Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segjum að vatnið sé vott, því að orðið 'votur' er samstofna við 'vatn' og þá verður málið alveg eins og með saltið.Í lok svarsins segir Þorsteinn ennfremur:
En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum.Áhugasömum er bent á að lesa svarið í heild sinni, en einnig á eftirfarandi svör, sem þó eru mis-alvarleg:
- Er vatn blautt? [föstudagssvar]
- Getur vatn verið þurrt?
- Pxhere. (Sótt 11.7.2018).