Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 653 svör fundust
Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?
Kalífi var upphaflega heiti andlegs leiðtoga múslima. Í dag er sá kallaður kalífi sem er veraldlegur valdsmaður sem er talinn þiggja vald sitt frá Allah en svo nefnist guð múslima. Fyrsti kalífinn nefndist Abu Bakr og var tengdafaðir Múhameðs spámanns. Á arabísku merkir orðið kalífi: sá sem kemur í stað einhve...
Hvað eru mörg lönd i Afríku?
Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...
Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?
Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...
Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?
Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...
Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?
Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi. Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocric...
Hvað er fjöruarfi?
Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af út...
Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?
Þegar Evrópumenn komu til Góðrarvonarhöfða, syðsta hluta Afríku, árið 1652 voru hestar (Equus caballus) fyrstu húsdýrin sem þeir fluttu með sér. Haft var eftir Hollendingnum Jan van Riebeeck (1619-1677) sem var í forsvari leiðangursins að hross væru landnemum jafn mikilvæg og brauð. Á þessum tíma þekktust hest...
Hvar lifir hnísan?
Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...
Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?
Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þyk...
Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...
Eru Kanaríeyjar í Afríku?
Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd t...
Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svo: Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.? Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum ví...
Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir? Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á v...
Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...
Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?
Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...