Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum.
Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þykir þó humarinn ólystugur ef görnin er ekki hreinsuð eða fjarlægð.
Humar sem veiðist hér við land nefnist leturhumar (Nephrops norvegicus) en samkvæmt hefð er hann yfirleitt bara nefndur humar. Leturhumarinn finnst víða á grunnsævi við norðanvert Atlantshaf svo sem við strendur meginlands Evrópu frá Norður-Noregi allt suður til Cadiz-flóa við suðvesturhluta Spánar. Hann lifir einnig við strendur Bretlandseyja og Færeyja. Hér við land finnst hann undan suðurströndinni, frá Hornafirði og vestur eftir, að Reykjanesi og inn í Faxaflóa.
Leturhumar (Nephrops norvegicus).
Leturhumarinn lifir á leirbotni og grefur sér göng ofan í botninn. Oftast eru tvö til þrjú op á göngunum og geta þau tengst göngum annarra humra þannig að flókin gangakerfi myndast. Humarinn nýtir sé göngin til verndar gegn fjölmörgum dýrategundum sem éta hann, en það eru til dæmis þorskur, ýsa, langa, skötuselur og steinbítur.
Humarinn yfirgefur holu sína þegar hann fer að veiða sér til matar, en það gerir hann oftast seinnipart nætur. Hann étur ýmsar lífverur sem hafast við í leirbotninum eins og burstaorma, ígulker, samlokur og ýmsar tegundir smávaxinna krabbadýra. Við átið berst eflaust talsvert magn af botnseti í hann. Þessu botnseti skilar hann aftur ómeltu og það kann að vera skýringin á dökku rákinni sem finnst í humarhölunum.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
Jón Már Halldórsson. „Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6724.
Jón Már Halldórsson. (2007, 18. júlí). Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6724
Jón Már Halldórsson. „Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6724>.