Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Kanaríeyjar í Afríku?

EDS

Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd teljast, að minnsta kosti ef eingöngu er litið til landfræðilegra marka.

Ef heimskort er skoðað er til dæmis augljóst að Belgía er í Evrópu, Argentína í Suður-Ameríku og Nígería í Afríku. Hins vegar vandast málið þegar um er að ræða lönd sem liggja á mörkum tveggja heimsálfa, eins og Rússland og Tyrkland, eða þegar landsvæði heyrir undir ríki sem er í annarri heimsálfu. Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu? Þar er einmitt minnst á Kanaríeyjar og sagt að landfræðilega tilheyri Kanaríeyjar Afríku enda aðeins rúmlega 100 km úti fyrir strönd norðvestur Afríku, en stjórnarfarslega heyri eyjarnar undir Spán sem er í Evrópu.

Það fer sem sagt svolítið eftir því hvaða nálgun við viljum nota. Ef við eigum við landfræðilega staðsetningu, sem er það viðmið sem gjarnan er notað þegar lönd eða svæði eru tengd heimsálfum þá er eðlilegt að telja Kanaríeyjar hluta af Afríku, þótt stjórnartaumarnir liggi í annarri heimsálfu. Þetta er rétt eins og Cayman-eyjar, Arúba, Martiník og fleiri eyjar í Karíbahafinu tilheyra Norður-Ameríku þótt þær lúti að einhverju leyti stjórn Evrópuríkja svo einhver dæmi séu nefnd.

Hins vegar getur vel verið að út frá menningu, sögu, stjórnmálatengslum eða öðrum þáttum samsami lönd eða svæði sig annarri heimsálfu en landfræðileg mörk segja til um.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Kort: Grunnur fenginn af Daniel Pipes Blog en lagafærður af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Útgáfudagur

9.9.2009

Spyrjandi

Alexander Alvin Einarsson

Tilvísun

EDS. „Eru Kanaríeyjar í Afríku?“ Vísindavefurinn, 9. september 2009, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53380.

EDS. (2009, 9. september). Eru Kanaríeyjar í Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53380

EDS. „Eru Kanaríeyjar í Afríku?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2009. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53380>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Kanaríeyjar í Afríku?
Samkvæmt hefð er heiminum skipt upp í nokkrar heimsálfur. Um þá skiptingu er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Þótt ekki séu allir sammála um það nákvæmlega hvar draga beri mörk á milli heimsálfa þá er í flestum tilfellum einfalt að segja til hvaða heimsálfu lönd teljast, að minnsta kosti ef eingöngu er litið til landfræðilegra marka.

Ef heimskort er skoðað er til dæmis augljóst að Belgía er í Evrópu, Argentína í Suður-Ameríku og Nígería í Afríku. Hins vegar vandast málið þegar um er að ræða lönd sem liggja á mörkum tveggja heimsálfa, eins og Rússland og Tyrkland, eða þegar landsvæði heyrir undir ríki sem er í annarri heimsálfu. Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu? Þar er einmitt minnst á Kanaríeyjar og sagt að landfræðilega tilheyri Kanaríeyjar Afríku enda aðeins rúmlega 100 km úti fyrir strönd norðvestur Afríku, en stjórnarfarslega heyri eyjarnar undir Spán sem er í Evrópu.

Það fer sem sagt svolítið eftir því hvaða nálgun við viljum nota. Ef við eigum við landfræðilega staðsetningu, sem er það viðmið sem gjarnan er notað þegar lönd eða svæði eru tengd heimsálfum þá er eðlilegt að telja Kanaríeyjar hluta af Afríku, þótt stjórnartaumarnir liggi í annarri heimsálfu. Þetta er rétt eins og Cayman-eyjar, Arúba, Martiník og fleiri eyjar í Karíbahafinu tilheyra Norður-Ameríku þótt þær lúti að einhverju leyti stjórn Evrópuríkja svo einhver dæmi séu nefnd.

Hins vegar getur vel verið að út frá menningu, sögu, stjórnmálatengslum eða öðrum þáttum samsami lönd eða svæði sig annarri heimsálfu en landfræðileg mörk segja til um.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Kort: Grunnur fenginn af Daniel Pipes Blog en lagafærður af ritstjórn Vísindavefsins....