Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?

Reynir A. Óskarson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir?

Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á við um mörg önnur vopn í þessum miðaldatextum eru ýmis nöfn notuð yfir sverð, til dæmis hjör, brandur og mækir. Orðið mækir kemur mun sjaldnar fyrir í ritheimildum en orðið sverð, en það er lítið sem greinir sverð frá mæki þegar kemur að lýsingu þeirra og notkun.

Í nokkrum tilfellum er mækir sagður stór eða þungur, nokkuð sem gæti ýjað að því að mækir væri stærri eða meiri en hið hefðbundna víkingasverð, en sömu lýsingarorð eru einnig notuð yfir sverð. Það virðist því lítill munur á þessu tvennu, ef nokkur er. Með bæði mæki og sverði hefur verið hægt að veita mjög öflug högg, því fram kemur í ritum að bæði vopnin hafi verið notuð til að höggva svo þungt högg í við, að hvorug eggin sást eftir.

Eineggja sverð (fyrir ofan) tvíeggja sverð (fyrir neðan) frá Noregi.

Meirihluti víkingasverða eru tvíeggja, þó hafa nokkur eineggja sverð fundist og þá oftast í Mið- og Vestur-Noregi frá því snemma á víkingaöld. Það er möguleiki að fyrstu landnámsmennirnir hér hafi tekið með séð eineggja sverð frá Noregi, en þau hafa hingað til ekki fundist.

Lesendum er sérstaklega bent á að lesa meira um vopn í Íslendingasögunum í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Mynd:
  • Kirsten Helgeland, KHM, Creative Commons.

Höfundur

Reynir A. Óskarson

fróðleiksmaður

Útgáfudagur

11.10.2021

Spyrjandi

Reynir Guðnason

Tilvísun

Reynir A. Óskarson. „Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn, 11. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75513.

Reynir A. Óskarson. (2021, 11. október). Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75513

Reynir A. Óskarson. „Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75513>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar vopn var mækir sem nefndur er í sumum Íslendingasögum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Í Harðar sögu og Hólmverja, 17. kafla, er sagt frá bardaga milli fóstbræðranna Harðar, Geirs og Helga og Björns blásíðu: "...og höggur Björn til Harðar með tvíeggjuðum mæki." Hvers konar vopn var mækir?

Í stuttu máli er tvíeggjaður mækir hið hefðbundna víkingasverð. Eins og á við um mörg önnur vopn í þessum miðaldatextum eru ýmis nöfn notuð yfir sverð, til dæmis hjör, brandur og mækir. Orðið mækir kemur mun sjaldnar fyrir í ritheimildum en orðið sverð, en það er lítið sem greinir sverð frá mæki þegar kemur að lýsingu þeirra og notkun.

Í nokkrum tilfellum er mækir sagður stór eða þungur, nokkuð sem gæti ýjað að því að mækir væri stærri eða meiri en hið hefðbundna víkingasverð, en sömu lýsingarorð eru einnig notuð yfir sverð. Það virðist því lítill munur á þessu tvennu, ef nokkur er. Með bæði mæki og sverði hefur verið hægt að veita mjög öflug högg, því fram kemur í ritum að bæði vopnin hafi verið notuð til að höggva svo þungt högg í við, að hvorug eggin sást eftir.

Eineggja sverð (fyrir ofan) tvíeggja sverð (fyrir neðan) frá Noregi.

Meirihluti víkingasverða eru tvíeggja, þó hafa nokkur eineggja sverð fundist og þá oftast í Mið- og Vestur-Noregi frá því snemma á víkingaöld. Það er möguleiki að fyrstu landnámsmennirnir hér hafi tekið með séð eineggja sverð frá Noregi, en þau hafa hingað til ekki fundist.

Lesendum er sérstaklega bent á að lesa meira um vopn í Íslendingasögunum í svari eftir sama höfund við spurningunni Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Mynd:
  • Kirsten Helgeland, KHM, Creative Commons.
...