
Garnaflækja myndast þegar lykkja á meltingarveginum snýr upp á sig. Einkennin geta stafað af tvennu. Annars vegar myndast teppa eða fyrirstaða í meltingarveginum sem getur leitt til glennu í kviðnum og uppkasta. Hins vegar getur garnaflækja leitt til truflunar á blóðflæði til þess hluta sem er handan flækjunnar. Garnaflækja er sársaukafull og veldur skemmdum sem versna eftir því sem loft og vökvi safnast fyrir í stíflaða hlutanum. Á endanum getur þetta leitt til dreps í þarmaveggnum, súrnunar líkamsvökva og dauða ef ekki er gripið inn í.

Það eru engar sérstakar líkur á að þessi náungi fái garnaflækju af því einu að rúlla sér niður brekkuna.
- Volvulus á Wikipedia. Skoðað 18. 9. 2009.
- Intestinal Volvulus á Emedicine. Skoðað 18. 9. 2009
- Sigmoid Volvulus á Emedicine. Skoðað 18. 9. 2009.
- Teikning: Lucile Packard Children’s Hospital. Sótt 22. 9. 2009.
- Mynd af manni að rúlla: JohnHarveyPhoto.com. Sótt 23. 9. 2009.