Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?

Hallgrímur J. Ámundason

Upphaflega hljóðaði spurningin svo:

Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.?

Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum vísa þau til vætu eða tilfærslu á vatni. Stundum merkir það mikinn vatnsstraum, eins og í tilfelli Sogsins sem fellur úr Þingvallavatni, en virðist einnig notað um staðari mýrlendi.

Í örnefnum vísar sog til vætu eða tilfærslu á vatni. Stundum merkir það mikinn vatnsstraum, eins og í tilfelli Sogsins sem fellur úr Þingvallavatni.

Á Reykjanesskaga heita Sog og Sogalækur við Trölladyngju og Grænudyngju, þar virðist Sog notað um söfnunarsvæði vatns áður en það myndar vatnsfall. Sogin í Reykjavík, sem Sogamýri er kennd við, eru af svipuðum toga en með afar litlu afrennsli. Svæðið var þurrkað upp á fyrri hluta 20. aldar með framræslu og í kjölfarið fór svæðið að byggjast upp af smáskikum sem kallaðir voru Sogablettir og Sogamýrarblettir. Nafn Sogavegar í Reykjavík er dregið af þessu svæði en áður fyrr náði hann allt vestur að Háteigsvegi. Örnefni með Sog- finnast víða um land.

Mynd:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

27.9.2018

Síðast uppfært

15.4.2021

Spyrjandi

Halldór Kristjánsson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?“ Vísindavefurinn, 27. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76386.

Hallgrímur J. Ámundason. (2018, 27. september). Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76386

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76386>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svo:

Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.?

Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum vísa þau til vætu eða tilfærslu á vatni. Stundum merkir það mikinn vatnsstraum, eins og í tilfelli Sogsins sem fellur úr Þingvallavatni, en virðist einnig notað um staðari mýrlendi.

Í örnefnum vísar sog til vætu eða tilfærslu á vatni. Stundum merkir það mikinn vatnsstraum, eins og í tilfelli Sogsins sem fellur úr Þingvallavatni.

Á Reykjanesskaga heita Sog og Sogalækur við Trölladyngju og Grænudyngju, þar virðist Sog notað um söfnunarsvæði vatns áður en það myndar vatnsfall. Sogin í Reykjavík, sem Sogamýri er kennd við, eru af svipuðum toga en með afar litlu afrennsli. Svæðið var þurrkað upp á fyrri hluta 20. aldar með framræslu og í kjölfarið fór svæðið að byggjast upp af smáskikum sem kallaðir voru Sogablettir og Sogamýrarblettir. Nafn Sogavegar í Reykjavík er dregið af þessu svæði en áður fyrr náði hann allt vestur að Háteigsvegi. Örnefni með Sog- finnast víða um land.

Mynd:...