Í þessu felst meðal annars að við erum ekki að segja fólki neitt nýtt ef við bendum á vatn í fötu og segjum: "Þetta vatn er blautt". Ef við segjum hins vegar að vatnið sé heitt þá getur verið eins gott fyrir hlustandann að taka eftir, að minnsta kosti ef hann eða hún ætlar að dýfa hendinni ofan í vatnið. Munurinn liggur í því að vatn er alltaf blautt en alls ekki alltaf heitt. Ef við snúum okkur nú að sykrinum til samanburðar og flettum honum til dæmis upp í orðabókum, þá fáum við að vita að sætur merkir einfaldlega 'með sykurbragði, með sykri í'. Hér eru orðin hins vegar ekki skyld; uppruni orðsins 'sætur' tengist ekki sykri, en þá verður hitt kannski ennþá skýrara að 'sætur' er blátt áfram það orð sem menn hafa kosið að hafa um þennan eiginleika, því að eitthvað verða hlutirnir að heita! Nú kemur piparsveinninn til sögunnar. Við flettum honum upp og fáum að vita að orðið merkir 'ógiftur karlmaður'. Það á þess vegna að vera óþarfi fyrir fullorðið fólk að spyrja: "Af hverju eru allir piparsveinar ókvæntir?" því að svarið felst sjálfkrafa í merkingu orðsins 'piparsveinn'. Með öðrum orðum má líka segja að annars væru þeir ekki piparsveinar! En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum. Með þessu svari er í raun einnig svarað spurningunni sem er í Aravísum og við höfum líka fengið á vefinn: "Af hverju er sykurinn sætur?" Við bendum lesendum ennfremur á föstudagssvar okkar við spurningunni Er vatn blautt?
Í þessu felst meðal annars að við erum ekki að segja fólki neitt nýtt ef við bendum á vatn í fötu og segjum: "Þetta vatn er blautt". Ef við segjum hins vegar að vatnið sé heitt þá getur verið eins gott fyrir hlustandann að taka eftir, að minnsta kosti ef hann eða hún ætlar að dýfa hendinni ofan í vatnið. Munurinn liggur í því að vatn er alltaf blautt en alls ekki alltaf heitt. Ef við snúum okkur nú að sykrinum til samanburðar og flettum honum til dæmis upp í orðabókum, þá fáum við að vita að sætur merkir einfaldlega 'með sykurbragði, með sykri í'. Hér eru orðin hins vegar ekki skyld; uppruni orðsins 'sætur' tengist ekki sykri, en þá verður hitt kannski ennþá skýrara að 'sætur' er blátt áfram það orð sem menn hafa kosið að hafa um þennan eiginleika, því að eitthvað verða hlutirnir að heita! Nú kemur piparsveinninn til sögunnar. Við flettum honum upp og fáum að vita að orðið merkir 'ógiftur karlmaður'. Það á þess vegna að vera óþarfi fyrir fullorðið fólk að spyrja: "Af hverju eru allir piparsveinar ókvæntir?" því að svarið felst sjálfkrafa í merkingu orðsins 'piparsveinn'. Með öðrum orðum má líka segja að annars væru þeir ekki piparsveinar! En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum. Með þessu svari er í raun einnig svarað spurningunni sem er í Aravísum og við höfum líka fengið á vefinn: "Af hverju er sykurinn sætur?" Við bendum lesendum ennfremur á föstudagssvar okkar við spurningunni Er vatn blautt?