enda runninn. Geimfararnir þurftu að halda inn í Örninn og undirbúa brottför. Það reyndist nokkuð erfitt að lyfta sýnasöfnunarkössunum sem innihéldu meira en 22 kg af efni í gegnum lúguna en það tókst sem betur fer að lokum. Þeir tengdust súrefninu um borð í geimferjunni, losuðu sig við bakpokann og léttu tunglferjuna með því að varpa þeim útbyrðis ásamt skóhlífum sínum, myndavélinni og öðrum tækjum. Þeir lokuðu lúgunni og hófu að þrýstijafna ferjuna. Eftir að hafa fengið sér kvöldmat og hvílst í nokkrar klukkustundir var hafinn undirbúningur undir geimskot. Klukkan 17:54 að íslenskum tíma þann 21. júlí, tókst efra þrep Arnarins á loft frá yfirborði tunglsins.

Örninn, tunglið og jörðin í bakgrunni. Allt mannkynið á einni mynd, utan ljósmyndarans Michael Collins flugstjóra stjórnfarsins Kólumbíu.

Út um gluggann á Kólumbíu sá Collins, sem stýrði stjórnfarinu á meðan Amstrong og Aldrin fóru á tunglið, Örninn nálgast smám saman. Um leið og Örninn og Kólumbía höfðu tengst saman hófu geimfararnir að flytja sýnasöfnunarkassana inn í stjórnfarið. Öllum óþarfa búnaði var svo staflað inn í Örninn til að létta Kólumbíu eins og kostur var. Armstrong og Aldrin fóru inn í Kólumbíu og lokuðu hleranum. Ekki var lengur þörf á þjónustu Arnarins svo Collins smellti á hnapp sem losaði hann frá Kólumbíu. Þá gat heimferðin hafist.

Þann 24. júlí, klukkan 16:50 að íslenskum tíma, lenti Kólumbía heilu og höldnu í Kyrrahafinu, skammt frá Hawaiieyjum. Bandaríkjunum hafði tekist það markmið sem stefnt hafði verið að í tæpan áratug, að senda menn til tunglsins og koma þeim heilum og höldnum til jarðar aftur. Á næstu þremur árum fetuðu tíu aðrir geimfarar í fótspor þeirra Armstrongs og Aldrin.

Myndir:


Þetta svar er mikið stytt útgáfa af ítarlegri umfjöllun um fyrstu tungllendingunni á Stjörnufærðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið í heild sinni.

...