Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?

Margrét Eggertsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far með ensku skipi til Englands en komst sama sumar til Danmerkur þar sem hann gekk í herinn sem byssuskytta. Hann gegndi hermennsku bæði á sjó og landi til 1622 þegar hann var sendur á verslunarskipi til Indlands. Það var bæði nýstárlegt og hættulegt að ferðast þangað og oft kom ekki nema helmingur þeirra sem þangað fóru til baka. Jón komst heim þremur árum síðar en var þá örkumlaður og allslaus. Hann settist að á Vestfjörðum árið 1626 og bjó þar um árabil en vegna reynslu sinnar af hermennsku var hann gerður að liðsforingja heimavarna i Vestmannaeyjum árið 1639. Þar dvaldist hann þó ekki nema eitt ár, fór þá aftur vestur og lést þar í hárri elli.

Ævisaga Jóns Ólafssonar Indíafara (1593-1679) er ferðasaga sem greinir annars vegar frá herþjónustu Jóns og siglingum um norðurhöf og hin vegar ferð hans til Indlands. Hún hefur verið þýdd á dönsku og ensku.

Ævisaga Jóns Indíafara er merkileg heimild um sjóferðir og daglegt líf hermanna á sjó og landi í tíð Kristjáns fjórða og einstök vegna þess að atburðum er lýst frá sjónarhóli almúgamanns og óbreytts hermanns. Hún er einnig skemmtileg aflestrar vegna þess að Jón hefur haft næma athyglisgáfu og lýsingar hans eru lifandi, stundum nokkuð mikið ýktar en eftirminnilegar, til dæmis á mannlifi í Kaupmannahöfn. Hann skrifar kjarngott alþýðumál, svolítið dönskuskotið á köflum en laust við lærðar málalengingar og útúrdúra sem var stíll menntamanna. Jón fékkst við fleiri ritstörf en að semja endurminningar sínar. Hann þýddi nokkur rit úr dönsku, meðal annars Grænlandskróniku, og orti bæði veraldleg kvæði og sálma.


Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndin er úr sama riti.

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

1.6.2023

Síðast uppfært

12.6.2023

Spyrjandi

Marta Jónsdóttir

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2023, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21217.

Margrét Eggertsdóttir. (2023, 1. júní). Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21217

Margrét Eggertsdóttir. „Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2023. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21217>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far með ensku skipi til Englands en komst sama sumar til Danmerkur þar sem hann gekk í herinn sem byssuskytta. Hann gegndi hermennsku bæði á sjó og landi til 1622 þegar hann var sendur á verslunarskipi til Indlands. Það var bæði nýstárlegt og hættulegt að ferðast þangað og oft kom ekki nema helmingur þeirra sem þangað fóru til baka. Jón komst heim þremur árum síðar en var þá örkumlaður og allslaus. Hann settist að á Vestfjörðum árið 1626 og bjó þar um árabil en vegna reynslu sinnar af hermennsku var hann gerður að liðsforingja heimavarna i Vestmannaeyjum árið 1639. Þar dvaldist hann þó ekki nema eitt ár, fór þá aftur vestur og lést þar í hárri elli.

Ævisaga Jóns Ólafssonar Indíafara (1593-1679) er ferðasaga sem greinir annars vegar frá herþjónustu Jóns og siglingum um norðurhöf og hin vegar ferð hans til Indlands. Hún hefur verið þýdd á dönsku og ensku.

Ævisaga Jóns Indíafara er merkileg heimild um sjóferðir og daglegt líf hermanna á sjó og landi í tíð Kristjáns fjórða og einstök vegna þess að atburðum er lýst frá sjónarhóli almúgamanns og óbreytts hermanns. Hún er einnig skemmtileg aflestrar vegna þess að Jón hefur haft næma athyglisgáfu og lýsingar hans eru lifandi, stundum nokkuð mikið ýktar en eftirminnilegar, til dæmis á mannlifi í Kaupmannahöfn. Hann skrifar kjarngott alþýðumál, svolítið dönskuskotið á köflum en laust við lærðar málalengingar og útúrdúra sem var stíll menntamanna. Jón fékkst við fleiri ritstörf en að semja endurminningar sínar. Hann þýddi nokkur rit úr dönsku, meðal annars Grænlandskróniku, og orti bæði veraldleg kvæði og sálma.


Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum. Myndin er úr sama riti....