Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vatn blautt?

Ritstjórn Vísindavefsins



Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kannski ekki alveg augljóst!

En af því að þetta er Vísindavefur þá vísum við lesendum á heimild okkar fyrir öllu þessu: Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989. Þar kemur meðal annars fram rökstuðningurinn fyrir þessu með grasið og vatnið, græna litinn og bleytuna. Orðin gras og grænn eru sem sé skyld samkvæmt orðsifjafræðinni og merking bleytunnar var í upphafi nálægt vatninu. Í orðsifjabókinni er talið líklegt að rekja megi hana til grísku.

Frægasta dæmið um svona röksemdafærslur og orðsifjar er í leikritinu Ímyndunarveikin (Malade imaginaire) eftir franska leikritaskáldið Molière (1622-1673). Þar spyr læknaprófessor aðalpersónuna að því, hvers vegna ópíum sé svæfandi. Argan svarar að það sé af því að í efninu sé það sem á latínu heitir "Virtus dormitiva" og útleggst "svæfingarmáttur". Sumir hafa talið að þarna sé skáldið að gera gys að uppskafningu lærdómsins en við látum lesandann um að meta það.

Áhugamönnum um þetta er bent á að setja þessi latnesku orð inn í leitarvél á Veraldarvefnum (til dæmis Google) og fræðast síðan um margt af því sem skrifað hefur verið um þetta allar götur síðan. Það er býsna mikið því að þetta er til dæmis hugleikið heimspekingum nútímans. Meðal annars má finna frumtextann þarna á vefnum en þetta atriði leikritsins er að mestu á latínu.

Þetta er föstudagssvar hjá okkur á Vísindavefnum.



Mynd: Froskur stingur augunum upp úr blautu vatni, af fræðsluvef um blautt vatn, Project Wet

Útgáfudagur

6.4.2001

Spyrjandi

Brynjar Steinn, f. 1989

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er vatn blautt?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2001, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1480.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 6. apríl). Er vatn blautt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1480

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er vatn blautt?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2001. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1480>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vatn blautt?


Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kannski ekki alveg augljóst!

En af því að þetta er Vísindavefur þá vísum við lesendum á heimild okkar fyrir öllu þessu: Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989. Þar kemur meðal annars fram rökstuðningurinn fyrir þessu með grasið og vatnið, græna litinn og bleytuna. Orðin gras og grænn eru sem sé skyld samkvæmt orðsifjafræðinni og merking bleytunnar var í upphafi nálægt vatninu. Í orðsifjabókinni er talið líklegt að rekja megi hana til grísku.

Frægasta dæmið um svona röksemdafærslur og orðsifjar er í leikritinu Ímyndunarveikin (Malade imaginaire) eftir franska leikritaskáldið Molière (1622-1673). Þar spyr læknaprófessor aðalpersónuna að því, hvers vegna ópíum sé svæfandi. Argan svarar að það sé af því að í efninu sé það sem á latínu heitir "Virtus dormitiva" og útleggst "svæfingarmáttur". Sumir hafa talið að þarna sé skáldið að gera gys að uppskafningu lærdómsins en við látum lesandann um að meta það.

Áhugamönnum um þetta er bent á að setja þessi latnesku orð inn í leitarvél á Veraldarvefnum (til dæmis Google) og fræðast síðan um margt af því sem skrifað hefur verið um þetta allar götur síðan. Það er býsna mikið því að þetta er til dæmis hugleikið heimspekingum nútímans. Meðal annars má finna frumtextann þarna á vefnum en þetta atriði leikritsins er að mestu á latínu.

Þetta er föstudagssvar hjá okkur á Vísindavefnum.



Mynd: Froskur stingur augunum upp úr blautu vatni, af fræðsluvef um blautt vatn, Project Wet...